sunnudagur, nóvember 30, 2003

hahaha rifjaðist upp fyrir mér rétt í þessu að Oggi krullaði á mér hárið í gær, bara fyndið. Verð að muna að gera þetta einhverntíman við einhvern saklausan krullhaus :p
fyndið
Note to self: Blogging drunk is not allowed...
Úlalala minn fékk verðlaun!!! eða viðurkenningu, fyrir ósýnilegustu kylfuna og fyrir að vera dugleg að fella fólk... þakka kærlega fyrir mig!!!
Massastuð!!! Mæli með því að fólk skrattist niðrí bæ öðru hverju! Mikið gaman mikið fjör... hitti enn ein af hinum margrómuðu sætu HíR strákum... ætli HÍ strákarnir verði vondir við mig fyrir að segja þetta... aldrei að vita.
Svo mættu náttúrulega Túts og Jóhanna, algjörar krúttbolur ;-) aftur mikið gaman...

laugardagur, nóvember 29, 2003

Er búin að vera í hátt í klukkutíma hoppandi og boxandi niðrí kjallara, alveg meiriháttar!!! Ætla svo í gufu áður en ég held út á lífið. Þetta er frábær dagur!!!
Vissuð þið að Simply the best með Judas Priest er hreinlega æðislegur diskur, ég kemst í algjört ofvirknikast við að heyra hann!

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Uppi eru kenningar um að ákveðnir aðilar (ég) séu að reyna að gera út af við fjölskyldu mína. Neita ég þessum ásökunum alfarið!

mánudagur, nóvember 24, 2003

hmmm er prakkarastrik í vændum...

laugardagur, nóvember 22, 2003

shit... það er ekki hægt að hlaupa á svona hælum!!! Drap mig næstum þegar mér heyrðist síminn vera að hringja!!!
er eiginlega orðin hálf lofthrædd á því að vera í þessum skóm...
Suma daga missir maður sig alveg gjörsamlega... í dag er einn af þeim. Ég geng um á 9.5 cm háum hælum og hlusta á spænska gítartónlist í botni... Það sem er þó öllu verra er að ég er alvarlega að íhuga að fara í þeim útúr húsi... þeir eru svo rennisléttir að það hálfa væri miklu meira en hellingur!
Í gær var ég reglulega ánægð með sjálfa mig. Ekki vegna þess að ég hafi skyndilega fundið húmorinn aftur, né vegna þess að ég var svo dugleg í skólanum. Nei ó nei, ástæðan var sú að ég hafði eignast eitt stykki einka prívat sjálfsaga. Tól sem ég hef leitað að lengi og er af mörgum talið að orsök allra minna vandamála megi rekja til þess að ég hef aldrei átt svoleiðis.
Hinn nýfundni sjálfsagi minn entist þó ekki nema í þrjá daga. Þá hreinlega réð ég ekki við mig lengur og hringdi úr GSMinum... 29 sekúndur... hljómar ekki mikið, en markar þó endalok þess tímabils lífs míns sem ég hafði nokkra stjórn á sjálfri mér.

Vonandi mun ég rekast á sjálfsagann aftur síðar...

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Kann ekki að læra... helvítis...
hmmm milli eitt og tvö í nótt sat ég á gólfinu inní bílskúr og skrúfaði símann minn í sundur með veiðihníf... finnst engum öðrum það hljóma óeðlilega???

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Þunglyndislegt leiðindaþrugl framundan, lesist á eigin ábyrgð, mælt með því að viðkvæmir hafi augun lokuð við lesturinn.

Mér leiðist alveg ótrúlega mikið. Ég á nákvæmlega 17 krónur í banka (og ekki eina einustu í vasa eða veski). Ég á ekki ökuskírteini. Herbergið mitt lítur út eins og sprengja hafi sprungið þar inni. Samt tók ég til í gær. Ég er ekki búin með heimadæmi í Hagverkfræði. Ég gerði ekki síðasta skiladæmi í Uppbyggingu. Mig kvíðir fyrir næstu önn. Sérstaklega Greiningunum og iðnaðartölfræði (sem ég er nota bene ekki einu sinni með rétta undanfara fyrir). Bíllinn minn er gjörsamlega bensín laus. Mér reiknast til að ég muni komast einn þriðja af leiðinni heim á eftir (ef miðað er við að gula ljósið taki að loga þegar 9 Lítrar bensíns eru í tanknum). Man samt ekki hvort ljósið kviknar þegar 8 lítrar eru eftir, frekar en 9. Gæti samt vel trúað því. Mér er illt í maganum. Ég þarf að klára Hagverkfræði verkefni í fyrramálið. Ég veit varla um hvað það verkefni snýst. Enginn af vinum mínum hefur haft samband að fyrra bragði nema Þórunn í gvuð má vita hvað langan tíma. Ég er ekki lengur fyndin. Ég á nánast engin föt til að vera í. Það er komið gat á uppáhaldsbuxurnar mínar. Báðar þeirra. Er með einhvern furðulega þurrk í auganu sem neitar að fara, þrátt fyrir tvo lyfseðla og nokkra þúsundkalla. Ég hef engan sjálfsaga og hef aldrei haft. Mér verður kalt á puttunum þegar ég skrifa á lyklaborð. Ég nota lyklaborð nánast allan daginn. Mér er alltaf kalt á puttunum. Ég skulda pening útum allan bæ. Það er varla möguleiki á að ég geti borgað það til baka fyrr en eftir einhverja mánuði. Það stefnir allt í að ég þurfi að fara að vinna með skóla. Ekki fræðilegur. Þarna kemur sjálfsagaleysið aftur. Ég þykist vera að fara til útlanda eftir mánuð. Get ekki borgað það. Hata peninga. Hata peningaleysi meira. Fínu skórnir mínir eru orðnir sjúskaðir. Það er dimmt úti. Alltaf. Afhverju eru allir í kringum mig alltaf svona glaðir. Helvítis. Ég þarf á klósettið. Best ég geri það núna. Bless.
Er ég nörd?
Einn af nördunum mætti með innpakkað straujárn niðrí nörd áðan.
Ég fer náttúrulega að forvitnast (enda veit ég sem er að nördar eru ekkert alltof heimilislegir í eðli sínu).
Nema hvað, segir hann mér þá ekki að hann hafi fengið vírus um helgina og sé á leiðinni heim að strauja harðadiskinn!!!

sunnudagur, nóvember 16, 2003

laugardagur, nóvember 15, 2003

Hehehe gærkvöldið var svoldið spes, ótrúlega skemmtilegt samt. Strákarnir héldu á mér í kóngastól, við dönsuðum uppá borðum og ullum usla eins og sumir myndu orða það...
kannski ég segi ykkur meira seinna, er bara í hópverkefni og það er bannað að svindla...
Að festast í miðbænum er ekki sniðugt. Ég er svo þreytt...

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Afmælisbarn dagsins er hún Eysí skvísí ;-) til hamingju með daginn!!!
Viva le Prezidente!!!

laugardagur, nóvember 08, 2003

Haffi!!! Þú mættir ekki í vísindaferð!! *móðg*

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

PS enginn hefur skrifað í gestabókina mína síðan í maí (nema Tiffany með stóru brjóstin) svo hún er farin niður (gestabókin sko, þó svo að ég efist ekki um að Tiffany fari niður og þá sérstaklega á menn). Megi hún hvíla í friði (báðar).
úrslit síðustu könnunar má nálgast hér
Zang! Who is that, sprinting over the plains! It is Hildur, hands clutching a meaty axe! And with a bloodthirsty cry, her voice cometh:

"I'm going to bruise you beyond mortal comprehension!"
-----
gjörsamlega tilgangslaust, ég bara stóðst ekki mátið að tjékka á stríðsöskrinu mínu...

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Þá er það offical, ég held með Dallas Stars í NHL deildinni í hokký. Og það er eins gott fyrir þá að standa sig betur en Detroit Redwings og Colarado Avalanche, annars tapa ég kippu af bjór!!!

mánudagur, nóvember 03, 2003

ég ætla að deyja úr leiðindum/lærdómi núna. Nákvæmlega NÚNA!

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Gærkvöld:
Boðbjórdrykkja, -ég vann ;-)
Trekt af bjór
Braut flösku af einhverju sterku
Söng í Karókí
og fleiri minniháttar skandalar...

laugardagur, nóvember 01, 2003

I feel like a celebrity!!! Sá sko Ósk, as in oskimon, í eigin persónu í dag... tók meira að segja með henni lyftu og allt. Rosalegt.
hmmm mörg plön fara úrskeiðis, eða öllu heldur þó maður geri ekki plön þá gerast hlutir samt.
Var að koma heim af skralli... Ég og Þórunn, tvær stelpur, eitt markmið -> kíkja á sem flesta staði... held við höfum komist upp í 11 eða 12 áður en við fórum heim.

setning kvöldsins:
(í mónótón) you are sad and groose you are sad and groose ... slut...

lag kvöldsins:
flautulagið úr Kill Bill

klósettferð kvöldsins:
þessi í Þróttaraheimilinu

skemmtikrafur kvöldsins
trúbadorinn á Celtic

atburður dagsins
þegar ég flaug niður Arnarhól og hljóp á eftir Þórunni upp allan helvítis Laugaveginn

Skemmtistaðalisti (in no particular order)
Hressó
22
Sólon
Felix
De Boomkicker
Nelly´s
Celtic
Ari í Ögri
Grand Rokk
Prikið
11
man ekki meir...