föstudagur, október 31, 2003

Ekkert skrall planað í kvöld, -er það eðlilegt?
Djöfull er ég snögg!!!
Síminn minn hringdi, ég var næstum farin að sofa en spratt á fætur, rauk upp stigann og gegnum andyrið og inní skrifstofu í fjórum skrefum. Var búin að svara í símann áður en ég fattaði að ég væri lögð af stað... er ennþá að jafna mig á þessu...

fimmtudagur, október 30, 2003

AAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGG!!!
Nýjustu fréttir herma að ég þurfi að fara að klína tjeddlingakremum í andlitið á mér við hvert tækifæri og með stuttu, reglulegu millibili. Ég þoli ekki svoleiðis drasl, hef einhvernvegin aldrei náð almennilegum tökum á því. Er ekki nóg að maður smelli á sig maskara og svoleiðis af og til? Á ég líka að þurfa að vera olíugljáandi kremdolla alladaga?

En hvað getur maður sagt, - doctors orders, og þeim verður að hlýða.

...helvítis...

miðvikudagur, október 29, 2003

Í dag er annar hver miðvikudagur!!!
Nýji bögg fídusinn minn er að gera mig gráhærða. Bara búinn að vera á í dag og ég er að sturlast. Reikna með að það bindi enda á allar pælingar um að hafa einn nýjan böggfídus annan hvern dag og sjá hversu hratt við yrðum öll geðveik...

þriðjudagur, október 28, 2003

Hahahahaha mér finnst þetta fyndið! Sérstaklega þar sem hún segir að strákarnir fari samfó heim og að það sé engin stelpa í bílnum... glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að þetta er bíllinn minn...
Hafiði einhverntíman prófað að tjá ykkur á netinu með vafninga á höndunum??? Trust me, það er ekki að virka...

sunnudagur, október 26, 2003

laugardagur, október 25, 2003

Umferðin hérna í bænum er stórhættuleg.

Þannig var að eitthvert ónefnt fífl hér í bæ stoppaði bílinn sinn á rauðu ljósi við gatnamótin Miklabraut-Grensás þegar klukkan var nokkrar mínútur gengin í 10 í gærkvöldi.

Það væri náttúrulega ekkert í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að helvítis dóninn misles eitthvað litinn á rauða ljósinu og skyndilega og gjörsamlega uppúr þurru tætir hann spólandi af stað yfir gatnamótin. Á gjörsamlega HÁRAUÐU. Nærstaddir máttu hreinlega vara sig.

Þetta tiltekna fífl virtist samt eitthvað átta sig á að það sé að gera einhverja steypu þegar það er komið hálfa leið yfir gatnamótin, því þar hægir það alltíeinu á sér. Bjáninn virðist samt fatta að það sé allt ALLT of seint að snúa við og ákveður að drulla sér alla leið yfir.

Hann lendir á rauð á næstu gatnamótum.
Í þetta skipti megið þið trúa því að ég leit 4 sinnum á ljósið þegar græna ljósið kom OG beið eftir að hinn bíllinn færi yfir áður en ég hætti mér yfir í annað sinn... enda engin ástæða til að gera sömu mistök tvisvar...
Minns er þreyttur... mjög þreyttur...

fimmtudagur, október 23, 2003

Svo lofaði ég Rökkva að ég mundi plögga stand-upinu hans smá á heimasíðunni minni (en ég gaf honum ekki upp slóðina, nú heldur hann sjálfsagt að þetta sé ímynduð heimasíða sem sé aðeins til í furðulegum hugarheimi mínum (sem þegar ég hugsa betur um það gæti jafnvel vel verið)).

*scheise-þetta-var-löng-setning*

En hvað um það, Rökkvi sem er ekki fyndnasti maður Íslands þó hann vildi gjarnan vera það, er með Stand-Up á Stúdentakjallaranum annað kvöld (föstudagskvöld).

Það byrjar einhverntíman og er búið einhverntíman líka. Bjór kostar örugglega ekki mikið og þetta verður sennilega allavega pínulítið fyndið, kannski.

Á svo ekki bara að skella sér???

Það skal tekið fram að ég fæ borgaði í bjór fyrir að segja þetta. Allavega ef ég get sannfært hann um að þessi heimasíða sé til.
Sorgarfréttir, tel líklegt að Rúna og Steinunn muni ekki mæta aftur í bandý á næstunni. Hugsanlega jafnvel bara aldrei aftur. Sem er fúlt. Hundfúlt. Kattarfúlt. Rollufúlt.

miðvikudagur, október 22, 2003

ARRRRGGGGG!!!! Tölvan hans Einsa er alles el fuckido!!! Mun meira en eðlilegt getur talist... Alltaf þegar maður ýtir á bil þá hækkar í hátölurunum, íslenskir stafir virka ekki, eiginlega virkar lyklaborðið ekki heldur, er víst einhver afleiðing af kókglasi sem var eitthvað að sullast... svo ég skipti yfir í næstu fartölvu á staðnum. Tryggva fartölvu... múwahahahahahaha
Og annað afmæli í dag, el Tryggvos ze moneyman á afmæli (og er orðinn hundgamall ykkur að segja, ekki það að nokkurt ykkar þekki hann nema Þórunn og kannski Haffi... but anyways...)
Til hamingju :-)

mánudagur, október 20, 2003

Og hvaða snillingur á afmæli í dag???

HAFFI!!!

laugardagur, október 18, 2003

Úff púff og hæ
Símanum mínum var stolið í gær.

Reyndar fékk ég hann aftur, en þá var meðal annars búið að hringja úr honum til útlanda og brenna gat á batteríið.
Ég er sjúklega fúl!!!

föstudagur, október 17, 2003

Visó smísó, 30 minutes and counting...

Annars fór ég í hardcore, drepa eða vera drepinn bandýtíma í morgunn. Það var alveg rosalegt. Ella lenti í samstuði við Þorvald og dúndraðist headfirst í eina af tré súlunum í salnum. Sem betur fer var súlan laus og gaf svoldið eftir, annars hefði tíminn hreinlega endað þá þegar og við beint á slysó...
Svo var Júllí að slasa sig og allir að detta og ótrúlegur brútalismi í mönnum, held hreinlega að það sé hættulegt að spila bandý við 5 útúrtjúnaða testósterón overloaded stráka (ok, veit ekki alveg með testósterónið, en það var alveg ljóst að þeir ætluðu allir að vinna, SIGUR EÐA DAUÐI!!!).

Anýveis, eftir tímann fórum við Ella að lyfta og svo í gufu.
Þegar við erum að fara inní gufuna kemur umsjónarkona íþróttahúsins niður og hálfskammar okkur fyrir að vera ekki naktar. Svoldið fyndið þar sem strákarnir voru skammaðir síðast af hinni umsjónarkonunni fyrir að einmitt að vera naktir...

fimmtudagur, október 16, 2003

Vá hvað þið eigið eftir að drepast úr leiðindum ef þið nennið að lesa næsta póst allan... die Sucker die...

miðvikudagur, október 15, 2003

Mér leiðist. Vinsamlega skemmtið mér. Núna takk.
hmmm passed up the perfect opertunity til að stelast í bloggið hans Tryggva og gera eitthvað sniðugt. Ég er alltof heiðarleg :c(
Annars er Þórunn algjör fantur, hún hringdi í mig klukkan hálf átta, HÁLF ÁTTA, í gær einmitt einn af fáum dögum vikunnar sem ég á ekki að mæta fyrr en klukkan ellefu. Það sem er samt öllu verra er að einhvernveginn tókst henni að rífa mig á fætur, henda mér í sturtu og láta mig skutla sér í skólann, -fyrir klukkan 8 ... ég bara hreinlega skil ekki hvernig það gerðist???
Annars hefur hún gleðifréttir að færa ykkur, héðan í frá getur hún alltaf verið á bíl til að skutla ölvaðri mér út um allan bæ um helgar, þar sem fjölskyldan hennar var að fá sér mui mui flottan RAW!!!
Til hamingju með það Þórunn mín :-)

þriðjudagur, október 14, 2003

Skil ekkert í þessu verkefni :-( ...grát... sýnir bara hvað ég er ekki gott efni í hakkara...
Scheise hvað ég er fegin að ég sagði mig úr Áreiðanleika kerfa og Hugbúnaðarverkefni, ef ég hefði ekki gert það þá hefði ég verið í prófi 11., 12., 16., 17. og 19.... as it is þá er ég bara í prófum 11., 16. og 19. sem er náttúrulega bara brill :-)

mánudagur, október 13, 2003

Alltaf stuð í vísó...


úff hvað nýja reglan mín er erfið, ég er alltaf þreytt eða nýbúin að vera á haugafylleríi þegar mig langar til að blogga... ekki auðvelt...

mánudagur, október 06, 2003

Note to self: no blogging when tired or within 12 hours of consuming excessive amounts of alchohol...
When there´s something strange in the neighbourhood, who´re you gona call? Call Hildur!!! Ze bombmeister! Sprengjusérsveit Hildar til þjónustu reiðubúin! hebb tú þrí for hebb tú þrí for!!! Ég skal difjúsa þetta fyrir þig ekki málið, koddu bara með kóðann, smalamál, vélamál, dulmál skiptir ekki máli, ég kann þetta allt!!!

laugardagur, október 04, 2003

Ó ó óvissuferð, ó ó óvissuferð... farin var í gær. Hér eftir nefnd fullvissuferð, hér eftir nefnd fullvissuferð. Gott er að eiga góðan vin. Sól sól skín á mig ... duduru ruddum durum ... lalallalalalalala lalalalla lala lalalalal lalla ... hopp og hí og trallalí

miðvikudagur, október 01, 2003

Bara af því að mér leiðist þá hendi ég hér fram fyrri parti og ætlast til að þið botnið...

Sit hér þungum þönkum í
þreytt á bókasafni.