þriðjudagur, desember 31, 2002

Smá breik frá því að troða sig út af mat, bara varð að skreppa á netið og óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Hafið það gott og passið ykkur á prikunum í kvöld!!!

(þessi skilaboð voru ætluð öllum nema þeim illmennum sem plötuðu mig í ljós í gær, -ÉG BRENN !!! )

....

sunnudagur, desember 29, 2002

ok, það er ekki mið nótt og ég var ekki að djammma.... ég bara verð samt að spyrja...

Have you ever had sex with a yogurt???

laugardagur, desember 28, 2002

Svoldið seint... GLEÐILEG JÓL

Og til hamingju með afmælið Benni!!!

mánudagur, desember 23, 2002

Þetta er búin að vera skemmtileg Þorláksmessa eða hitt þó heldur, byrjaði daginn í 4 bíla árekstri. Svo tók við nokkurra klukkutíma slysó ferð.
Fór svo heim að reyna að gera brjóstsykur, -það mistókst. Ætlaði svo með BF og Tönju í Kringluna, en hætti við á síðustu stundu. Í Kringlunni bakkaði jeppi inní hliðana á litlu tíkinni hennar Tönju...

sunnudagur, desember 22, 2002

Það var djammað í gær, ójá!!! Komst aldrei til Evu Aspar, -sorrý about that Eva. Fór ekki niðrí bæ fyrr en klukkan var að verða 3 held ég, sungum "Kætumst meðan kostur er/ knárra sveina flo o o kur...." aftur og aftur og aftur niður allan Laugarvegin, öðrum vegfarendum til ómældrar ánægju...

Eini gallinn var að það virtust flestir (a.m.k. þeir sem voru ekki í sama partýi og ég) vera að fara heim þegar við loksins komum niðrí bæ...

Vona að allir hafi skemmt sér hálft eins vel og ég, -þá mega menn telja kvöldið vel heppnað ;-)

Sjáumst við ekki á djamminu einhverntíman í jólafríinu???

föstudagur, desember 20, 2002

Nýstúdentar, Anna Guðlaug og Eva Ösp til hamingju með áfangann!!!
Ég er búin í prófum :-) Gæti lífið verið betra? Mér gekk svo ótrúlega vel, ég gæti sungið og dansað... ehh... var reyndar að syngja og dansa áðan...

Anyway, I´m so happy!!! tralalala!!!!
Ég er að fara í síðasta prófið á morgunn, tralalala (eða strangt til tekið í dag).

Ég var niðrí skóla að læra með Birnu, svo fórum við á Devitos og keyptum pizzu namm *slurp*.
Þegar við komum til baka niðrí skóla og erum sestar inní stofu þá fatta ég að ég hef gleymt skólatöskunni minni út í bíl. Ég nenni samt ekkert að vera að sækja hana, var með allt dótið sem ég þurfti í stofunni.

Þannig að það er ekki fyrr en ég er búin að skutla Birnu heim (um eittleytið) sem ég fatta að taskan er ekki í bílnum!!! Ég fer í panik, hvar hef ég getað týnt henni??? Dottið úr bílnum á Devítos? Gleymdi ég að læsa bílnum og notaði einhver tækifærið til að taka hana? Námu geimverur hana á brott?

Á endanum dettur mér í hug að ég gæti hafa gleymt henni í sjoppunni í VR (þar sem við borðuðum pizzuna), get samt ekkert tékkað á því, því skólinn er löngu búinn að loka (við þurftum að læsa á eftir okkur). Sá samt Helga Gunnar þar áður en ég fór heim, hringja í hann, -er ekki með númerið. Keyri heim, ræsi tölvuna, fletti honum upp í símaskránni, hringi, hann er farinn úr skólanum, en jú hann kannast við að hafa séð töskuna...

Taskan er því fundin, ég þarf bara að ná í hana sem fyrst í fyrramálið, allir geisladiskarnir mínir, ISIC kortið mitt og ofurgrafíski vasareiknirinn minn eru nefninleg í henni...úps...

fimmtudagur, desember 19, 2002

Áshildur á afmæli í dag!!! Til hamingju með daginn Áshildur :-)

miðvikudagur, desember 18, 2002

Fór bara að spá.
Er það nokkuð merki um geðveiki ef maður uppgvötar um klukkan hálf tólf að kvöldi til að maður gleymdi að fara í annan sokkinn í morgun???

Var sko bara að fatta það...
Er smá að fikta í síðunni þannig að ef hún er öll í fokki þegar þú kíkir á hana þá er það sennilega mér að kenna...
er ég með eitthvað sturlaðan húmor??? Ég sá þetta og gat ekki hamið mig, ég hló og hló og hló svo skoðaði ég aðeins meira og rakst á þetta þá fyrst fór ég að óttast um geðheilsu mína...

Annars eru fleiri búnir í prófum frá því seinast, Þórunn kláraði í gær og Rúna í dag, -til hamingju!!!

mánudagur, desember 16, 2002

Hamingju óskir dagsins fær hún Áshildur. Hún kláraði síðasta prófið í morgun, þar með líkur þessari verstu önn sem um getur í sögunni, -hahaha.

Vona að ég sjái þig oftar en einu sinni í mánuðu eftir jól :-)
Var í prófi áðan.

Próftími: 3 klst.
Fjöldi sem þreyttu prófið: 66
Lengd prófs: 31 blaðsíða

does that strike anyone as odd??? ÞRJÁTÍU OG EIN BLAÐSÍÐA. Ein spurning á hverri, alltaf a.m.k. 2 liðir. Þetta var mesti vibbi sem ég hef lent í. Það var samtals 1 sem fór út áður en prófið var búið (ég hef lúmskan grun um hver það er, -strákurinn veit ALLT) og hann fór hálftíma fyrr út.


Ég hata próf!


sunnudagur, desember 15, 2002

Skúbb dagsins:

Þetta er kannski common knowledge, en ég var að frétta af því að Mountain dew ætti að koma á markaðinn á föstudaginn, eða var það í gær? Það eru nokkrir dagar síðan ég heyrði af þessu sko... -ekki alveg með dagsetninguna á tæru *vandræðalegt bros* hehehh...

Fyrir þá sem ekki vita það þá er Mountain Dew besti gosdrykkurinn í Ameríku (finnst mér) ég lifi alltaf á þessu þegar ég fer út. Veit samt ekki alveg hvort þetta verði gott á bragðið í kuldanum hérna. Maður er náttúrulega svo góðu vanur, úti er vatnið vont OG maður þarf að borga fyrir það, kókið er vont, djúsið er vont, pepsíið allt í læ, en allt annað yfirleitt frekar slæmt (a.m.k. finnst mér það). Svo við sjáum til, þið fáið að heyra hvað mér finnst um leið og ég kem höndum yfir flösku/dós.

Annað sem er svoldið gamalt líka (frétti það í vísó í nóv.) að það er að koma [er kominn?? -frekar langt síðan sumir fóru í Ríkið...] á markaðinn jólamaltbjór, sem sagt áfengt malt frá Egils... -er ekki bara málið að skella því útí appelsínið og hressa aðeins upp á jólin???

miðvikudagur, desember 11, 2002

Ok, ákvað að taka þessa könnun niður fyrst ég er byrjuð að fikta í þessu dóti...

Niðurstaðan er sláandi!!!
Af þeim 17 manns sem kusu, voru aðeins 6 (eða 35%) sem kusu rétt! "nei, þú ert betri"
hinir 11 (65%) kusu vitlaust eða " já þú ert góð"

Niðurstaða, 65 % lesenda er vitlaus... (jæks, -þori ég að birta þetta?)

hahaha

sunnudagur, desember 08, 2002

Uuhhh eitthvað hefur fólk verið að skjóta á mig (ég nefni engin nöfn, -ok ég nefndi nöfn en tók þau út) vegna þess að viðkomandi finnst ég ekki vera nógu öflug á blogginu.
Og þar sem ég er svona óörugg með sjálfa mig týpa, þá finn ég hjá mér alveg gífurlega þörf til að afsaka og réttlæta mig. Staðreynd málsins er sú að ég er í prófum!!!
Mér finnst það ekki gaman, en það er staðreynd. Og þar sem próf koma bara tvisvar á ári (sem er a.m.k. einu sinni of oft) þá er eins gott að standa sig!

Sem sagt, ég er lögst í próflestur, -þið heyrið örugglega í mér eftir 20. des

Þangað til, ekki láta jólastressið fara með ykkur *<(:-)
(ef einhver er ekki að skilja þennan broskall þá er hann með jólasveinahúfu...)

föstudagur, desember 06, 2002

Það er orðið svoldið langt síðan ég hef deilt með ykkur slysasögu, svo hérna kemur ein gömul. MJÖG GÖMUL, svo gömul að ég man ekki eftir henni sjálf, þó svo ég hafi heyrt af henni oft og sjái afleiðingarnar í hvert skipti sem ég lít í spegil...

Fyrir tuttugu árum, 6 mánuðum og nokkrum dögum síðan lennti ég í allra fyrsta slysinu mínu. Reyndar var þetta ekki raunverulegt slys, heldur meira svona slas...

Enginn meiddi sig, -nema ég
ekkert skemmdist, -nema ég
enginn átti þátt í því, -nema ég
=> slas

þetta var bara venjulegur dagur, ég var nýfædd og leið bara ágætlega á fæðingardeild Landsspítalans þegar allt í einu ,,,,skrrrraaattzzz... tekst mér, ósjálfbjarga kornabarninu ekki að klóra mig til blóðs í andlitinu? Ég þurfti að vera með vettlinga fyrstu daga ævinnar svo ég ylli mér ekki frekara tjóni...

Ég heyri alveg í pabba í huganum, þar sem hann stendur við glerið stoltur faðir að sýna vinum og ættingju frumburðinn:

"Já, þetta er hún, þessi með vettlingana... henni tókst eitthvað að klóra sig í framan... ehhehe.... *hóst*... "

Ég er ennþá með örið... -heldurðu að það fari nokkuð úr þessu???
Þórunn, ég kann ekki á leitarvélar. Ætlaði að vera geðveikt sniðug og fara á leit.is og finna nokkrar gamlar skýrslur eins og þú sagðir mér. Vandamálið er bara að það eina sem kemur upp af viti þegar ég leita eru Benni og Kiddi!!! Einu skýrslurnar sem ég vissi um fyrir... -svindl :c(

fimmtudagur, desember 05, 2002

Þórunn á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið Þórunn!!!

Þórunn er samt ekki ein um að eiga afmæli, Hlín á líka afmæli. Til hamingju Hlín!!!

"Þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli þær ÞórunnogHlín...
þær eiga afmæli í dag

Þær eru tvítugar í dag
þær eru tvítugar í dag
þær eru tvítugar þær ÞórunnogHlín
þær eru tvítugar í dag"

húrra! Húrra!! HÚRRA!!!

miðvikudagur, desember 04, 2002

Hversu lengi er hægt að flýja eina ritgerð???
Ég er búin að vera á stöðugum flótta frá því um kvöldmatarleytið, ekki enn búin að skrifa staf...

Samt búin að skoða allar skemmtilegar og semi skemmtilegar heimasíður sem ég mundi eftir. Horfði líka á Judging Amy og það sem slær botninn úr, ég horfði á Innlit/Útlit....
Ég fór á James Bond um daginn, fannst hún svosem alltílæ...
Það er bara eitt sem böggar mig dálítið við hana. Hvað er málið með að myndin sé "að miklu leiti tekin upp á Íslandi" -er þetta ekki bara bull?? Ég meina ok, Ísland er nefnt töluvert oft á nafn, en ég fékk ekki séð að mikið af myndunum væri héðan. Það væri þá helst atriðið með hemlunarfallhlífinni og vélarhlífinni á Jökulsárlóni og það var búið að fiffa það ekkert smá.
Svo er líka annað, afhverju finnst okkur svona merkilegt að "Ísland" sé í James Bond. Að þetta sé svo góð landkynning út á við?? Hverjum er ekki sama??? Hugsar þú eitthvað jákvæðar til Kúbu eftir að hafa séð myndina, -nei ég hélt ekki

Og eitt enn, hvern andskotan er Kársneskirkja að gera þarna???

þriðjudagur, desember 03, 2002

Arrrggg!! Þetta er svo aulalegt að ég skammast mín *roðn*...

ehh... fara í "View" og velja "Status bar" og þá kemur hann....
Hjálp!!!

Kann einhver að setja statusbarinn aftur á? Hann er horfinn hjá mér og ég er að fara á taugum!!!
Fyrir þá sem ekki vita er statusbarinn neðst á explorer-gluggunum og þar sér maður m.a. hvort síðan sem maður er að opna sé búin, hvað er mikið eftir, hvert linkurinn sem maður er að fara smella á vísar og fleira...

I desperatly need it back!!!

mánudagur, desember 02, 2002

Ættleiddu einn, -you wont regret it :-)
Bara verð að deila þessu með einhverjum...

Litla systir mín var á leiklistaræfingu áðan (hún er í leiklist í Árbæjarskóla). Áður en þau byrjuðu að æfa leikritið sjálft þá tóku þau smá upphitun. Hver og einn fékk eina mynd af einhverjum einstaklingi og átti að leika viðkomandi útfrá myndinni. Flestir voru nokkuð vel þekktir, eins og Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddson, en á myndinni sem systir mín dró var (og þetta er punchline-ið) ....BRÓÐIR OKKAR. Þetta var víst ekkert smá fyndið, vinkonur hennar þekktu strax myndina og orguð af hlátri. Svo var víst einhver annar sem dró mynd af kærustunni hans!!!
Hvílík snilld, eða eins og bróðir minn orðaði það "...bara þotuliðið á Íslandi..."

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Ok, ég tek stundum svona test...

þar hafði það múwahahaHAHAHAHAHA!!!!
Þetta er allt Steinunni að kenna!!!

Það sem af er dags hef ég afrekað að hella vatni yfir heimilissímann, eina bók, tvær filmur og ljósmyndir, músina mína, tvö Andrés Önd blöð, tvær diskettur og einn geisladisk auk ýmislegs annars sem var á skrifborðinu þegar Steinunn fékk þessa líka snilldarhugmynd að fara chatta við mig á MSN.
Ég sat í sakleysi mínu við skrifborðið að lesa Andrés (hreinlega varð að taka breik frá eðlisfræðinni) þegar ég sé eitthvað blikka á tölvuskjánum mínum (það var semsagt hún Steinunn).

Í fátinu við að sjá hver þetta er og hvað viðkomandi hefur að segja sparkaði ég óvart vatnsglasinu mínu um koll.

Það var næstum FULLT.

Vatnið flæddi yfir borðið og bleytti allt sem í vegi þess varð, og olli eins og gefur að skilja miklum usla. Nærstaddir (ég) reyndu af veikum mætti að bjarga því sem bjargað varð, en náttúröflin létu ekki undan fyrr en eldhúsrúllan mætti á svæðið. Það tók HEILA eldhúsrúllu til að þurrka upp þetta mess.

Reyndar virðist tjónið vera minna en á horfðist í fyrstu og má einkum þakka það skjótum viðbrögðum viðstaddra (again, -me). Það eina sem eitthvað sér á er bókin og anað Andrésblaðið. Það er þó ekkert á við þegar ég missti eina af bókunum hans pabba ofaní baðkarið, þó svo ég minnist ekki á þegar önnur bók lenti (á einhvern óskiljanlegan hátt) í klósettinu....

mánudagur, nóvember 25, 2002

Tilkynning!
Brotist hefur verið inn í bílinn hans Haffa þar sem hann (bíllin) stóð utan við heimili hans og geisladiskum og MP3 spilara stolið. Enginn ummerki sjást um að hurð hafi verið spennt upp og allar rúður eru heilar. Bílinn var læstur.
Það þykir þó lán í óláni að Haffi var nýbúinn að fjarlægja alla original diska úr bílnum þannig að þjófarnir fengu bara afrit (skrifað diska) en þjófarnir skildu PAT & MAT spóluna eftir (þar misstu þeir af sannkölluðum "menningarverðmætum") og geislaspilarinn er enn á sínum stað. Eða eins og Haffi sagði í viðtali við mig fyrir stundu "...fjárhjagslegt tjón [er] í lágmarki."

Þeir sem ekki vita hvað Pat og Mat er er bent á að tala við gamalt_tékkneskt_uppfyllingarefni deild Sjónvarpsins og spyrja um þættina með klaufabárðunum sem voru sýndir fyrir mörgum árum (durum dumm durum dumm duruduruduruduru durum dumm...) -tær schnilld!!!

sunnudagur, nóvember 24, 2002

skúbb dagsins:
sumir lögðu bíl sumra fyrir utan hjá sumum, en sumir eru ekki í heimsókn hjá áðurnefndum sumum. Sumir vilja tilkynna að sumir verða frekar fúlir ef sumir koma ekki í heimsókn þegar sumir sækja bíl sumra. Sumir skilja samt ef sumir vilja ekki koma í heimsókn þar sem sumir ráku suma (og aðra) út fyrr í dag. Sumir biðjast innilega afsökunar á að hafa rekið suma (og aðra) út, en sumir voru að verða of seinir í bíó.
Ok, -ef aðrir sumir skildu þetta þá leggja sumir til að aðrir sumir láti athuga í öðrum sumum kollinn...

sumir, -ættu að fara að sofa.
Jæja, hvað er málið, er ég alveg hætt að blogga, er ég kannski dáin? Nei ég er enn á lífi og ekkert að hætta að blogga, ég bara hef nákvæmlega ekkert að skrifa um svo þetta verður sennilega leiðinlegasta bloggfærsla allra tíma...

Ég fór í bíó áðan, "Í skóm drekans" kom mér bara skemmtilega á óvart... mæli með henni. Varð næstum bensínlaus á leiðinni heim, ég trúi því eiginlega ekki ennþá að ég hafi komist alla leið niðrí Háskólabíó og aftur til baka (veit nefninlega að ljósið byrjaði að loga hjá bróður mínum einhverntíman í gær, -og hann er aldrei að spara bensínið). Þegar ég keyrði inn götuna mína þá var nálin komin niður fyrir neðsta strikið, -vill einhver veðja við mig um hvort ég drífi alla leið út á bensínstöð í fyrramálið?

Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill áttað sig á þá er klukkan orðin frekar margt og þegar klukkan er orðin frekar margt þá verða einföldustu hlutir óyfirstíganlegir.
Eins og til dæmis núna rétt áðan þegar ég ákvað að fá mér eitthvað smá að borða... Ekkert til nema brauð, -eða hvað... eru augu mín að svíkja mig?... eru þetta hamborgarar OG hamborgarabrauð??? Ég er svo aldeilis hissa, -það er þá til matur á þessu heimili!
Ég vippa fram pönnu og kveiki á hellu, skelli hamborgaranum á og krydda hann hressilega. Eftir smá stund fer ég að finna einhverja undarlega lykt, svona næstum eins og ...sniff...sniff... -brunalykt. Lyktin reynist koma af pönnunni, ég skúbba hamborgaranum yfir á hina hliðana og hvað haldiði að ég sjái? Hamborgarinn er allur svartur. Lækka strauminn á hellunni, skelli ostinum á, bíð. Aftur ræðst á mig þessi furðulega lykt... -hamborgarinn er að brenna á hinni hliðinni! Ég rykki upp allskonar-áhöld-sem-komast-ekki-í-aðra-skúffu skúffunni og gríp dótið-sem-maður-notar-til-að-snúa-hamborgurum-við og skelli borgaranum í brauðið. Spreða tómatsósu og hamborgarasósu ofaná. Fæ mér bita. Pfuff...pðe..bjakk...bö hann er hrár inní. BRENNDUR að utan en HRÁR innaní. Ojjjj.
Ég verð samt að viðurkenna að ég borðaði hann samt, -hamborgarasósan var búinn þannig að ég gat ekki gert nýjan...
Vona bara að það hafi ekki við nein Krautzfeld-Jakob belja í borgaranum...

Næst þegar ég fæ mér að borða, -pant ekki elda!!!

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Hahaha var að klára vinnubókina um síðustu skýrslu í verklegri eðlisfræði sem ég þarf að gera á ævinni, -eða það vona ég!!! Ferlíkið varð ekki nema 20 blaðsíður allt í allt...
Það þýðir að það eina sem er eftir er lokaskýrslan. Hún á samt ekki að vera NEMA 10-12 blaðsíður, svo ég er í góðum málum tralalala :-)

...held ég ætti samt að fara að sofa, það getur ekki verið eðlilegt að nördast á netinu um klukkan þrjú að nóttu, -er það nokkuð?

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Blogger er niðri, life has no meaning...

....segi bara svona

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Vá hvað tíminn flýgur, það er bara allt of margt búið að vera að gerast undanfarið... let´s start on Saturday, -ok?

Laugardagur
Er vakin á fruntalegan hátt af símanum mínum, á hinum endanum er Eyrún að segja mér að vera tilbúin, hún sé að koma sækja mig. Mín er ekki alveg að fatta hvað hún er að tala um, enda er höfuðið á mér alltaf undarlega lengi að hrökkva í gang á morgnana...
Það kemur samt í ljós að við höfðum ákveðið að fara ásamt Tótuling í dagsferð útúr bænum, og eftir miklar fortölur tókst mér að sannfæra hana um að sækja mig ekki fyrr en á hádegi.
Hádegi kom samt allt of fljótt, svo að innan skamms vorum við lagðar af stað út úr bænum.

Á leiðinni út út bænum kom í ljós að Eyrún hafði lagst út í rannsóknir á staðsetningu hvera í Hveragerði á netinu kvöldið áður, svo við vorum vel undirbúnar, -eða það héldum við.
Eftir eins og hálfstíma leit að hvernum Grýtu vorum við orðanar úrkula vonar um að finna hann nokkurntímann. Í staðinn höfðum við fundið: 1 stykki golfvöll með golfskála, 1 stykki hesthúsahverfi, mikið mikið af húsum og eina alskeggjaða konu. Við ákváðum því að gefast upp og fara fá okkur eitthvað að borða í Eden. Það voru dýr mistök, -Eden er okurbúlla!!! Lítil (33cl) kókdós á 200 krónur!!! Ég er enn ekki búin að jafna mig...

Næst var stefnan tekin á Selfoss. Þar var ætlunin að skoða dýramynjasafn með tvíhöfða lömbum og fleiru í þeim dúr. Það gekk samt ekki betur en svo að safnið var lokað, -og búið að vera það í c.a 12 mánuði...
Við brunuðum því viðstöðulaust eins og leið lá uppí Ljósafossvirkjun, en þar er í gangi sýning sem heitir Aflið og okkur langaði að kíkja á. Eftir tveggja tíma árangurslaust bank á dyr og glugga, spól á milli bílastæði og ítrekaðar tilraunir til að hringja í Ljósafossvirkjun, Landsvirkjun eða bara yfirhöfuð einhvern sem gæti vitað eitthvað um málið urðum við að játa okkur sigraðar.

Bognar í baki og niðurlútar fórum við í sund á Selfossi (því þar er rennibraut, -Icelands biggest MINI AquaPark eins og þeir sögðu í auglýsingabæklingnum). Að sjálfsögðu var rennibrautin lokuð og löngu búið að taka niður baujuna sem hékk yfir innilauginni. Við létum það samt ekki hafa of mikil áhrif á okkur og gerðum okkar besta til að skemmta okkur í ostinum (hannaður fyrir 4-7 ára) og slaka á í heita pottinum.

Eftir sundið voru allir verulega svangir, svo stefnan var tekin á eina þjóðvegabúllu, þar sem ég fékk vondar franskar, en stelpurnar eitthvað aðeins girnilegra. Eftir matinn var spilað pool, með nýjum endurbættum reglum:

hvít kúla ofaní = -3 stig
einhver kúla önnur en sú svarta = 1 stig
svört kúla ofaní þegar það eru fleiri kúlur eftir á borðinu = viðkomandi missir öll sín stig

Þessar reglur klikkuðu samt aðeins, þar sem við hittum hvítu kúluna töluvert oftar ofaní heldur en aðrar kúlur og vorum því allar alltaf í mínus. Þ.e.a.s. alveg þangað til Eyrún þrusaði þeirri svörtu niður og missti því samkvæmt reglunum öll sín mínusstig og var sú eina okkar sem endaði í plús... -og já, það var ég sem tapaði :-(

Eftir þetta lá leiðin beint í bæinn, enda þorði engin okkar að mæta of seint í partý til Ellu. Það er nefninlega ekki á hverjum degi sem vinir manns hóta manni líkamsmeiðingum mæti maður ekki á staðinn...

föstudagur, nóvember 15, 2002

Aldrei þessu vant vaknaði ég á góðum tíma í morgun, fékk mér morgunmat og var jafnvel að hugsa um að skella mér í ræktina (nennti því samt ekki þegar upp var staðið) áður en ég fór í skólann.
Ég fékk þó ekki umflúið örlögin og var orðin tíu mínútum of sein þegar ég lagði bílnum mínum við Háskólabíó og tölti niðrí Lögberg. Á leiðinn inn er hægt að sjá inní stofurnar á neðstu hæðinni og að sjálfsögðu kíkti ég inn. Þið skiljið örugglega ekki hvað mér brá þegar ég sá einhvern vitlausan kennara vera kenna einhverju vitlausu fólki í stofunni minni (vitlaus = rangur, hér).

Ég reyni samt að láta þetta ekki slá mig út af laginu, tíminn á undan hlýtur að hafa tafist það bíða örugglega allir fyrir utan stofuna. En nei, þegar ég kem að stofunni er enginn fyrir utan. "Bíddu nú við" hugsa ég, "er ekki örugglega föstudagur í dag?" (það hefur nefninlega komið fyrir oftar en einu sinni að dagarnir koma ekki alveg í þeirri röð sem ég held þeir eigi að koma í). " Var ekki alveg örugglega fimmtudagur í gær? Var kannski miðvikudagur í gær, eða þriðjudagur?", " Have I lost my mind!!!"
Þarna stend ég semsagt eins og asni og get ómögulega munað hvaða dagur var í gær, hvaða dagur verður á morgunn og þaðan af síður hvaða dagur er í dag, þegar því skyndilega lýstur eins og eldingu niðrí höfðið á mér; "uhh, byrja ég ekki venjulega klukkan 11 á föstudögum..."

-ég var sem sagt meira en klukkutíma of snemma á ferðinni...
Í gær fylltist ég gleði og hamingju. Í gær fékk ég bréf!
Gleðin entist alveg þar til ég opnaði bréfið:

Lögreglan í Rvk,
SEKTARBOÐ
20.000, kr

Í dag er ég ekki glöð

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Er búin að vera dúlla mér við að setja upp gestabók og könnun, endilega prófiði það!!! Reyndar er litaskemað í könnuninni ekki að gera góða hluti. Er samt ekki í stuði til að fara prófa mig áfram í litum. Ef þú er með góða hugmynd að litasamsetningu, láttu mig vita.

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Dagurinn í dag er afar merkilegur dagur. Fyrir nákvæmlega tuttugu árum (upp á dag) fæddist lítið grettið skrípi með rauðar krullur.
Foreldrarnir þessa barns þau Ásthildur og Sigmundur vissu svosem hverju von væri á (enda erfitt að taka ekki eftir svona eins og einu stykki óléttu). En jafnvel þau fylltust undrun og örvæntingu þegar þau sáu þetta einstaka barn. Lítið krumpað og eldrautt í framan, orgaði það eins og það fengi borgað fyrir það. Með rautt hárstrýið út í loftið minnti það einna helst á lítið tröllabarn.
Með tíð og tíma lærðu Ásthildur og Sigmundur þó að elska litla rauðhærða gerpið, og þegar það óx úr grasi breyttist það smám saman í myndarlega unga stúlku sem þau skýrðu Eyrún.
Í dag minnir Eyrún ósköp lítið á litla umskiptinginn frá því fyrir tuttugu árum síðan, ef frá er talið eldrauður hármakkinn, sem hefur þó breyst í glæsilega krullur á liðnum árum. Í dag er Eyrún fjölskyldu sinni og vinum til sóma, og óska ég henni hjartanlega til hamingju með afmælið!!!

Hún lengi lifi HÚRRA! HÚRRA! HÚRRAAAA!!!!

P.S. allar gjafir afþakkaðar, -þeim sem vilja óska Eyrúnu til hamingju með afmælið er bent á að senda mér peninga.......múwahaHAHAHA!!!

mánudagur, nóvember 11, 2002

Þegar ég vaknaði í morgun var búið að stela bílnum mínum!!! og ég er ekki að grínast.

Bróðir minn (þessi lengst til vinstri) stal bílnum mínum og fór á honum í skólann. Þannig að þegar ég vaknaði til að fara í skólann klukkan hálf tíu þá var bíllinn horfinn. Það var bara tvennt til ráða:

(1) Taka strætó
(2) Skrópa og fara aftur að sofa

ég var búin velja seinni kostinn þegar ég heyri undarlegt hljóð er það þá ekki Tanja, sem segir mér að bróðir minn sé á leiðinni til að skutla mér í skólann (á bílnum mínum, hvorki meira né minna).
Ég neyðist víst til að sætta mig við það, hvað gerir maður ekki til að mæta í skólann? Hálftíma seinna þegar hann er kominn og ég orðin alltof sein. Löbbum við út á bílastæðið, sé ég þá ekki bílinn hennar mömmu bíðandi eftir mér.
Mamma og pabbi höfðu þá farið samferða í vinnuna til að forðast blóðsúthellingar yfir hver væri á bílnum. Vil ég þakka þeim kærlega fyrir það, það væri samt ágætt ef þið gætuð skilið eftir miða inni næst, svo ég fatti það áður en ég fer aftur að sofa?

...
hahaha, komment kerfið er komið inn og ég er búin að setja inn þennan líka glæsilega teljara. Ég vissi ekki að ég hefði þetta í mér... tók ekki nema 4 klukkutíma!!! Ég nenni engan vegin að finna út úr því hvernig ég fer að því að færa teljarann til...

Ég er líka búin að læra á KaZaa, múwahahaha (litla systir mín kenndi mér á það) ég ætla ekki að hlusta á neitt nema nýju KaZaalögin mín, -öll þrjú...

Með þessu áframhaldi verð ég orðinn samgróin tölvunni á viku. Þetta er náttúrulega bara tómt bull, t.d. sit ég núna í tölvunni og tala við systur mína í næsta herbergi á MSN... þetta er ekki sniðugt!

Plís save me from myself!!!
Er að reyna setja upp kommentakerfi svo þið getið tjáð ykkur
be excited, be VERY excited!!!

sunnudagur, nóvember 10, 2002

Jæja, mér skilst að það eina sem þið nennið að lesa séu hrakfalla sögur af mér, þannig að hérna kemur ein frá því í MH...

Það var laugardagsmorgunn, en ég vissi það ekki ennþá. Ég var nefninlega sofandi. Kvöldið áður höfðu nokkrir bjórar laumað sér í hendurnar á mér og endað líf sitt í mallakúts á meðan ég var ekki að fylgjast með. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað gerðist eftir það, en skemmtilegt var það :-)

Jæja, nóg um það, það var semsagt laugardagsmorgun og ég ekki vöknuð, en það var um það bil að breytast því skyndilega opna ég augun. Það fyrsta sem ég sé er úrið mitt.

Klukkan er 8:10.

Allar aðvörunarbjöllur fara í gang og adrenalínið streymir út í líkamann. Áður en ég veit af stend ég í rúminu (ekki veit ég hversvegna ég stóð upp í rúminu, en ekki upp úr þvi).
Það er þá fyrst sem skynsemin vaknar nægilega til að átta sig á að það er helgi, -ég þarf ekki að mæta í skólann.
Við þessa uppgvötun er eins loftinu hafi verið hleypt úr blöðru, án þess að fá nokkuð við það ráðið lympast ég niður í rúmið og er sofnuð áður en ég lendi, öfug í rúminu.

Rúmum klukkutíma seinna rumska ég aftur, í þetta skiptið dorma ég í nokkrar mínútur áður en ég lít á klukkuna;

9:23

Aftur missi ég tökin á skynseminni þegar adrenalínið geysist út í æðakerfið og löngu áður en ég veit hvaðan á mig stendur veðrið er ég búin að setjast upp og stökkva framúr með höfuðið á undan!

Það er bara tvennt sem er að, rúmið mitt er upp við vegg og ég er sofandi öfug í því... ...í staðinn fyrir að enda standandi á gólfinu við hliðina á rúminu, þá mætir mér veggur sem er ekki til í að hleypa mér í gegn.
Að sjálfsögðu dauðrotast ég, og ranka ekki við mér aftur fyrr en um þrjúleytið, með dúndrandi höfuðverk, sárt enni og flest öll einkenni heilahristings...

Það sem eftir var dagsins sá ég litla marglita bletti hoppa í takt við æðasláttinn í höfðinu á mér, auk þess sem allar útlínur voru undarlega máðar.

Seinna frétti ég að pabbi hefði verið að spá í að vekja mig, en hætt við því ég væri örugglega þreytt eftir að hafa verið úti langt fram á nótt. Ég hefði getað stórslasað mig og enginn vitað af því í fleiri klukkutíma...

Það skal tekið fram að mér hefur aldrei aftur, hvorki fyrr né síðar liðið jafn ótrúlega illa daginn eftir drykkju. Það er líka alveg ljóst að ef mér á nokkurntíman eftir að líða svona þá hætti í að drekka. Permanently.

...

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Men, eitthvað var ég búin að steingleyma notendanafninu mínu, djöfulsins bögg. Ég er bara alein og mér hundleiðist, bara bíða og bíða eftir næsta tíma sem byrjar ekki fyrr en eftir klukkutíma. En hvað með það mér er alveg sama, ég get alveg setið hér í marga klukkutíma og skrifað eitthvað bull sem enginn á nokkurntíman eftir að lesa af því að ég er ekki búin að segja neinum frá þessari síður (how very sad I am).

MwuhahahaHAHAHA... I´m evil, the absolut evil ég get böggast í öllu og öllum og öllum er alveg andskotans sama því engin veit af því ahahahaha.

Meira bullið, ég hef ekkert sniðugt fram að færa, sóaði því öllu í tölvupósti til Eysu skvísu í síðustu viku. Héðan í frá ætla ég að passa mig vandlega á að sóa ekki gullkornum mínum í annað en mitt einka prívat blogg. Aldrei að segja neitt sniðugt við vinina, aldrei að segja neitt yfir höfuð!!! Sénsinn, eins og ég gæti nokkurntíman haldið kjafti í 20 mínútur samfleitt, ég myndi byrja að tala við sjálfa mig ef enginn annar væri á svæðinu...
Já meira ruglið hérna

nenni þessu ekki
...
búið
...
bless
...

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Ég er ekki búin að vera vakandi í nema tvo klukkutíma. Á þessum klukkutímum hefur líf mitt tekið óvænta stefnu. Niðrá við.

Ég svaf yfir mig, vaknaði ekki fyrr en hálf tíu við að systir mín var að vekja mig því hún var búin að brjóta á sér puttann og vantaði hjálp. Hún þurfti samt bara að bjarga sér sjálf, ég var alltof þreytt til að vera til gagns. Langaði mest til að fara bara aftur að sofa og sleppa þessu alveg. Reif mig samt framúr fyrir rest og fór í sturtu. Gerði heiðarlega tilraun til að kenna hundinum að opna hurðir. Gekk ekki.

10 mínútum eftir að ég vakna er ég að þvo gleraugun mín fyrir framan vaskinn inná baði þegar skyndilega ...aaaAAATTSSJJÚÚÚÚ!!! Læðist ekki þessi líka svaka hnerri aftan að mér. Ég kippist öll til, kikkna í hnjánum, beyglast fram og whhHHAAMMM höfuðið á mér skellur af gífurlegum krafti í kranan.
Ég læt alvarlega höfuðáverka samt ekki stoppa mig, heldur þurrka framan úr mér tárin, bít á jaxlinn og legg af stað í skólann.

Nema hvað, á leiðinni er ég stoppuð fyrir of hraðan akstur. Tekin á 105 í Ártúnsbrekkunni og auðvitað EKKI með belti!!! jæja "Seldom comes there one wave single" eins og þeir segja og það var þó lán í óláni að hámarkshraðinn var hækkaður úr 70 í 80 um daginn. Annars hefði ég MISST PRÓFIÐ!!! Ég sem var ekki einu sinni að flýta mér!!!

Auðvitað kom ég alltof seint í tímann, (klukkutími búinn, korter eftir) og ekki í neitt hrikalega glæsilegu skapi. Tekst þó með naumindum að halda aftur af fúkyrðaflaumnum þegar kennarinn segir enn einn af sínu ófyndnu, ófrumlegu og ÖMURLEGU bröndurum.
Milli tíma er kortershlé sem ég nota til að tala við nokkra vini mína. Fer svo í næsta tíma. Enginn mættur og tíminn á að vera byrjaður. Hvað heldurðu, er ekki fríið sem ég hélt að væri í næstu viku í dag og tíminn fellur niður.
Glæsilegt, ég er búin í skólanum í dag, náði korteri úr einum tíma, komin með ferlega flotta sekt, eitt stykki umferðarlaga brot, risavaxna kúlu á mitt ennið og höfuðverk.

Ég hefði betur sleppt því að fara framúr í morgun.

Það má sko bóka það að næst þegar ég vakna og langar mest til að fara aftur að sofa, -þá geri ég það.
Hver veit hversu mikið af fjárútlátum og líkamstjóni ég losna við með því...

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Loksins loksins skil ég hvernig fólk getur fests fyrir framan tölvuna í einhverju bulli. Ég er búin að vera finna út úr því hvernig ég læt linkana mína koma eins og ég vil hafa þá í svona tvo klukkutíma.... Ég er að ganga af vitinu ARRRRGGG!!!

Þetta virkar samt svona, -held ég...
Smá saga um tilgangsleysi lífs míns...

Dagurinn byrjaði ágætlega, ég svaf bara pínkulítið yfir mig og missti þar af leiðandi bara af fyrsta tímanum, sem er bara nokkuð gott, -á minn mælikvarða.
Það kom líka í ljós að kennarinn var veikur þannig að ég hefði ekkert grætt á að mæta. Ekki að það skipti máli, ég hefði ekki mætt hvort eð er.
Áfram hélt dagurinn ég mæti í tíma og annan, hitti fullt af fólki og skemmti mér vel. Það var ekki fyrr en um hálf fjögur leytið sem það fór að síga á ógæfuhliðina. Það byrjaði alveg nógu sakleysislega, tíminn var búinn tuttugu mínútum of snemma svo ég lagði af stað upp í FB til að hitta Eysu, við ætluðum í búðir.
Ég er komin hálftíma áður en tíminn hennar er búinn, það er nú ekkert til að stressa sig yfir, ég höndla alveg smá bið. Sendi henni samt SMS um leið og ég geng inn um aðaldyrnar,

“Tezla in da House. And I´m lost.”

algjör óþarfi að bíða ef það er nokkur séns á að hún sleppi snemma. Þegar ekkert svar berst ráfa ég um gangana í nokkrar mínútur þangað til ég finn sjoppu, þar sest ég niður og bý mig undir að drepa tímann með því að senda nokkur SMS. Það fyrsta er til Eysu

“Fann sjoppu, mun halda kyrru fyrir þar til hjálp berst”.

Enn ekkert svar. Ég læt það ekki á mig fá, stelpan sjálfsagt að vinna að einhverju verkefni og ekki með símann í höndunum. Svo bíð ég og bíð og bíð. Fjörtíu og fimm mínútum seinna er ég enn bíðandi og orðin aum í puttunum af öllum SMSunum sem ég er búin að senda henni.

Hvað haldiði að hafi gerst, já auðvitað, tíminn hennar féll niður eða einhver álíka vitleysa svo hún var búinn að bíða eftir mér HEIMA hjá sér síðan klukkan þrjú og síminn hennar var batteríislaus, BATTERÍISLAUS!!!!

Það versta er samt að ég get eiginlega ekki verið að væla yfir þessu þar sem síminn minn er oft batteríislaus vikum saman og ég er aldrei akkúrat þar sem ég á að vera...

....

þriðjudagur, október 29, 2002

Hversu steikt er þetta, ég var að taka nokkur próf hérna og komst að því að sem teiknimyndahetja er ég Monkey úr PowerPuff girls (síðan hvenær er hann hetja???) og vondi kallinn HIM úr sama þætti.
Þar fyrir utan er ég í alvörunni "Damsel in distress" frá Rococo tímabilinu, og eins og það sé ekki nóg þá bý ég í SOUTHPARK!!!! Hvað bull er þetta, Roccoco Southpark, -simply boogles the mind...

föstudagur, október 11, 2002

Ok, here we go...