Í gær var ég reglulega ánægð með sjálfa mig. Ekki vegna þess að ég hafi skyndilega fundið húmorinn aftur, né vegna þess að ég var svo dugleg í skólanum. Nei ó nei, ástæðan var sú að ég hafði eignast eitt stykki einka prívat sjálfsaga. Tól sem ég hef leitað að lengi og er af mörgum talið að orsök allra minna vandamála megi rekja til þess að ég hef aldrei átt svoleiðis.
Hinn nýfundni sjálfsagi minn entist þó ekki nema í þrjá daga. Þá hreinlega réð ég ekki við mig lengur og hringdi úr GSMinum... 29 sekúndur... hljómar ekki mikið, en markar þó endalok þess tímabils lífs míns sem ég hafði nokkra stjórn á sjálfri mér.
Vonandi mun ég rekast á sjálfsagann aftur síðar...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli