mánudagur, júlí 26, 2004

Hvað ætla menn að gera um helgina?

sunnudagur, júlí 25, 2004

Dansi dansi Hildur mín
dæmalaust er stúlkan fín.
Voða fallegt krullað hár
fötin svört og augun blá

Svo er hún með strigaskó
og langar mikið útá sjó.
Heldurð´ekki' að hún sé fín
Dansi dansi Hildur sín.

 
Mikið gaman og mikið dansað um helgina.  Aftur aftur, meira meira!

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Öðruvísi mér áður brá.  Fór í útilegu í 5 daga og enginn virðist hafa saknað mín?  Ok, hluti af skýringunni er sjálfsagt að ég tók megnið af vinum mínum með fyrstu 3 dagana, en samt, smá sakn skaðar engann eða hvað?

mánudagur, júlí 12, 2004

Spáðu í því, að vera boðið í partý og taka með sér boðflennu og komast svo að því sér til skelfingar að boðflennan þekkir miklu fleiri í partýinu en þú sjálfur...

sunnudagur, júlí 11, 2004

laugardagur, júlí 10, 2004

Eftirfarandi símtal átti sér stað klukkan 18:02 í dag:

Ég: já, er þetta hjá Ríkinu?
Starfsmaður Vínbúðarinnar: já
Ég: eruð þið nokkuð að loka alveg núna?
Starfsmaður Vínbúðarinnar: já, við erum að loka núna klukkan 6
Ég: ég er hérna á leiðinni með rútu fulla af viðskiptavinum, er nokkuð séns að þið gætuð haldið opnu fyrir okkur?
Starfsmaður Vínbúðarinnar: hvar ertu nákvæmlega?
Ég: Tveimur götum í burtu
Starfsmaður Vínbúðarinnar: það ætti að nást
Ég: ok, takk fyrir, við erum á leiðinni
Starfsmaður Vínbúðarinnar: bless

4 mínútum seinna stökkvum við öll inn, það er nota bene búið að loka, en þau opna aftur tvo kassa fyrir okkur og við náum að versla.

Ég elska vínbúðina!
Magnaður dagur, týndi eitt stykki útlending í Bláa lóninu og bauð hátt í 30 manns í partý sem ég ætlaði ekki einu sinni að mæta sjálf í...

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Hversu lélegur smiður getur eitt stykki ég verið. IKEA húsgögnin brotna í höndunum á mér þegar ég reyna af veikum mætti að púsla þeim saman. Og núna nýjast, það eru ekki bara húsgögnin sem brotna heldur skrúfurnar, já ég segi og skrifa: SKRÚFURNAR!
Mér er hætt að standa á sama!
Tölvunni minni og skjánum (sem hafa átt í löngu og gjöfulu sambandi, þó að ég bíði enn eftir fyrsta baby-laptop afkvæmi þeirra) hafa greinilega ákveðið að veita smá birtu inní líf mitt. Þau hafa hreinlega tekið sig til og gert allt sem á skjánum birtist gult Gult GULT. Aðeins einn galli, allt verður með undarlegum rauðum blæ þegar ég hætti að horfa á skjáinn. Hvítir veggir verða bleikir, himininn er fjólublár, nett fönký!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Ef ég hefði ekki orðið bílnum mínum að aldurtila og meitt mig í leiðinni um þar síðustu helgi þá væri ég á leiðinni á æfingu á eftir að læra að dansa Cats dansa. Ég elska Cats, mig langar svo að geta mætt :(

mánudagur, júlí 05, 2004

Bara svona temporary, gæti samt alveg orðið varanlegt...
Reyni að smella inn commentakerfi við tækifæri... (vantar gömlu slóðina mína :( sniff sniff)
Helgin?
Mín var allavega alveg gjörsamlega æðisleg... kom uppí bústað á föstudagskvöldi, opnaði bjórinn, borðaði ótrúlega góðan grillmat, kenndi fjölskyldunni Catan og vann ekki Fór svo í pottinn og að sofa.
Vaknaði á laugardag, spilaði Catan, fékk mér morgunmat chillaði hressilega áður en við grilluðum nautalundir (NAMM og slurp) og spiluðum Catan í þetta skiptið vann ég! Pabbi vann í hin skiptin bæði, en eins og mamma sagði þá "hentar honum bara ekki að tapa".

Þetta var svo nice að mig langar aftur...

hmmm... ég gerði nú ýmislegt fleira en að spila Catan... man samt varla eftir því í svipinn... ehh jú, nýjasta artprojectið mitt fór í full swing (málaði þetta líka feikiflotta svín og krukku, orðin massíft góður málari -eða þannig) og svo svaf ég og svaf og svaf og buslaði í pottinum þess á milli.

Já, ég neyddi hundinn líka til að synda, kastaði spítu jafn langt útá vatn og ég gat og lét hana sækja, gekk samt ekki alveg nógu vel því ég gat eiginlega ekkert kastað langt (svoldið slöpp í hægri hendinni sko) svo að hundspottið botnaði eiginlega allan tímann... sem er svoldið mis ef tilgangurinn er að kenna henni að synda...

Er alveg að sturlast núna, mig langar svo að kroppa en nei skamm má ekki!

fimmtudagur, júlí 01, 2004

7 glerbrotið í dag... alltaf gaman að pikka þetta úr höfðinu á sér...