sunnudagur, ágúst 29, 2004

Mikið helvíti voru Jagúar öflugir, ég var með "Do. You. Want. to become one of us" á heilanum alla James Brown tónleikana og á leiðinni í afmælið til Einars og í afmælinu og er ennþá sönglandi þennan bút.

mánudagur, ágúst 23, 2004

Hef komist að því mér til mikillar skelfingar að ég á ekki einn einasta Lou Reed disk, ekki einn! Hef sett innkaupastjórann í málið, vona að það rætist úr því bráðum. En tónleikarnir voru bráðskemmtilegir!
Vá hvað Bubbi var magnaður á laugardaginn!

Annars þykir mér best maðurinn á flugeldasýningunni sem bróðir minn sagði mér frá sem kvaðst þurfa að drífa sig heim, mamma sín væri að senda sér reykmerki!
Stuttu síðar (þegar flugeldasýningin stendur sem hæst) gellur í honum, að núna þurfi hann sko að drífa sig mamman sé orðin reið. Og eins og hann sagði "ég skil ekki afhverju hún gerir þetta alltaf, það er miklu ódýrara að hringja"...

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Fór á minn fyrsta fótboltaleik á ævinni í gær! Mikið gaman, Einar reddaði okkur stúkusætum á síðustu stundu, þannig að ég sat á bekk B (næst fremst), með Íslandssólgleraugu eins og Gunni keypti sér á íshokkýheimsmeistarakeppninni (29) í vor.

Spurning hvort ég eigi núna aldrei að fara á landsleik framar (þar sem Ísland hefur alltaf unnið þegar ég mæti) eða hvort ég verði að mæta á alla leiki til að hjálpa Íslandi að vinna. Gæti reyndar tekið þriðja kostinn og mætt bara þegar Ísland er nokkuð öruggt um sigur...
Mín alltaf fögur. Held að það sé til ein sillí mynd af mér á öllum myndavélum sem fóru með í ferðina :-)


Landmannalaugar um síðustu helgi, algjör snilld þrátt fyrir að ég hafi gleymt dálítið stórum hluta af matnum fyrir 30 mann hóp og öllum diskum og hnífapörum heima. Held það sé orðin staðreynd að það þarf alltaf eitthvað eitt að klikka hjá mér í þessum ferðum:
  • Snæfellsnes -velti bílnum og eyðilagði og endaði á slysó ásamt öllum farþegunum
  • Esja -týndi tveimur útlendingum á toppnum
  • Bláa Lónið -gleymdi einum útlending og fattaði það ekki fyrr en ég var komin í bæinn
  • Þórsmörk -gekk vel enda kom ég ekki nálægt henni
  • Skaftafell -sama og Þórsmörk
  • Big North -huge mínus
  • Landmannalaugar -gleymdi áhöldum og hluta af matnum í bænum

Alltaf spennandi að fara með mér í útilegur

Er annars einhver sem vill koma með mér í hnífakastleikinn sem ég lærði? Takmarkið er að hitta ekki á lappirnar á andstæðingnum... any takers?