mánudagur, júlí 05, 2004

Helgin?
Mín var allavega alveg gjörsamlega æðisleg... kom uppí bústað á föstudagskvöldi, opnaði bjórinn, borðaði ótrúlega góðan grillmat, kenndi fjölskyldunni Catan og vann ekki Fór svo í pottinn og að sofa.
Vaknaði á laugardag, spilaði Catan, fékk mér morgunmat chillaði hressilega áður en við grilluðum nautalundir (NAMM og slurp) og spiluðum Catan í þetta skiptið vann ég! Pabbi vann í hin skiptin bæði, en eins og mamma sagði þá "hentar honum bara ekki að tapa".

Þetta var svo nice að mig langar aftur...

hmmm... ég gerði nú ýmislegt fleira en að spila Catan... man samt varla eftir því í svipinn... ehh jú, nýjasta artprojectið mitt fór í full swing (málaði þetta líka feikiflotta svín og krukku, orðin massíft góður málari -eða þannig) og svo svaf ég og svaf og svaf og buslaði í pottinum þess á milli.

Já, ég neyddi hundinn líka til að synda, kastaði spítu jafn langt útá vatn og ég gat og lét hana sækja, gekk samt ekki alveg nógu vel því ég gat eiginlega ekkert kastað langt (svoldið slöpp í hægri hendinni sko) svo að hundspottið botnaði eiginlega allan tímann... sem er svoldið mis ef tilgangurinn er að kenna henni að synda...

Er alveg að sturlast núna, mig langar svo að kroppa en nei skamm má ekki!

Engin ummæli: