sunnudagur, febrúar 17, 2008

Ég hef alltaf talið mig yfir meðallagi gáfaða. Það virðist þó ekki koma í veg fyrir að ég geri heimskulega hluti, nú eða kannski er ég bara ekkert svo gáfuð.

Nú síðast hrikti í stoðum sjálfsálits míns þegar ég ætlaði að skella mér í gufu eftir vinnu. Eins og alþjóð veit þá bjóða allir betri vinnustaðir landsins uppá gufubaðsaðstöðu og líkamsrækt fyrir starfsfólk (eða það gerir vinnan mín að minnsta kosti) og ég ætlaði að notfæra mér það.

Eins og sönnu gáfumenni sæmir þá áttaði ég mig á að það væri kannski gáfulegt að setja gufuna í gang áður en ég færi í ræktina svona svo hún væri orðin heit þegar ég vildi fara að slaka á. Það tók mig ekki nema 20 mínútur að fatta hvernig maður kveikir á þessu apparati, og það þrátt fyrir að það séu bara þrír takkar í boði.

En það er engan veginn nóg til að sjálfsálitið taki einhverja kollsteypu, common, það er ekkert sjálfgefið að maður eigi að halda inni takka B í 15 sekúndur áður en maður fiktar í taka C og ýtir svo aftur á taka B til að koma öllu í gang. Takki A þjónar engum tilgangi, í það minnsta ekki svo ég viti til.

Nei, það var ekki fyrr en ég var búin í gufu sem stoðirnar brustu. Því hvernig fer maður að því að slökkva á apparatinu. Jú jú, maður náttúrulega reynir takka A og B og C í öllum mögulegum samsetningum, en allt kom fyrir ekki.
Læðist þá ekki að mér sá grunur að stóri rauði takkinn INNÍ gufunni gæti haft eitthvað að segja, svo ég vind mér inn og ýti á hann svona tvisvar þrisvar.

Ekkert gerist.

Jæja, ég er komin með leið á þessu og ákveð að gufuskrambinn verði þá bara í gangi að eilífu, eða þangað til það koma almennilegar leiðbeiningar. Og fer í sturtu.

Þetta væri nú ekkert í frásögur færandi nema fyrir það að stóri rauði gagnslausi takkinn er bara ekkert svo gagnslaus.

Þetta er neyðarhnappur.

Sem sendir neyðarboð.

Á strákana í næstu deild

Sem koma hlaupandi niður.

sunnudagur, desember 02, 2007

Ófarir síðustu daga...

Eins og þeir sem umgangast mig allajafna hafa eflaust orðið varir við þá var veskinu mínu stolið um síðustu helgi.
Þar með hvarf á einu bretti allt sem ég á fyrir utan bílinn, ipodinn og auðkennislykilinn. Þetta hefur náttúrulega ýmsa ókosti í för með sér, glataðn síma, ný bankakort og heilan helling af nýjum pinnúmerum.
Til allrar óhamingju var ég ekki svo gáfuð að breyta eina pinnúmerinu sem ég kann að breyta, þ.e. símakortspin-inu, þegar ég hafði tækifæri til. Þess í stað taldi ég mér trú um að það væri ekkert mál að læra heilan haug af nýjum númerum öll í einu.
Afleiðing þess er að ég verið símalaus alla helgina því símaskrambinn varð batteríislaus á föstudagskvöldið og ég kann ekki númerið.

Það væri samt ekkert óyfirstíganlegt vandamál ef ég hefði ekki skilið miðann með númerinu eftir niðrí vinnu. Ég nefninlega kemst ekki inn niðrí vinnu, lyklar í hinu áðurnefnda stolna veski.


En jæja, hvað er maður að væla, það er jú alltaf heimasíminn til að hringja í þá 4 sem maður þó man númerið hjá... eða nei, heimasíminn er bilaður. Þú verður bara að láta þér félagskap sjálfrar þín nægja, væna.

En hvað um það, ég ætlaði ekki að leggjast í eymd og volæði, þ.e. ekki fyrr en eftir að ég datt niður stigann heima. Já ég datt! Og það var vont. Er með marinn hæl. Nú, hvernig er hægt að merja á sér hælinn spyrð þú. Sannleikurinn er sá að ég veit það ekki sjálf, en mér tókst það. Góðu fréttirnar eru þó þær að mér er bara illt í honum þegar ég stíg í vinstri...

Var þó enn ekki alveg á því að gefast upp. Nú skildi ég af-detti-væða þennan helvítis stiga, hef verið að hrynja þarna niður annað slagið síðan ég flutti inn 1999.
Og nú er sko komið nóg.

Bruna af stað í Húsasmiðjuna til að festa kaup á sandpappírslímrenningi, ca 5 cm breiðum. Á leiðinni uppgötvast að nýju debit/kredit kortin eru ekki með í för.
Ég sný við og byrja að leita, hvar hef ég verið, bíllin, eldhús, stofa, svefnherbergi, gangur baðherbergi ,sturta, ísskápur og allir mögulegir og ómögulegir staðir þar viðutan fólk getur lagt frá sér hluti, en allt kemur fyrir ekki.
Þegar ég er viðbúin að gefast upp á þessu og tilkynna kortin glötuð (aftur) dettur mér þó í hug einn staður sem ekki hefur verið fínkembdur og viti menn þar fundust þau.
Það var þó ekki gaman að finna þau, nei ó nei.

Hvar heldurðu að ég hafi fundið nýju fínu kortin eftir dauðaleit og já ég meina DAUÐALEIT! Ég veit þú trúir mér aldrei. Fyrir það fyrsta þá trúirðu ekki að mér hafi tekist að gera svona kjánlegan hlut og auki muntu ekki vilja trúa því að ég hafi actually leitað þar.

Ójá kæri lesandi, ég henti nýfengnu debet/kredit kortunum mínum.

Í ruslatunnuna.

Úti.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Langaði bara til að lauma nokkrum skíðamyndum hingað inn:
Þetta fagra fólk var til dæmis á Akureyri (einstaklega lík, er það ekki...)


Þessir snillingar ferðuðust líka til Akureyrar saman í bíl(num mínum):


Já, þau eru blómlegt par (híhí, ég er svo fyndin)


Fallegir vinnufélagar:



Og svo hérna í lokin má sjá mig með bernaise pizzuna mína með frönskum og nautakjöti... nammi namm


Sagði ég skíðaferð? Jú, þetta var sko skíðaferð, en myndavélin gleymdist þá sko pínulítið í bílnum...

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Skíðaferð á Akureyri lokið.

Eftir hrakfarir síðustu helgar með bindingar í molum fór ég í útilíf í síðustu viku og keypti nýjar. Þegar ég var svo að skrúfa þær á þá tók ég þá ákvörðun að vixla þeim. Þ.e. svissa svo ég væri með hægri fót fram en ekki vinstri.
Þetta reyndist ekki vera gáfuleg ákvörðun, ég neyddist til að brettast afturábak alla helgina. Svo í ofanálag bættist við að ykkar einlæg var með lepp fyrir öðru auga sökum sárs á hornhimnu...

Gleymdi svo náttúrulega líka að taka með mér sensible shoes, var bara með mín háhæluðu leðurstígvél (með pinnahæl og stálpinna) annarsvegar og snjóbrettaskóna hinsvegar. Þetta þýddi að mín mætti í snjóbrettagallanum og háhæluðum leðurstígvélum uppí fjall (þar sem snjóbrettaskórnir voru í hinum bílnum sem kom ekki fyrr en klukkutíma síðar).

Verð samt að viðurkenna eitt, mér fannst ég vera lúmskt töff :-)


Setning helgarinnar: "Ég veit hvað þú ert að hugsa"

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Fyrsta brettaferð vetrarins um helgina.

Jafn undarlega og það kann að virðast þá hefur komið í ljós að ég er ekki jafn góð á bretti og mig minnti. Samt var ég að því er ég best veit ekki með neinar óraunhæfar minningar. Þetta var meira í ætt við það að ég dytti ekki í hverri ferð og gæti svigað (eða hvað það heitir á brettamáli þegar maður er ekki alltaf að bremsa heldur meira svona renna sér sikk sakk með sama fót fram) án þess að vera með hjartað í buxunum.

Eins minnti mig líka að ég væri með hinn fótinn fram. Hvernig maður ruglast á því hvaða löpp er ríkjandi er aftur á móti ofar mínum skilningi. Hef ákveðið að næst verð ég með báðar fram... þ.e. útskeif á báðum.

Og já, meðan ég man, brettið mitt er í henglum. Braut allar bindingarnar á sunnudaginn á einhvern stórundarlegan hátt.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Mig dreymdi að jólaskrautið væri að reyna að drepa mig, er það jólafóbía á háu stigi, eða er það bara normal?

sunnudagur, ágúst 13, 2006

DSC01305

Myndina sendi ac