föstudagur, febrúar 28, 2003
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
Ég hef komist að svolitlu merkilegu um sjálfa mig. Ég á bágt með að höndla að aðrir heiti sama nafni og ég. Samt er nafnið mitt ekki það sjaldgæft, það þekkja nú allir að minnsta kosti eina Hildi. Tvö nýleg dæmi þar sem ég var ekki að fatta að ekki væri verið að tala um mig:
Fyrra dæmi: Á heimasíðunni hans Benna
Já ég hitti hann eftir vísindaferð, já ég skemmti mér konunglega, ha? verkleg eðlisfræði, hvað er baukurinn að bulla??? Tók mig um korter að fatta að hann var að tala um hildue sem er btw með mér í jazzi og ég hitti hana líka þarna...
Seinna dæmi: Var í jazzi
Kennarinn var að taka fram hvernig ætti að bera sig að í dansinum og tók fram hverjir voru að gera þetta rétt. Svo að auðvitað þegar hún sagði Hildur þó ljómaði ég alveg af stolti og fór pínu hjá mér. Það var svo ekki fyrr en leið á upptalninguna sem hún bætti við "og Hildur Jóna". Ég varð alveg hvumsa, var hún ekki að tala um mig áðan. Hvað er að ske... daramm, hin Hildurin var náttúrulega hildure
Fyrra dæmi: Á heimasíðunni hans Benna
Já ég hitti hann eftir vísindaferð, já ég skemmti mér konunglega, ha? verkleg eðlisfræði, hvað er baukurinn að bulla??? Tók mig um korter að fatta að hann var að tala um hildue sem er btw með mér í jazzi og ég hitti hana líka þarna...
Seinna dæmi: Var í jazzi
Kennarinn var að taka fram hvernig ætti að bera sig að í dansinum og tók fram hverjir voru að gera þetta rétt. Svo að auðvitað þegar hún sagði Hildur þó ljómaði ég alveg af stolti og fór pínu hjá mér. Það var svo ekki fyrr en leið á upptalninguna sem hún bætti við "og Hildur Jóna". Ég varð alveg hvumsa, var hún ekki að tala um mig áðan. Hvað er að ske... daramm, hin Hildurin var náttúrulega hildure
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
Afmælisbarn dagsins er engin önnur en Anna Guðlaug syngjum svo saman
"Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Anna Guðlaug
hún á afmæli í dag"
Húrra Húrra HÚRRAAAA!!!
til hamingju með tuttuguogeinsið!
"Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Anna Guðlaug
hún á afmæli í dag"
Húrra Húrra HÚRRAAAA!!!
til hamingju með tuttuguogeinsið!
Önnur af uppáhalds útvarpsstöðvunum mínum er dáin. Þessi sorglegi atburður gerist rétt fyrir helgi, þó svo að aðdragandinn hafi verið lengri. Afhverju gerist þetta alltaf??? Ég fíla einhverja útvarpsstöð og BÚMM einhver markaðsmógúlll segir "seljum hana" eða "sameinum hana við aðra stöð og hættum að spila tónlistarstefnurnar sem hún var vinsæl fyrir".
Ég skil þetta ekki :c(
*grát*
-Update-
ok, plís sign here ________
Ég skil þetta ekki :c(
*grát*
-Update-
ok, plís sign here ________
mánudagur, febrúar 24, 2003
laugardagur, febrúar 22, 2003
föstudagur, febrúar 21, 2003
Varðandi bíó"verkfall":
1. Afhverju í ósköpunum ætti ég að láta einhverja bangsa út í bæ segja mér hvenær ég má fara í bíó og hvenær ekki?!?! Ræð ég mér ekki sjálf?? Auðvitað fer ég í bíó þegar mér sýnist.
2. Hverskonar "verkfall" er þetta, það er enginn að liggja niður störf! Ef ég hætti að mæta í skólann er það þá "skólaverkfall", eða er það bara skólaverkfall ef mér tekst að fá vini mína til að gera það líka??? Hver er meiningin með þessu???
3. Hvenær hækkaði verðið svona rosalega, mig minnir að það hafi verið 800 kall frekar lengi, afhverju aðgerðir núna???
4. Hvað eruð þið sem eruð svona hlynnt þessu "verkfalli" eruð raunverulega að reyna?? Er málið að koma illa við bíófyrirtæki rekstrarlega séð? Eða er ætlunin að vekja athygli fjölmiðla og almennings með hnitmiðuðum aðgerðum??? Ef það fyrra er raunin þá held ég að þau muni alveg spjara sig á þessum tveimur vikum, engar stórar myndir frumsýndar á þessu tímabili, og ef svo væri að einhver stórmynd hefði verið frumsýnd þá myndi fólk ekki láta eitthvað lummu"verkfall" stöðva sig í að sjá hana.
Ef planið er að vekja athygli með hnitmiðuðum aðgerðum, þá þurfa aðgerðirnar einmitt að vera HNITMIÐAÐAR. Að senda út fullt af tölvupósti og segja fólki að fara ekki í bíó í tvær (eða voru það þrjár??) vikur er ekki hnitmiðuð aðgerð!!! Þá hefði frekar verið gáfulegt að leggja til að fólk sniðgengi bíóin í einn eða tvo daga, eitthvað sem fólk er til í að gera, og auglýsa það vel. Jafnvel stilla sér upp fyrir framan bíóin og ræða við fólk sem er á leið í bíó um hvort það vilji ekki leggja málstaðnum lið og gera eitthvað annað eina kvöldstund eða tvær.
Ég fór í bíó í gær, fékk ekki séð að það væru færri þar en venjulega klukkan 10 á fimmtudagskvöldi. Fór líka í bíó í fyrradag og aftur fékk ég ekki séð að fólk væri að sniðganga bíóin. Fór líka í bíó síðasta laugardag, and once again ekkert færri þar en venjulega!!!
Bottom line: ég fer í bíó þegar mig langar til. Þó að maður ákveði að gera ekki eitthvað sem maður gerir stundum þá er það ekki endilega verkfall. Til að aðgerðir sem þessar virki, þá þurfa þær að vera hnitmiðaðar og hitta í mark, þetta bíóverkfall gerir það ekki.
1. Afhverju í ósköpunum ætti ég að láta einhverja bangsa út í bæ segja mér hvenær ég má fara í bíó og hvenær ekki?!?! Ræð ég mér ekki sjálf?? Auðvitað fer ég í bíó þegar mér sýnist.
2. Hverskonar "verkfall" er þetta, það er enginn að liggja niður störf! Ef ég hætti að mæta í skólann er það þá "skólaverkfall", eða er það bara skólaverkfall ef mér tekst að fá vini mína til að gera það líka??? Hver er meiningin með þessu???
3. Hvenær hækkaði verðið svona rosalega, mig minnir að það hafi verið 800 kall frekar lengi, afhverju aðgerðir núna???
4. Hvað eruð þið sem eruð svona hlynnt þessu "verkfalli" eruð raunverulega að reyna?? Er málið að koma illa við bíófyrirtæki rekstrarlega séð? Eða er ætlunin að vekja athygli fjölmiðla og almennings með hnitmiðuðum aðgerðum??? Ef það fyrra er raunin þá held ég að þau muni alveg spjara sig á þessum tveimur vikum, engar stórar myndir frumsýndar á þessu tímabili, og ef svo væri að einhver stórmynd hefði verið frumsýnd þá myndi fólk ekki láta eitthvað lummu"verkfall" stöðva sig í að sjá hana.
Ef planið er að vekja athygli með hnitmiðuðum aðgerðum, þá þurfa aðgerðirnar einmitt að vera HNITMIÐAÐAR. Að senda út fullt af tölvupósti og segja fólki að fara ekki í bíó í tvær (eða voru það þrjár??) vikur er ekki hnitmiðuð aðgerð!!! Þá hefði frekar verið gáfulegt að leggja til að fólk sniðgengi bíóin í einn eða tvo daga, eitthvað sem fólk er til í að gera, og auglýsa það vel. Jafnvel stilla sér upp fyrir framan bíóin og ræða við fólk sem er á leið í bíó um hvort það vilji ekki leggja málstaðnum lið og gera eitthvað annað eina kvöldstund eða tvær.
Ég fór í bíó í gær, fékk ekki séð að það væru færri þar en venjulega klukkan 10 á fimmtudagskvöldi. Fór líka í bíó í fyrradag og aftur fékk ég ekki séð að fólk væri að sniðganga bíóin. Fór líka í bíó síðasta laugardag, and once again ekkert færri þar en venjulega!!!
Bottom line: ég fer í bíó þegar mig langar til. Þó að maður ákveði að gera ekki eitthvað sem maður gerir stundum þá er það ekki endilega verkfall. Til að aðgerðir sem þessar virki, þá þurfa þær að vera hnitmiðaðar og hitta í mark, þetta bíóverkfall gerir það ekki.
fimmtudagur, febrúar 20, 2003
Ég er að fara í bíó í kvöld, jibbí jei!! Ég fór líka í bíó í gær, það var ágætt, myndi samt ekki borga mig inná þá mynd (Just Married). Samt hún átti góða spretti.
Talandi um spretti, erum loksins búin að skila af okkur stýrikerfisverkefninu, það virkar næstum því. Er samt bara fegin að það er búið!!
Annars hef ég ekki tíma til að segja neitt af viti því ég er að fara á generalprufuna hjá íslenska dansflokknum núna!!!!
Talandi um spretti, erum loksins búin að skila af okkur stýrikerfisverkefninu, það virkar næstum því. Er samt bara fegin að það er búið!!
Annars hef ég ekki tíma til að segja neitt af viti því ég er að fara á generalprufuna hjá íslenska dansflokknum núna!!!!
miðvikudagur, febrúar 19, 2003
þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Tilkynning!!! Tilkynning!!!
Hér með tilkynnist að Hildur (það er ég) Haffi og Áshildur urðum í öðru sæti hvað bestu mynd varðar í ljósmyndamaraþoninu sem haldið var fyrir nokkru síðan. Í verðlaun fengum við bókina "Women of Our Time", glæsileg bók. Til hamingju við!!! Við eru ...ehh næst? ... BEST!!!
Hér með tilkynnist að Hildur (það er ég) Haffi og Áshildur urðum í öðru sæti hvað bestu mynd varðar í ljósmyndamaraþoninu sem haldið var fyrir nokkru síðan. Í verðlaun fengum við bókina "Women of Our Time", glæsileg bók. Til hamingju við!!! Við eru ...ehh næst? ... BEST!!!
sunnudagur, febrúar 16, 2003
Byrjaði daginn á að fara ekki að læra, fór frekar að horfa á Svanavatnið. Var svo skoppandi svo um allt, veifandi höndum raulandi Tchaikovski (hvernig svo sem það er skrifað)fram að hádegi.
Eftir því sem leið á daginn (og ég fór að sökkva dýpra í hið hyldjúpa fen heimalærdóms) breyttist tónlistar valið og á endanum var ég gólandi með Andrew WK og fleirum. Jei fyrir því!!! eða ekki?
Eftir því sem leið á daginn (og ég fór að sökkva dýpra í hið hyldjúpa fen heimalærdóms) breyttist tónlistar valið og á endanum var ég gólandi með Andrew WK og fleirum. Jei fyrir því!!! eða ekki?
Helgin búin að vera ein stór steik só far... er einhver með plön fyrir morgundaginn? Samt búið að vera skemmtilegt, mjög skemmtilegt.
Morgundagurinn stefnir í leiðinda lærdóm, hvað var ég að spá að fá Birnu til að samþykkja að hittast klukkan 9:30 í fyrramálið? Hvernig datt mér það í hug? Og hversvegna fór ég út í kvöld og hvað er ég að gera á netinu klukkan 5 að nóttu til???
Held ég sé orðin alltof steikt til að skrifa eitthvað að viti, gat ekki einu sinni sett símann minn í hleðslu (jújú ég setti hleðslutækið í samband, skellti símanum í docking station-ið, en gleymdi að tengja docking station-ið og hleðslutækið saman -döhh)
Góða nótt, og ekki gleyma að syngja í sturtu...
Morgundagurinn stefnir í leiðinda lærdóm, hvað var ég að spá að fá Birnu til að samþykkja að hittast klukkan 9:30 í fyrramálið? Hvernig datt mér það í hug? Og hversvegna fór ég út í kvöld og hvað er ég að gera á netinu klukkan 5 að nóttu til???
Held ég sé orðin alltof steikt til að skrifa eitthvað að viti, gat ekki einu sinni sett símann minn í hleðslu (jújú ég setti hleðslutækið í samband, skellti símanum í docking station-ið, en gleymdi að tengja docking station-ið og hleðslutækið saman -döhh)
Góða nótt, og ekki gleyma að syngja í sturtu...
föstudagur, febrúar 14, 2003
fimmtudagur, febrúar 13, 2003
Bara verð að deila þessu með einhverjum.
Íslendingabókar lykilorðið mitt var að koma og svo virðist sem formóðir okkar Evu Hrundar hafi eignast tvo syni eingetna... og sömu sögu er að segja um forfaðir okkar Önnu, en hann virðist hafa fætt son og dóttur alveg aleinn í heiminn... Og enn og aftur þá hefur Ragnheiður Tómasdóttur einnig eignast tvö eingetin börn Jóhönnu Gottfreðlínu og Óla Viborg (hvurslags nöfn eru þetta???).
Það sem kemur samt kannski hvað mest á óvart er að langamma og langafi hennar Rúnu eru foreldrar langömmu minnar (ha, svo þú ert líka af Ófeigsfjarðarætt huh?!!) eða m.ö.o. afi Rúnu er bróðir langömmu minnar...
Þá liggur þetta allt ljóst fyrir, ég er augljóslega af guðlegum ættum (alveg eingetnir forfeður hægri vinstri) og þið ættuð öll að hefjast handa við að tilbiðja mig... NÚNA!!!
Íslendingabókar lykilorðið mitt var að koma og svo virðist sem formóðir okkar Evu Hrundar hafi eignast tvo syni eingetna... og sömu sögu er að segja um forfaðir okkar Önnu, en hann virðist hafa fætt son og dóttur alveg aleinn í heiminn... Og enn og aftur þá hefur Ragnheiður Tómasdóttur einnig eignast tvö eingetin börn Jóhönnu Gottfreðlínu og Óla Viborg (hvurslags nöfn eru þetta???).
Það sem kemur samt kannski hvað mest á óvart er að langamma og langafi hennar Rúnu eru foreldrar langömmu minnar (ha, svo þú ert líka af Ófeigsfjarðarætt huh?!!) eða m.ö.o. afi Rúnu er bróðir langömmu minnar...
Þá liggur þetta allt ljóst fyrir, ég er augljóslega af guðlegum ættum (alveg eingetnir forfeður hægri vinstri) og þið ættuð öll að hefjast handa við að tilbiðja mig... NÚNA!!!
Lítill fugl hvíslaði því að mér að hugsanlega myndi eitthvað fara að gerast á þessari síðu á næstu klukkustundum... ég get varla beðið hopp og hí og tralalala!!!
Annars bara pæling, hvað er málið með að hafa ónýtar mýs í tölvuverum, þá meina ég ónýtar eins og í aðaltakkinn virkar ekki? Þetta er alltaf að koma fyrir mig, ég sest í sakleysi mínu niður til að gera vinna eitthvað á tölvurnar og svo er bara allt í fokki og lítið hægt að gera... grátlegt :-(
Annars bara pæling, hvað er málið með að hafa ónýtar mýs í tölvuverum, þá meina ég ónýtar eins og í aðaltakkinn virkar ekki? Þetta er alltaf að koma fyrir mig, ég sest í sakleysi mínu niður til að gera vinna eitthvað á tölvurnar og svo er bara allt í fokki og lítið hægt að gera... grátlegt :-(
miðvikudagur, febrúar 12, 2003
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
mánudagur, febrúar 10, 2003
Watashi no kuruma no kagi ist kaput!!! Yes you heard right!!! Helvítis bíllykillinn minn brotnaði, hver ber ábyrgð á þessu?!?! Nú það er vitað mál, auðvitað hann Jón lille bro...frumphfff...
Ég er ekki kát
PS Eyrún, afhverju vil ég endilega troða einhverju "de" inn í þessa setningu?
Og get ég virkilega sagt blabla no blublu no bleble???
Ég er ekki kát
PS Eyrún, afhverju vil ég endilega troða einhverju "de" inn í þessa setningu?
Og get ég virkilega sagt blabla no blublu no bleble???
föstudagur, febrúar 07, 2003
þriðjudagur, febrúar 04, 2003
Ég þoli ekki þegar fólk er dónalegt, yfirlætisfullt og frekt við mig. Hvað er málið, myndi smá kurteisi drepa það???
----
Vegna gífurlegra viðbragða (2) og krafna um að ég skýri betur mál mitt (1) þá hef ég ákveðið að endurskrifa þennan póst.
Ég þoli ekki fólk sem ræðst á mann með frekju dónaskap og yfirlæti þegar maður vanþekkingar sinnar vegna brýtur einhverja ósagða og óskrifaða reglu. Sérstaklega ef sama fólk byrjar að hóta manni með því að það muni hefna sín á einhverjum öðrum hópum samfélagsins.
Það væri bara eins og ef mamma þín myndi hóta því að taka vasapeningana af bróður þínum af því þú vaknaðir ekki klukkan 9 á sunnudegi. Þó að hún hafi ekki á nokkurn hátt gefið til kynna að hún vildi eða að þú þyrftir að vakna klukkan 9. Ég meina, það er bara bull!!!
Anyway, ekki koma nálægt Endurmenntunarstofnun eftir klukkan 22:00
----
Vegna gífurlegra viðbragða (2) og krafna um að ég skýri betur mál mitt (1) þá hef ég ákveðið að endurskrifa þennan póst.
Ég þoli ekki fólk sem ræðst á mann með frekju dónaskap og yfirlæti þegar maður vanþekkingar sinnar vegna brýtur einhverja ósagða og óskrifaða reglu. Sérstaklega ef sama fólk byrjar að hóta manni með því að það muni hefna sín á einhverjum öðrum hópum samfélagsins.
Það væri bara eins og ef mamma þín myndi hóta því að taka vasapeningana af bróður þínum af því þú vaknaðir ekki klukkan 9 á sunnudegi. Þó að hún hafi ekki á nokkurn hátt gefið til kynna að hún vildi eða að þú þyrftir að vakna klukkan 9. Ég meina, það er bara bull!!!
Anyway, ekki koma nálægt Endurmenntunarstofnun eftir klukkan 22:00
Er algjör bilun að horfa á SuperBowl aftur??? Var nefninlega að fá spólur frá Ameríkunni með ekta útsendingunni, þannig að nú get ég séð leikinn án þess að pirra mig á gelgjuhúmor íslensku lýsendanna OG ég fæ á sjá auglýsingarnar OG Pregame dæmið OG Postgame showið OG BARA ALLT!!!
minns er strax farin að hlakka til....
minns er strax farin að hlakka til....
mánudagur, febrúar 03, 2003
Horfði smá á handboltan um helgina (enda varla hjá því komist), það var ágætt. Bróðir minn vakti samt athygli mína á nokkuð merkilegri handbolta-fjölskyldu, ég hef hreinlega ekki tekið eftir þessu áður, en allir markmenn keppninnar virðast vera skyldir: Guðmundur Ver, Eradze Ver, Smjack Ver, Hombrados Ver svona gæti ég haldið lengi áfram, -allir með sama eftirnafn. Merkilegt nokk
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)