miðvikudagur, júlí 30, 2003

Líst vel á næstu daga vikur og mánuði, bjartsýni er ríkjandi í heimi Hildar þessa stundina :-)

og ef einhver vill kíkja með mér og sjá Darcy í bíó annað kvöld endilega hringja í mig...

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Kemst ekki með í útilegu um helgina

sunnudagur, júlí 20, 2003

Fór með IAESTE til Skaftafells núna þessa helgi og það var alveg rosalega gaman. GEÐVEIKT veður, alveg sól og bongó! Sumir brunnu smá, enda pakkaði engin sólarvörn (nema Helga og ég fékk hjá henni *nananana*) og búðin á staðnum átti ekki til neina vörn... Svo nú er ég rauð og sæt...
Fór meðal annars að vaða í einhverri á/læk í fötunum, voða sniðugt... allir hinir (við vorum 6, restin ~ 30 voru einhverstaðar annarsstaðar) fóru úr skónum og brettu uppá buxurnar, en neeei, ég stökk náttúrulega bara útí og fór að skvetta á þau (mjög gaman!). Svo óð ég eitthvað innúr og þau komu svo syndandi á eftir mér. Svo lét ég plata til að fara synda með þeim, alveg ótrúlega skemmtilegt.
Tölti líka upp að Svartafossi og túristaðist.
Datt svo í það á laugardegi og vorum að syngja og spjalla fram eftir nóttu!
Já sko, þetta var bara alveg snilldar helgi!!!

Og Rúna, ég mæli með því að þú sækist eftir því að gerast svona AISEC gella... þá getum við verið að skipuleggja svona alveg allan daginn út og inn ;-)

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Hildur says:
Svaf yfir mig (var ég að horfa á vídjó fram á nótt, -nei hélt ekki)... var komin út á tröppur 9:05 (sem er nokkuð gott miðað við að ég vaknaði 8:45) en hvað gerist...
Bílinn minn er horfinn!!! ARRRRGGG hugsa ég, ég sem faldi bíllyklana sérstaklega svo bróðir minn gæti ekki stolið bílnum
Hildur says:
nema hvað, hann hefur stolið bílnum og öllu mínu hafurtaski.
Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta ekkert svo slæmt, nema hvað pabbi er útúr bænum á bílnum sínum og mamma var í vinnunni á bílnum sínum. Sé ég þá ekki litlu rauðu tíkina (ath: tík = bíldrusla) og hugsa: tek þessa.
Hildur says:
Ræsi Tönju (eiganda áðurnefndrar tíkar) en neeeeeiii, hún er búin að týna bíllyklunum!!! Ég meina týna þeim, hvernig týnir maður bíllykli?!?!?!!
Hildur says:
Svo það endaði á að ég tók leigubíl í vinnuna, alltof sein, átti að mæta á fund klukkan 9:30, var of sein. UTTER SUCKY KRAPPINESS!!!

laugardagur, júlí 12, 2003

Fjúff, hvað ég er þreytt. Hvenær á maður eiginlega að fá að sofa út? Ég er alveg gjörsamlega búin að því, svaf 4 tíma síðustu nótt (og var geðveikt þreytt eftir vikuna), fór svo óvart á eitthvað djamm í gær, klukkan var að ganga fimm þegar ég kom heim. Og svo náttúrulega vakna snemma í dag... shhhhjjjjiiii... hvað ég er þreytt...
Pæling að fara jafnvel bara að leggja sig...

föstudagur, júlí 11, 2003

Dumdurumm... ótrúlega skrýtið hvað einn lítil vísindaferð getur haft mikil áhrif á líf manns... Núna í vor fór ég einmitt í eina svona life changing vísó, lenti á tali við stelpu sem sagði mér frá alveg hreint ótrúlega sniðugu félagi sem hún var í forsvari fyrir, namely IAESTE. Ég náttlega læt platast alveg um leið, og núna er ég komin á kaf í þetta IAESTE dót, partý hægri vinstri, Esju ferðir, útlendingaeftirlit (sorrý, útlendingastofnun), Danmerkur ferð, sækjandi útlinga á Loftleiðir um miðja nótt og so videre og videre. Allt af því að mér finnst bjór góður...

mánudagur, júlí 07, 2003

Haffi þér ferst!!!

Annars á ég ekkert frekar von á að ég nenni að skrifa eitthvað mikið hérna inn í sumar, maður er alltaf í einhverju aksjóni eða þá sofandi og hefur enga orku í eitthvað svona heimasíðu/blogg vesen...

fimmtudagur, júlí 03, 2003

tralalala ég er að fara til útlanda í ágúst nananana híhíhí :-)
búin að panta flug og alles, ég er svo dugleg (ferðaskrifstofan Mamma, -ef þú veist hvað ég meina)

Annars er ég með alveg ferlegt lag á heilanum: "JockStrap we rap, G-String I sing..." þeir sem voru með mér á Spáni kannast kannski við að ég hafi sungið þessa laglínu full oft (og svo náttúrulega: "það er svo undarlegt með unga menn...")

þriðjudagur, júlí 01, 2003

úpps... klikkaði alveg á að láta ykkur vita að ég væri búin með Potterinn, kláraði hann samdægurs. Vill einhver vita endinn??? híhíhí
Anyway þá var helgin fín hjá mér, ætlaði í partý og fór í partý, en ruglaði eitthvað aðeins saman húsnúmerum svo ég fór í vitlaust hús og dinglaði á vitlausri bjöllu og fann svo ekki partýið. Fór bara heim í fýlu, en sem betur fer þá á ég vini á msn sem nenna að tala við mig (kannski svona einu sinni í viku, ekki oftar) og buðu mér heim að glápa á vídjó. Sem ég og gerði. Gaman að glápa á vídjó.

Laugardagurinn fór svo allur í að lesa Potter og glápa meira á vídjó, og sunnudagurinn var álíka mikil leti. Semsagt, letilíf and I like it!!! :-P