fimmtudagur, mars 18, 2004
miðvikudagur, mars 17, 2004
sunnudagur, mars 14, 2004
Skelfilega erfið helgi liðin.
Föstudagur: fór á smá djamm með strákunum.
Laugardagur: Vaknaði snemma og fór að redda mörkum og kylfum fyrir bandýkeppnina. Fór svo að keppa í bandý, fótbolta, CounterStrike og Tekken með liðinu mínu (HÍ-2, einnig þekkt sem Dúbbi).
Urðum í þriðja sæti sem er nú eiginlega merkilega gott þar sem við duttum út í fyrsta leiknum okkar í bandý, skorðum ekkert mark í allri fótbolta keppninni og unnum ekki round í Counter... Það skal tekið fram að liðin voru aðeins fleiri en 3, eða 5 stykki...
Beint eftir þetta var farið heim, náð í bjórinn (alla sjö kassana) og brunað með þá niðrí salinn, skellt í sig nokkrum köldum, spjallað við stelpurnar og hitt liðið (mikið gaman), sungið karíókí og farið í bæinn og dansað fram á rauða nótt (til lokunar og aðeins meir).
Sunnudagur: vakin klukkan 10:15 "Hei Hildur, geturðu verið komin niðrí skóla klukkan 11? Það er nefninlega þessi Háskólakynning..."
Komin niðrí skóla klukkan 11, setja allt upp og græja stöffið. Átti ekki að vera nema til klukkan eitt, afleysingin mætti klukkan fjögur! Sótti bílinn útá nes frá því á laugardagskvöldið, keyri með drasl niðrí skóla. Hitti strákana þar, förum og sækjum hljóðkerfið og afgangsbjórinn útá nes. Heim. Skutla Bex í bíó. Borða eina vöflu (því mamma var ekki svöng og nennti ekki að elda). Skrifa þetta. Næst á dagskrá: klukkutíma langt bað.
Sjáumst ;-)
Föstudagur: fór á smá djamm með strákunum.
Laugardagur: Vaknaði snemma og fór að redda mörkum og kylfum fyrir bandýkeppnina. Fór svo að keppa í bandý, fótbolta, CounterStrike og Tekken með liðinu mínu (HÍ-2, einnig þekkt sem Dúbbi).
Urðum í þriðja sæti sem er nú eiginlega merkilega gott þar sem við duttum út í fyrsta leiknum okkar í bandý, skorðum ekkert mark í allri fótbolta keppninni og unnum ekki round í Counter... Það skal tekið fram að liðin voru aðeins fleiri en 3, eða 5 stykki...
Beint eftir þetta var farið heim, náð í bjórinn (alla sjö kassana) og brunað með þá niðrí salinn, skellt í sig nokkrum köldum, spjallað við stelpurnar og hitt liðið (mikið gaman), sungið karíókí og farið í bæinn og dansað fram á rauða nótt (til lokunar og aðeins meir).
Sunnudagur: vakin klukkan 10:15 "Hei Hildur, geturðu verið komin niðrí skóla klukkan 11? Það er nefninlega þessi Háskólakynning..."
Komin niðrí skóla klukkan 11, setja allt upp og græja stöffið. Átti ekki að vera nema til klukkan eitt, afleysingin mætti klukkan fjögur! Sótti bílinn útá nes frá því á laugardagskvöldið, keyri með drasl niðrí skóla. Hitti strákana þar, förum og sækjum hljóðkerfið og afgangsbjórinn útá nes. Heim. Skutla Bex í bíó. Borða eina vöflu (því mamma var ekki svöng og nennti ekki að elda). Skrifa þetta. Næst á dagskrá: klukkutíma langt bað.
Sjáumst ;-)
fimmtudagur, mars 11, 2004
mánudagur, mars 08, 2004
laugardagur, mars 06, 2004
miðvikudagur, mars 03, 2004
þriðjudagur, mars 02, 2004
Hefur maður einhverntíman þurft að skrifa ritgerð eftir að maður byrjaði í háskóla? Ég hef allavega þurft að gera heilan helling af skýrslum, útdráttum og fyrirlestrum en ekki eina einustu ritgerð. Held hreinlega að ég kunni það ekki lengur, sem kemur sér helvíti illa þar sem ég á að skila einu stykki ritgerð á morgun...
Hef nýlega tekið eftir því að líf mitt er ein stór vinstri beygja. Ég tek alltaf feita vinstri beygju á planinu heima (og aldrei neitt hægri beygjubull) tek öll hringtorgin á vinstrinu (tek ekki einu sinni hægri beygju útúr þeim heldur fer svona beint...
Bruna svo beina leið í skólan, tek aftur feitt vinstra hringtorg hjá Hlöðunni, eina ponsu hægri beygju inná háskólan og svo vinstri hringsól þar til ég finn stæði... svo vinstri hringsóla ég á leiðinni heim og tek ennþá feitari vinstri hringtorg á þeirri leið (stærri hluti hringtorganna verður á leið minni núna og beygjan verður krappari og svakalegri)...
Ef einhver hefur áhuga á að vita afhverju ég fór að velta þessu fyrir mér þá er ástæðan sú að ég keypti mér ný dekk um helgina. Þessi gömlu voru öll orðin eydd í klessu vinstribeygjumeginn...
Bruna svo beina leið í skólan, tek aftur feitt vinstra hringtorg hjá Hlöðunni, eina ponsu hægri beygju inná háskólan og svo vinstri hringsól þar til ég finn stæði... svo vinstri hringsóla ég á leiðinni heim og tek ennþá feitari vinstri hringtorg á þeirri leið (stærri hluti hringtorganna verður á leið minni núna og beygjan verður krappari og svakalegri)...
Ef einhver hefur áhuga á að vita afhverju ég fór að velta þessu fyrir mér þá er ástæðan sú að ég keypti mér ný dekk um helgina. Þessi gömlu voru öll orðin eydd í klessu vinstribeygjumeginn...
mánudagur, mars 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)