fimmtudagur, janúar 30, 2003

Haffi er risinn upp frá dauðum, skemmtilegri en nokkru sinni fyrr... tékkið á þessu

þriðjudagur, janúar 28, 2003

AAAAARRRRGGGG!!!!

Note to self: Aldrei að setja tuttugu eða fleiri geisladiska í tíudiska geisladiskahulstur. Þessir á endunum brotna.

*sniff* grát *snökt*

Buuuhhhhuuuuu....!!!!
Svoldið merkilegt gerðist áðan, ég signaði mig inn á username-inu og passwordinu hans Benna, nema hvað ég fór samt inn á mitt blogg??? How is that possible???
Mér náttúrulega stóð ekki á sama svo ég prófaði aftur, og viti menn ég var aftur komin inn í mitt blogg!

Skrýtið hvað allar tölvur virðast verða fubar around me....

*fubar er í boði Magnúsar Kára -> Fucked Up Beyond All Repair
Já, Benni, er án efa einhver alsnjallasti, -myndarlegasti og -fyndnasti náungi sem ég, Hildur Jóna, hef á ævi minni kynnst.
Langar að bjóða Evu Hrund hjartanlega velkomna í bloggheima :-)
Góða skemmtun!

mánudagur, janúar 27, 2003

Bara ef einhver skildi ekki vita það þá er Benni bestur :-)

laugardagur, janúar 25, 2003

Síðustu dagar hafa verið góðir, dró bróður minn útúr bláfjöllum í niðamyrkri og snjóhríð á fimmtudaginn, kláraði þróun hugbúnaðarverkefnið ásamt Hirti og Ingvari í gær, fór í keilu með Evu og Haffa og Þórunni og Eyrúnu í gærkvöldi (myndir). Er núna heima að læra því ég þarf að skila Scheme verkefni fyrir fjögur í dag, búa til skel í stýrikerfum fyrir mánudag og klára rökfræðiverkefni fyrir mánudag líka, á meðan er fjölskyldan mín að leika sér á vélsleða... MIG LANGAR MEÐ *búhúhúhú*.
Hefndi mín að þeim með því að kaupa fullt fullt af nammi... veit samt ekki alveg hversu árangursrík hefnd það er...

föstudagur, janúar 24, 2003

Komst að muninum milli lífs og dauða í forritunarmálum í dag, munurinn er sá sami og á milli n og n^2...

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Uppúr hádeginu á morgun (föstudag) verður sett upp ljósmyndasýning í Odda. Sýningin er afrakstur ljósmyndamaraþonsins sem var í boði Mágusar og verkfræðinnar á Lista og Menningardögunum.
Þar sem ég á eitthvað í kringum 10 verk á þessari sýningu þá er skyldu mæting fyrir alla sem þekkja mig!!!

Ég, Haffi og Áshildur tókum okkur semsagt til og tókum tíu undurfagrar myndir, eina af hverju eftirfarandi þema:

1. Þögn
2. List
3. Græðgi
4. Ólíkar hliðar háskólans
5. Þversögn
6. Svart-hvítt
7. Háskólabolurinn
8. Kennsla
9. Viska
10. Frelsi og fullveldi

Eins og sjá má af þessum lista þá var þetta ekki auðvelt verkefni, mig langar samt til að þakka öllum þeim sem komu að þessu verki með okkur (þarf sko að æfa mig fyrir verðlaunaafhendinguna...), ber þá helst að nefna samstarfsfólk mitt, þau Hafstein Þór og Áshildi. Þórunn og pabbi fá einnig sérstakar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð við alla hugmyndavinnu.
Fyrirsætan Blika á einnig heiður skilinn fyrir einstaka áhugasemi við vinnslu verksins "Kennsla", sem og Vegamálastjóri og Gatnagerð Reykjavíkur fyrir verkið "Viska", án ykkar hefðu þessar hugmyndir aldrei orðið að veruleika. Fleira var það nú held ég ekki...
Takk takk...

mánudagur, janúar 20, 2003

hahaha mynd af mér og Tótuling hjá Katrínu.is, myndin er merkt hinar stelpurnar í tölvunarfræði og stelpa í tölvunarfræði... I´m moving up in the world ...híhíhí...
Held það hafi eitthvað farið framhjá fólki að ég er búin að skipta um könnun, já þetta er næstum því eins, en EKKI ALVEG eins ;-)

sunnudagur, janúar 19, 2003

Ég sá Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu í gær, það var rosalega gaman. Hvet alla til að kíkja á það
*tónar*I feel pretty oh so pretty, so pretty so witty so wise.... *tónar*
Þessi könnun mín er ekki að virka, það er allt jafnt!!!
Dömur mínar og herrar, mig langar að segja nokkur orð:
Fyrst til allra þeirra sem áttu þátt í því að gera gærkvöldið/nóttina jafn skemmtilega og eftirminnilega og það/hún var. Kærar þakkir og þetta á sérstaklega við um þig Þórunn :-)
Til allra þeirra sem ég hitti í kvöld (nema þessara leiðinlegu sem voru ekkert skemmtilegir og gerðu ekkert annað en að reyna að sníkja bjór) takk kærlega!
Lögreglan í Reykjavík fær einstakar þakkir fyrir að setja upp 4 lögreglubíla vegatálma við Grensásveg í kvöld. Það er eins gott fyrir ykkur, löggimann minn góður, að þið hafið verið að eltast við hættulegan glæpamann, því annað eins og að stoppa fólk af handahófi (eða eftir andfýlu) minnir óneytanlega töluvert á misbeytingu valds. Er bara allt í lagi að lögreglan megi haga sér eins og henni sýnist? Þurfa ekki einhverjar reglur að gilda um hvar og hvenær lögreglan má stöðva menn. Á svona lagað bara að vera háð geðþótta ákvörðun fúllynds varðstjóra sem er illa við fólk á silfurgráum bílum, -ég bara spyr?!?!
Eyrún fær sérstakar þakkir fyrir að fara ekki beint heim (og þar af leiðandi fyrir að hafa ennþá verið í bænum þegar ég hringdi í hana), Eyrún mín, við verðum að endurtaka skápinn einhverntíman... "total eclypse of my heart...".
Þórunn og Finnur fá viðleitni verðlaunin fyrir að hafa gert heiðarlega tilraun til að TROÐA sér með okkur inn í skápinn. Og svo síðast en ekki síst Olga og Gústi fyrir að hafa a) kennt mér að blóta á þýsku og b) haldið partý!!!
I love you all!!!
Við gerum okkar gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta, en aðeins betur það er það sem þarf...

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Sumir dagar eru ekki góðir dagar...
Ætlaði á fætur í morgunn, en veggurinn við rúmið mitt þvældist eitthvað fyrir mér, búin að vera drepast úr hausverk í allan morgun. Líður aðeins betur núna. Mamma og pabbi skemmtu sér stórvel yfir óförum mínum, þau hlógu eins og vitleysingar í korter. Gott að vita að maður færi gleði og hamingju inn í líf einhvers...

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Er búin að finna út hvenær tölvan mín frýs, þegar ég reyni að opna shout outið, lendir einhver annar í þessu? Það kemur sem sagt eitthvað um að forritið hafi framkvæmt ólöglega aðgerð og ef ég ýti á eitthvað annað en debug þá frýs hún. Þegar ég ýti á debug þá fæ ég upp alveg böns og böns af SMALAMÁLSKÓÐA!!!! HELVÍTIS DJÖFULSINS, ég hélt ég væri laus við þann ANDSKOTA!?!?


0108021E add byte ptr [eax],al
01080220 dec edi
01080221 or al,byte ptr [eax]
01080223 add al,0
01080225 add byte ptr [edi+2Dh],cl
01080228 pop ebx
01080229 add edx,dword ptr [ebx]
0108022B push ds
0108022C cmp byte ptr [eax],al
0108022E add byte ptr [eax],al
01080230 or cl,byte ptr [esp+eax]
01080233 add byte ptr [eax],al
01080235 or ah,byte ptr [eax+4F000004h]
0108023B sbb al,24h
0108023D add eax,0A4F0000h
01080242 cmp al,5
01080244 add byte ptr [eax],al
01080246 dec edi
01080247 sbb al,4Ch
01080249 add byte ptr [eax],al
0108024B add byte ptr [edi+0Ah],cl
0108024E push esp
0108024F add eax,1C4F0000h
01080254 ins byte ptr [edi],dx

o.s.frv.
...
Arrrggg!!! Ég byrjaði að taka til inni hjá mér og það gekk ágætlega, en núna nenni ég því ekki lengur... samt byrjaði ég á að tæma skápinn minn af drasli svo núna er allt í drasli í herberginu mínu þó skápurinn sé voðalega fínn...
þoli ekki svona
Vandamál 1: Ég kann ekki að forrita nógu vel í java
Vandamál 2: Ég get ekki gert arabesk hringi á hægri
Vandamál 3: Skrifborðsstóllinn sem ég fékk um jólin rispar gólfið hjá mér
Vandamál 4: Tölvan mín frýs alltaf þegar ég reyni að opna heimasíðuna mína
Vandamál 5: Tölvan mín frýs þegar ég reyni að restarta henni

þriðjudagur, janúar 14, 2003

Slæmur dagur
Dagurinn í dag er slæmur dagur.
Það er ekki nóg með að ég hafi verið í meira en hálfa klukkustund að komast í helvítis skólann, þegar ég kom í skólann eru náttúrulega engin stæði svo ég hringsóla á stæðinu eins og asni með Þórunni "growing steadily more pirred" í sætinu við hliðina á mér.
Á endanum gefst ég upp, legg útá götu og gef skít í þetta.
Þegar inn er komið blasir við fullur salur af fólki, einu mögulegu sætin eru einhversstaðar inn við miðju raðanna, þannig að maður þarf að ryðjast eins og fíll í flugvél og stíga á milljón tær, detta um þúsund skólatöskur og almennt fara í taugarnar á öllum til að komast þangað.
Ég gafst upp, henti inn handklæðinu og játaði mig sigraða.
Það var buguð mannvera sem staulaðist yfir í tæknigarð til að vara aðra við því ófremdarástandi sem ríkir við Háskóla Íslands.

mánudagur, janúar 13, 2003

Það er ljóst, þið getið ekki fengið nóg af mér og mínu bloggi! VICTORY is at hand!!!

Nei nei svona í alvöru talað þá eru góðu fréttirnar að þið viljið að ég pósti oftar og meira (samasem ég er skemmtileg), en slæmu fréttirnar eru aðallega hvað síðan þjáist af miklum skorti á rollum.
Til stendur að ráða bót á því í nánustu framtíð, hér mun rollan ráða ríkjum!!!

laugardagur, janúar 11, 2003

Eva kom í bíó, hún er skemmtileg. Þið hin hafið verið downgrade-uð niðrí kunningja.... nei segi bara svona...

Annars kom svoldið skringilegt fyrir mig í dag. Ég var á leiðinni í tíma þegar ég mæti stelpu sem ég þekki. Vandamálið er bara að ég þekki hana ekkert vel, allavega get ég ómögulega munað hvað hún heitir og/eða hvaðan ég þekki hana...
Þetta er semsagt frekar vandræðalegt, því við köstum kveðju á hvor aðra þegar við mætumst, en í staðin fyrir að halda áfram í sitthvora áttina þá stoppar hún og virðist vilja spjalla aðeins við mig.

Samtalið fer hér á eftir:

Hún: "Hæ, hvað segirðu?"
Ég: "Bara allt fínt, en þú?"
Hún: "Já bara allt gott líka"

...hérna ákveð ég að nota The quick escape route og segi...

"Heyrðu ég verð að drífa mig, ég er að verða of sein í tíma"
Hún (frekar hissa) "Ha? Náðirðu inn? Til hamingju!"

...nú er ég farin að sjá að þetta samtal er ekki alveg að þróast eins og ég átti von á, svo ég segi varfærnislega:

"Ég er ekki í ..uhh... læknisfræði..."

Hún: "Ohh, hvað ertu þá að gera"
Ég: "Ég er í verkfræði"
Hún (með undrun og aðdáun í rómnum) : "Vá, þú skiptir bara alveg yfir í eitthvað allt annað!?!"
Ég: "...ehhh... heyrðu ég verð að þjóta, við sjáumst"
Hún: "Gangi þér vel"
Ég: "Sömuleiðis!"

Það versta er bara að ég man að ég hef alltaf kunnað virkilega vel við þessa stelpu, ég bara get ekki munað hvaðan!!!

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Skyldi bloggið mitt óvart eftir opið, pabbi sá það, that yogurt has come back to hunt me...
Þriðji skóladagurinn búinn, þetta verður fínt, minns er allavega ennþá ofaná hlutunum (eins og þeir segja svo skemmtilega í Ammríkunni)

Ef einhverja langar að hitta mig og Ellu þá verðum við í kringlubíó kl. 8 í kvöld á Treasure planet! Allir skemmtilegir velkomnir!

mánudagur, janúar 06, 2003

Var að horfa á tvo leiki í playoffsinu í NFL, báðir réðust á síðust 5 sekúndunum, -talandi um dramatík WOW!!! Þetta var æði!!!
Bömmerinn er samt að í báðum leikjunum töpuðu liðin sem ég hélt með eftir að hafa verið yfir allan leikinn...

Hlakka svo til um næstu helgi þá verða fleiri leikir VEI!!!

sunnudagur, janúar 05, 2003

Plan kvöldsins var að kíkja til Gústa og drekka bjór. Fór svoldið úrskeiðis. Enginn til að skutla mér, sem þýddi að ég fór á bíl...and we all know what that means...
Á leiðinni út hrundi ég niður stigann, ég var ekki einu sinni að labba niður eða neitt, ég bara stóð kjurr í einni tröppunni og svo skyndilega stóð ég ekki lengur. Voðalega furðulegt. Anyway: ég hélt á poka með tveimur bjórum í þegar ég datt, fór svo með pokann og úlpuna mína útí bíl og skyldi þau þar eftir á meðan við skruppum aðeins niðrí bæ. Þegar ég kom heim (núna) fatta ég að annar bjórinn hafði sprungið og lekið útum allt. Góð lyktin í bílnum...eða þannig!

Eini ljósi punkturinn sem ég sé er að bjór er ekki jafn slæmur og olía, -Eva Hrund "I feel so sorry for you"!!!!

föstudagur, janúar 03, 2003

Reyndi eitthvað að setja inn drögin að stundatöflunni minni inn, en það fokkaðist eitthvað upp, -áhugasamir klikkið hér
Jæja, þá eru áramótin fyrri og hin síðari liðin, fjölskyldan virðist stefna í að gera tvöföld áramót að hefð, -ekkert nema gott um það að segja.

Á nýju ári er ég búin að gera, tja, nokkuð margt skemmtilegt;
ég sá "Two Towers" (núna rétt áðan),

ég fór í fyrsta skipti á ævinni í kapp um hver gæti rennt sér lengra á maganum út á hálffrosið Skorradalsvatn áður en ísinn brysti (það varð jafntefli = ég vann (vil bara ekki svekkja aðra keppendur)),

ég hef kastað mér yfir grindverk þegar ég sá að tívolíbomba myndi springa á jöriðinni í 1,5 metra fjarlægð (einhverjir voru ekki alveg með rétta stærð af hólkum, -ábyggilega ekki neinn sem ég þekki...neeeeei...),

ég hef unnið öll spil sem ég hef tekið þátt í (nema eitt Sequence og ég vann hin 4 -so that doesn´t count),

ég fékk einkunnir í tveimur fögum ég náði eðlisfræðinni með 6 og fékk 9 í stærðfræðimynstrum (til hamingju ég!!!)

og sitthvað fleira.


Þetta ár leggst bara vel í mig, júhú!!!

P.S. gleymdi þessu:
drakk krapabjór -svoldið eins og slush úr ísbúðunum en með bjórbragði (einhver gleymdi bjórnum mínum úti)
ætlaði að hrækja á jörðina en hitti ekki (*it´s so embarrassing*)