Smá breik frá því að troða sig út af mat, bara varð að skreppa á netið og óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Hafið það gott og passið ykkur á prikunum í kvöld!!!
(þessi skilaboð voru ætluð öllum nema þeim illmennum sem plötuðu mig í ljós í gær, -ÉG BRENN !!! )
....
þriðjudagur, desember 31, 2002
sunnudagur, desember 29, 2002
mánudagur, desember 23, 2002
Þetta er búin að vera skemmtileg Þorláksmessa eða hitt þó heldur, byrjaði daginn í 4 bíla árekstri. Svo tók við nokkurra klukkutíma slysó ferð.
Fór svo heim að reyna að gera brjóstsykur, -það mistókst. Ætlaði svo með BF og Tönju í Kringluna, en hætti við á síðustu stundu. Í Kringlunni bakkaði jeppi inní hliðana á litlu tíkinni hennar Tönju...
Fór svo heim að reyna að gera brjóstsykur, -það mistókst. Ætlaði svo með BF og Tönju í Kringluna, en hætti við á síðustu stundu. Í Kringlunni bakkaði jeppi inní hliðana á litlu tíkinni hennar Tönju...
sunnudagur, desember 22, 2002
Það var djammað í gær, ójá!!! Komst aldrei til Evu Aspar, -sorrý about that Eva. Fór ekki niðrí bæ fyrr en klukkan var að verða 3 held ég, sungum "Kætumst meðan kostur er/ knárra sveina flo o o kur...." aftur og aftur og aftur niður allan Laugarvegin, öðrum vegfarendum til ómældrar ánægju...
Eini gallinn var að það virtust flestir (a.m.k. þeir sem voru ekki í sama partýi og ég) vera að fara heim þegar við loksins komum niðrí bæ...
Vona að allir hafi skemmt sér hálft eins vel og ég, -þá mega menn telja kvöldið vel heppnað ;-)
Sjáumst við ekki á djamminu einhverntíman í jólafríinu???
Eini gallinn var að það virtust flestir (a.m.k. þeir sem voru ekki í sama partýi og ég) vera að fara heim þegar við loksins komum niðrí bæ...
Vona að allir hafi skemmt sér hálft eins vel og ég, -þá mega menn telja kvöldið vel heppnað ;-)
Sjáumst við ekki á djamminu einhverntíman í jólafríinu???
föstudagur, desember 20, 2002
Ég er að fara í síðasta prófið á morgunn, tralalala (eða strangt til tekið í dag).
Ég var niðrí skóla að læra með Birnu, svo fórum við á Devitos og keyptum pizzu namm *slurp*.
Þegar við komum til baka niðrí skóla og erum sestar inní stofu þá fatta ég að ég hef gleymt skólatöskunni minni út í bíl. Ég nenni samt ekkert að vera að sækja hana, var með allt dótið sem ég þurfti í stofunni.
Þannig að það er ekki fyrr en ég er búin að skutla Birnu heim (um eittleytið) sem ég fatta að taskan er ekki í bílnum!!! Ég fer í panik, hvar hef ég getað týnt henni??? Dottið úr bílnum á Devítos? Gleymdi ég að læsa bílnum og notaði einhver tækifærið til að taka hana? Námu geimverur hana á brott?
Á endanum dettur mér í hug að ég gæti hafa gleymt henni í sjoppunni í VR (þar sem við borðuðum pizzuna), get samt ekkert tékkað á því, því skólinn er löngu búinn að loka (við þurftum að læsa á eftir okkur). Sá samt Helga Gunnar þar áður en ég fór heim, hringja í hann, -er ekki með númerið. Keyri heim, ræsi tölvuna, fletti honum upp í símaskránni, hringi, hann er farinn úr skólanum, en jú hann kannast við að hafa séð töskuna...
Taskan er því fundin, ég þarf bara að ná í hana sem fyrst í fyrramálið, allir geisladiskarnir mínir, ISIC kortið mitt og ofurgrafíski vasareiknirinn minn eru nefninleg í henni...úps...
Ég var niðrí skóla að læra með Birnu, svo fórum við á Devitos og keyptum pizzu namm *slurp*.
Þegar við komum til baka niðrí skóla og erum sestar inní stofu þá fatta ég að ég hef gleymt skólatöskunni minni út í bíl. Ég nenni samt ekkert að vera að sækja hana, var með allt dótið sem ég þurfti í stofunni.
Þannig að það er ekki fyrr en ég er búin að skutla Birnu heim (um eittleytið) sem ég fatta að taskan er ekki í bílnum!!! Ég fer í panik, hvar hef ég getað týnt henni??? Dottið úr bílnum á Devítos? Gleymdi ég að læsa bílnum og notaði einhver tækifærið til að taka hana? Námu geimverur hana á brott?
Á endanum dettur mér í hug að ég gæti hafa gleymt henni í sjoppunni í VR (þar sem við borðuðum pizzuna), get samt ekkert tékkað á því, því skólinn er löngu búinn að loka (við þurftum að læsa á eftir okkur). Sá samt Helga Gunnar þar áður en ég fór heim, hringja í hann, -er ekki með númerið. Keyri heim, ræsi tölvuna, fletti honum upp í símaskránni, hringi, hann er farinn úr skólanum, en jú hann kannast við að hafa séð töskuna...
Taskan er því fundin, ég þarf bara að ná í hana sem fyrst í fyrramálið, allir geisladiskarnir mínir, ISIC kortið mitt og ofurgrafíski vasareiknirinn minn eru nefninleg í henni...úps...
miðvikudagur, desember 18, 2002
mánudagur, desember 16, 2002
Var í prófi áðan.
Próftími: 3 klst.
Fjöldi sem þreyttu prófið: 66
Lengd prófs: 31 blaðsíða
does that strike anyone as odd??? ÞRJÁTÍU OG EIN BLAÐSÍÐA. Ein spurning á hverri, alltaf a.m.k. 2 liðir. Þetta var mesti vibbi sem ég hef lent í. Það var samtals 1 sem fór út áður en prófið var búið (ég hef lúmskan grun um hver það er, -strákurinn veit ALLT) og hann fór hálftíma fyrr út.
Ég hata próf!
Próftími: 3 klst.
Fjöldi sem þreyttu prófið: 66
Lengd prófs: 31 blaðsíða
does that strike anyone as odd??? ÞRJÁTÍU OG EIN BLAÐSÍÐA. Ein spurning á hverri, alltaf a.m.k. 2 liðir. Þetta var mesti vibbi sem ég hef lent í. Það var samtals 1 sem fór út áður en prófið var búið (ég hef lúmskan grun um hver það er, -strákurinn veit ALLT) og hann fór hálftíma fyrr út.
Ég hata próf!
sunnudagur, desember 15, 2002
Skúbb dagsins:
Þetta er kannski common knowledge, en ég var að frétta af því að Mountain dew ætti að koma á markaðinn á föstudaginn, eða var það í gær? Það eru nokkrir dagar síðan ég heyrði af þessu sko... -ekki alveg með dagsetninguna á tæru *vandræðalegt bros* hehehh...
Fyrir þá sem ekki vita það þá er Mountain Dew besti gosdrykkurinn í Ameríku (finnst mér) ég lifi alltaf á þessu þegar ég fer út. Veit samt ekki alveg hvort þetta verði gott á bragðið í kuldanum hérna. Maður er náttúrulega svo góðu vanur, úti er vatnið vont OG maður þarf að borga fyrir það, kókið er vont, djúsið er vont, pepsíið allt í læ, en allt annað yfirleitt frekar slæmt (a.m.k. finnst mér það). Svo við sjáum til, þið fáið að heyra hvað mér finnst um leið og ég kem höndum yfir flösku/dós.
Annað sem er svoldið gamalt líka (frétti það í vísó í nóv.) að það er að koma [er kominn?? -frekar langt síðan sumir fóru í Ríkið...] á markaðinn jólamaltbjór, sem sagt áfengt malt frá Egils... -er ekki bara málið að skella því útí appelsínið og hressa aðeins upp á jólin???
Þetta er kannski common knowledge, en ég var að frétta af því að Mountain dew ætti að koma á markaðinn á föstudaginn, eða var það í gær? Það eru nokkrir dagar síðan ég heyrði af þessu sko... -ekki alveg með dagsetninguna á tæru *vandræðalegt bros* hehehh...
Fyrir þá sem ekki vita það þá er Mountain Dew besti gosdrykkurinn í Ameríku (finnst mér) ég lifi alltaf á þessu þegar ég fer út. Veit samt ekki alveg hvort þetta verði gott á bragðið í kuldanum hérna. Maður er náttúrulega svo góðu vanur, úti er vatnið vont OG maður þarf að borga fyrir það, kókið er vont, djúsið er vont, pepsíið allt í læ, en allt annað yfirleitt frekar slæmt (a.m.k. finnst mér það). Svo við sjáum til, þið fáið að heyra hvað mér finnst um leið og ég kem höndum yfir flösku/dós.
Annað sem er svoldið gamalt líka (frétti það í vísó í nóv.) að það er að koma [er kominn?? -frekar langt síðan sumir fóru í Ríkið...] á markaðinn jólamaltbjór, sem sagt áfengt malt frá Egils... -er ekki bara málið að skella því útí appelsínið og hressa aðeins upp á jólin???
miðvikudagur, desember 11, 2002
Ok, ákvað að taka þessa könnun niður fyrst ég er byrjuð að fikta í þessu dóti...
Niðurstaðan er sláandi!!!
Af þeim 17 manns sem kusu, voru aðeins 6 (eða 35%) sem kusu rétt! "nei, þú ert betri"
hinir 11 (65%) kusu vitlaust eða " já þú ert góð"
Niðurstaða, 65 % lesenda er vitlaus... (jæks, -þori ég að birta þetta?)
hahaha
Niðurstaðan er sláandi!!!
Af þeim 17 manns sem kusu, voru aðeins 6 (eða 35%) sem kusu rétt! "nei, þú ert betri"
hinir 11 (65%) kusu vitlaust eða " já þú ert góð"
Niðurstaða, 65 % lesenda er vitlaus... (jæks, -þori ég að birta þetta?)
hahaha
sunnudagur, desember 08, 2002
Uuhhh eitthvað hefur fólk verið að skjóta á mig (ég nefni engin nöfn, -ok ég nefndi nöfn en tók þau út) vegna þess að viðkomandi finnst ég ekki vera nógu öflug á blogginu.
Og þar sem ég er svona óörugg með sjálfa mig týpa, þá finn ég hjá mér alveg gífurlega þörf til að afsaka og réttlæta mig. Staðreynd málsins er sú að ég er í prófum!!!
Mér finnst það ekki gaman, en það er staðreynd. Og þar sem próf koma bara tvisvar á ári (sem er a.m.k. einu sinni of oft) þá er eins gott að standa sig!
Sem sagt, ég er lögst í próflestur, -þið heyrið örugglega í mér eftir 20. des
Þangað til, ekki láta jólastressið fara með ykkur *<(:-)
(ef einhver er ekki að skilja þennan broskall þá er hann með jólasveinahúfu...)
Og þar sem ég er svona óörugg með sjálfa mig týpa, þá finn ég hjá mér alveg gífurlega þörf til að afsaka og réttlæta mig. Staðreynd málsins er sú að ég er í prófum!!!
Mér finnst það ekki gaman, en það er staðreynd. Og þar sem próf koma bara tvisvar á ári (sem er a.m.k. einu sinni of oft) þá er eins gott að standa sig!
Sem sagt, ég er lögst í próflestur, -þið heyrið örugglega í mér eftir 20. des
Þangað til, ekki láta jólastressið fara með ykkur *<(:-)
(ef einhver er ekki að skilja þennan broskall þá er hann með jólasveinahúfu...)
föstudagur, desember 06, 2002
Það er orðið svoldið langt síðan ég hef deilt með ykkur slysasögu, svo hérna kemur ein gömul. MJÖG GÖMUL, svo gömul að ég man ekki eftir henni sjálf, þó svo ég hafi heyrt af henni oft og sjái afleiðingarnar í hvert skipti sem ég lít í spegil...
Fyrir tuttugu árum, 6 mánuðum og nokkrum dögum síðan lennti ég í allra fyrsta slysinu mínu. Reyndar var þetta ekki raunverulegt slys, heldur meira svona slas...
Enginn meiddi sig, -nema ég
ekkert skemmdist, -nema ég
enginn átti þátt í því, -nema ég
=> slas
þetta var bara venjulegur dagur, ég var nýfædd og leið bara ágætlega á fæðingardeild Landsspítalans þegar allt í einu ,,,,skrrrraaattzzz... tekst mér, ósjálfbjarga kornabarninu ekki að klóra mig til blóðs í andlitinu? Ég þurfti að vera með vettlinga fyrstu daga ævinnar svo ég ylli mér ekki frekara tjóni...
Ég heyri alveg í pabba í huganum, þar sem hann stendur við glerið stoltur faðir að sýna vinum og ættingju frumburðinn:
"Já, þetta er hún, þessi með vettlingana... henni tókst eitthvað að klóra sig í framan... ehhehe.... *hóst*... "
Ég er ennþá með örið... -heldurðu að það fari nokkuð úr þessu???
Fyrir tuttugu árum, 6 mánuðum og nokkrum dögum síðan lennti ég í allra fyrsta slysinu mínu. Reyndar var þetta ekki raunverulegt slys, heldur meira svona slas...
Enginn meiddi sig, -nema ég
ekkert skemmdist, -nema ég
enginn átti þátt í því, -nema ég
=> slas
þetta var bara venjulegur dagur, ég var nýfædd og leið bara ágætlega á fæðingardeild Landsspítalans þegar allt í einu ,,,,skrrrraaattzzz... tekst mér, ósjálfbjarga kornabarninu ekki að klóra mig til blóðs í andlitinu? Ég þurfti að vera með vettlinga fyrstu daga ævinnar svo ég ylli mér ekki frekara tjóni...
Ég heyri alveg í pabba í huganum, þar sem hann stendur við glerið stoltur faðir að sýna vinum og ættingju frumburðinn:
"Já, þetta er hún, þessi með vettlingana... henni tókst eitthvað að klóra sig í framan... ehhehe.... *hóst*... "
Ég er ennþá með örið... -heldurðu að það fari nokkuð úr þessu???
fimmtudagur, desember 05, 2002
Þórunn á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið Þórunn!!!
Þórunn er samt ekki ein um að eiga afmæli, Hlín á líka afmæli. Til hamingju Hlín!!!
"Þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli þær ÞórunnogHlín...
þær eiga afmæli í dag
Þær eru tvítugar í dag
þær eru tvítugar í dag
þær eru tvítugar þær ÞórunnogHlín
þær eru tvítugar í dag"
húrra! Húrra!! HÚRRA!!!
Þórunn er samt ekki ein um að eiga afmæli, Hlín á líka afmæli. Til hamingju Hlín!!!
"Þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli þær ÞórunnogHlín...
þær eiga afmæli í dag
Þær eru tvítugar í dag
þær eru tvítugar í dag
þær eru tvítugar þær ÞórunnogHlín
þær eru tvítugar í dag"
húrra! Húrra!! HÚRRA!!!
miðvikudagur, desember 04, 2002
Hversu lengi er hægt að flýja eina ritgerð???
Ég er búin að vera á stöðugum flótta frá því um kvöldmatarleytið, ekki enn búin að skrifa staf...
Samt búin að skoða allar skemmtilegar og semi skemmtilegar heimasíður sem ég mundi eftir. Horfði líka á Judging Amy og það sem slær botninn úr, ég horfði á Innlit/Útlit....
Ég er búin að vera á stöðugum flótta frá því um kvöldmatarleytið, ekki enn búin að skrifa staf...
Samt búin að skoða allar skemmtilegar og semi skemmtilegar heimasíður sem ég mundi eftir. Horfði líka á Judging Amy og það sem slær botninn úr, ég horfði á Innlit/Útlit....
Ég fór á James Bond um daginn, fannst hún svosem alltílæ...
Það er bara eitt sem böggar mig dálítið við hana. Hvað er málið með að myndin sé "að miklu leiti tekin upp á Íslandi" -er þetta ekki bara bull?? Ég meina ok, Ísland er nefnt töluvert oft á nafn, en ég fékk ekki séð að mikið af myndunum væri héðan. Það væri þá helst atriðið með hemlunarfallhlífinni og vélarhlífinni á Jökulsárlóni og það var búið að fiffa það ekkert smá.
Svo er líka annað, afhverju finnst okkur svona merkilegt að "Ísland" sé í James Bond. Að þetta sé svo góð landkynning út á við?? Hverjum er ekki sama??? Hugsar þú eitthvað jákvæðar til Kúbu eftir að hafa séð myndina, -nei ég hélt ekki
Og eitt enn, hvern andskotan er Kársneskirkja að gera þarna???
Það er bara eitt sem böggar mig dálítið við hana. Hvað er málið með að myndin sé "að miklu leiti tekin upp á Íslandi" -er þetta ekki bara bull?? Ég meina ok, Ísland er nefnt töluvert oft á nafn, en ég fékk ekki séð að mikið af myndunum væri héðan. Það væri þá helst atriðið með hemlunarfallhlífinni og vélarhlífinni á Jökulsárlóni og það var búið að fiffa það ekkert smá.
Svo er líka annað, afhverju finnst okkur svona merkilegt að "Ísland" sé í James Bond. Að þetta sé svo góð landkynning út á við?? Hverjum er ekki sama??? Hugsar þú eitthvað jákvæðar til Kúbu eftir að hafa séð myndina, -nei ég hélt ekki
Og eitt enn, hvern andskotan er Kársneskirkja að gera þarna???
þriðjudagur, desember 03, 2002
Hjálp!!!
Kann einhver að setja statusbarinn aftur á? Hann er horfinn hjá mér og ég er að fara á taugum!!!
Fyrir þá sem ekki vita er statusbarinn neðst á explorer-gluggunum og þar sér maður m.a. hvort síðan sem maður er að opna sé búin, hvað er mikið eftir, hvert linkurinn sem maður er að fara smella á vísar og fleira...
I desperatly need it back!!!
Kann einhver að setja statusbarinn aftur á? Hann er horfinn hjá mér og ég er að fara á taugum!!!
Fyrir þá sem ekki vita er statusbarinn neðst á explorer-gluggunum og þar sér maður m.a. hvort síðan sem maður er að opna sé búin, hvað er mikið eftir, hvert linkurinn sem maður er að fara smella á vísar og fleira...
I desperatly need it back!!!
mánudagur, desember 02, 2002
Bara verð að deila þessu með einhverjum...
Litla systir mín var á leiklistaræfingu áðan (hún er í leiklist í Árbæjarskóla). Áður en þau byrjuðu að æfa leikritið sjálft þá tóku þau smá upphitun. Hver og einn fékk eina mynd af einhverjum einstaklingi og átti að leika viðkomandi útfrá myndinni. Flestir voru nokkuð vel þekktir, eins og Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddson, en á myndinni sem systir mín dró var (og þetta er punchline-ið) ....BRÓÐIR OKKAR. Þetta var víst ekkert smá fyndið, vinkonur hennar þekktu strax myndina og orguð af hlátri. Svo var víst einhver annar sem dró mynd af kærustunni hans!!!
Hvílík snilld, eða eins og bróðir minn orðaði það "...bara þotuliðið á Íslandi..."
Litla systir mín var á leiklistaræfingu áðan (hún er í leiklist í Árbæjarskóla). Áður en þau byrjuðu að æfa leikritið sjálft þá tóku þau smá upphitun. Hver og einn fékk eina mynd af einhverjum einstaklingi og átti að leika viðkomandi útfrá myndinni. Flestir voru nokkuð vel þekktir, eins og Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddson, en á myndinni sem systir mín dró var (og þetta er punchline-ið) ....BRÓÐIR OKKAR. Þetta var víst ekkert smá fyndið, vinkonur hennar þekktu strax myndina og orguð af hlátri. Svo var víst einhver annar sem dró mynd af kærustunni hans!!!
Hvílík snilld, eða eins og bróðir minn orðaði það "...bara þotuliðið á Íslandi..."
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)