sunnudagur, júlí 20, 2003

Fór með IAESTE til Skaftafells núna þessa helgi og það var alveg rosalega gaman. GEÐVEIKT veður, alveg sól og bongó! Sumir brunnu smá, enda pakkaði engin sólarvörn (nema Helga og ég fékk hjá henni *nananana*) og búðin á staðnum átti ekki til neina vörn... Svo nú er ég rauð og sæt...
Fór meðal annars að vaða í einhverri á/læk í fötunum, voða sniðugt... allir hinir (við vorum 6, restin ~ 30 voru einhverstaðar annarsstaðar) fóru úr skónum og brettu uppá buxurnar, en neeei, ég stökk náttúrulega bara útí og fór að skvetta á þau (mjög gaman!). Svo óð ég eitthvað innúr og þau komu svo syndandi á eftir mér. Svo lét ég plata til að fara synda með þeim, alveg ótrúlega skemmtilegt.
Tölti líka upp að Svartafossi og túristaðist.
Datt svo í það á laugardegi og vorum að syngja og spjalla fram eftir nóttu!
Já sko, þetta var bara alveg snilldar helgi!!!

Og Rúna, ég mæli með því að þú sækist eftir því að gerast svona AISEC gella... þá getum við verið að skipuleggja svona alveg allan daginn út og inn ;-)

Engin ummæli: