Það er orðið svoldið langt síðan ég hef deilt með ykkur slysasögu, svo hérna kemur ein gömul. MJÖG GÖMUL, svo gömul að ég man ekki eftir henni sjálf, þó svo ég hafi heyrt af henni oft og sjái afleiðingarnar í hvert skipti sem ég lít í spegil...
Fyrir tuttugu árum, 6 mánuðum og nokkrum dögum síðan lennti ég í allra fyrsta slysinu mínu. Reyndar var þetta ekki raunverulegt slys, heldur meira svona slas...
Enginn meiddi sig, -nema ég
ekkert skemmdist, -nema ég
enginn átti þátt í því, -nema ég
=> slas
þetta var bara venjulegur dagur, ég var nýfædd og leið bara ágætlega á fæðingardeild Landsspítalans þegar allt í einu ,,,,skrrrraaattzzz... tekst mér, ósjálfbjarga kornabarninu ekki að klóra mig til blóðs í andlitinu? Ég þurfti að vera með vettlinga fyrstu daga ævinnar svo ég ylli mér ekki frekara tjóni...
Ég heyri alveg í pabba í huganum, þar sem hann stendur við glerið stoltur faðir að sýna vinum og ættingju frumburðinn:
"Já, þetta er hún, þessi með vettlingana... henni tókst eitthvað að klóra sig í framan... ehhehe.... *hóst*... "
Ég er ennþá með örið... -heldurðu að það fari nokkuð úr þessu???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli