miðvikudagur, maí 12, 2004

Hvað sagði ég um samsærið! Fann ég þetta á mér? Dagin eftir að ég kvarta þá er bara búið að breyta gjörsamlega öllu... tekur mig einhverja daga að skoða þetta allt...

þriðjudagur, maí 04, 2004

Samsæri?

Í hvert eitt og einasta skipti sem ég hef á undanförnum vikum ætlað að laumast til að blogga smá þá kemur Blogger með eitthvað nýtt gimmik sem ég neyðist til að skoða. Þetta þýðir allajafna að tveimur klukkutímum eftir að ég opna blogger.com átta ég mig á því að ég er stödd einhverstaðar lengst útí rassgati internetsins að skoða eitthvað sem ég hef takmarkaðan áhuga á, ekkert búin að blogga og orðin sein á æfingu.
Þetta náttúrulega gengur ekki lengur, héðan í frá mun ég skrifa allt sem mig langar til að blogga í textaskjal og copy/paste-a svo yfir.
Annars ef einhvern langar að senda mér gmail þá er slóðin tezlanATgmail.com :-)

og ef ykkur leiðist þá mæli ég með Nornunum, Óskímon og auðvitað Baggalúti

sjáumst