Uppúr hádeginu á morgun (föstudag) verður sett upp ljósmyndasýning í Odda. Sýningin er afrakstur ljósmyndamaraþonsins sem var í boði Mágusar og verkfræðinnar á Lista og Menningardögunum.
Þar sem ég á eitthvað í kringum 10 verk á þessari sýningu þá er skyldu mæting fyrir alla sem þekkja mig!!!
Ég, Haffi og Áshildur tókum okkur semsagt til og tókum tíu undurfagrar myndir, eina af hverju eftirfarandi þema:
1. Þögn
2. List
3. Græðgi
4. Ólíkar hliðar háskólans
5. Þversögn
6. Svart-hvítt
7. Háskólabolurinn
8. Kennsla
9. Viska
10. Frelsi og fullveldi
Eins og sjá má af þessum lista þá var þetta ekki auðvelt verkefni, mig langar samt til að þakka öllum þeim sem komu að þessu verki með okkur (þarf sko að æfa mig fyrir verðlaunaafhendinguna...), ber þá helst að nefna samstarfsfólk mitt, þau Hafstein Þór og Áshildi. Þórunn og pabbi fá einnig sérstakar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð við alla hugmyndavinnu.
Fyrirsætan Blika á einnig heiður skilinn fyrir einstaka áhugasemi við vinnslu verksins "Kennsla", sem og Vegamálastjóri og Gatnagerð Reykjavíkur fyrir verkið "Viska", án ykkar hefðu þessar hugmyndir aldrei orðið að veruleika. Fleira var það nú held ég ekki...
Takk takk...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli