Varðandi bíó"verkfall":
1. Afhverju í ósköpunum ætti ég að láta einhverja bangsa út í bæ segja mér hvenær ég má fara í bíó og hvenær ekki?!?! Ræð ég mér ekki sjálf?? Auðvitað fer ég í bíó þegar mér sýnist.
2. Hverskonar "verkfall" er þetta, það er enginn að liggja niður störf! Ef ég hætti að mæta í skólann er það þá "skólaverkfall", eða er það bara skólaverkfall ef mér tekst að fá vini mína til að gera það líka??? Hver er meiningin með þessu???
3. Hvenær hækkaði verðið svona rosalega, mig minnir að það hafi verið 800 kall frekar lengi, afhverju aðgerðir núna???
4. Hvað eruð þið sem eruð svona hlynnt þessu "verkfalli" eruð raunverulega að reyna?? Er málið að koma illa við bíófyrirtæki rekstrarlega séð? Eða er ætlunin að vekja athygli fjölmiðla og almennings með hnitmiðuðum aðgerðum??? Ef það fyrra er raunin þá held ég að þau muni alveg spjara sig á þessum tveimur vikum, engar stórar myndir frumsýndar á þessu tímabili, og ef svo væri að einhver stórmynd hefði verið frumsýnd þá myndi fólk ekki láta eitthvað lummu"verkfall" stöðva sig í að sjá hana.
Ef planið er að vekja athygli með hnitmiðuðum aðgerðum, þá þurfa aðgerðirnar einmitt að vera HNITMIÐAÐAR. Að senda út fullt af tölvupósti og segja fólki að fara ekki í bíó í tvær (eða voru það þrjár??) vikur er ekki hnitmiðuð aðgerð!!! Þá hefði frekar verið gáfulegt að leggja til að fólk sniðgengi bíóin í einn eða tvo daga, eitthvað sem fólk er til í að gera, og auglýsa það vel. Jafnvel stilla sér upp fyrir framan bíóin og ræða við fólk sem er á leið í bíó um hvort það vilji ekki leggja málstaðnum lið og gera eitthvað annað eina kvöldstund eða tvær.
Ég fór í bíó í gær, fékk ekki séð að það væru færri þar en venjulega klukkan 10 á fimmtudagskvöldi. Fór líka í bíó í fyrradag og aftur fékk ég ekki séð að fólk væri að sniðganga bíóin. Fór líka í bíó síðasta laugardag, and once again ekkert færri þar en venjulega!!!
Bottom line: ég fer í bíó þegar mig langar til. Þó að maður ákveði að gera ekki eitthvað sem maður gerir stundum þá er það ekki endilega verkfall. Til að aðgerðir sem þessar virki, þá þurfa þær að vera hnitmiðaðar og hitta í mark, þetta bíóverkfall gerir það ekki.
föstudagur, febrúar 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli