þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Er ég nörd?
Einn af nördunum mætti með innpakkað straujárn niðrí nörd áðan.
Ég fer náttúrulega að forvitnast (enda veit ég sem er að nördar eru ekkert alltof heimilislegir í eðli sínu).
Nema hvað, segir hann mér þá ekki að hann hafi fengið vírus um helgina og sé á leiðinni heim að strauja harðadiskinn!!!

Engin ummæli: