föstudagur, júlí 11, 2003

Dumdurumm... ótrúlega skrýtið hvað einn lítil vísindaferð getur haft mikil áhrif á líf manns... Núna í vor fór ég einmitt í eina svona life changing vísó, lenti á tali við stelpu sem sagði mér frá alveg hreint ótrúlega sniðugu félagi sem hún var í forsvari fyrir, namely IAESTE. Ég náttlega læt platast alveg um leið, og núna er ég komin á kaf í þetta IAESTE dót, partý hægri vinstri, Esju ferðir, útlendingaeftirlit (sorrý, útlendingastofnun), Danmerkur ferð, sækjandi útlinga á Loftleiðir um miðja nótt og so videre og videre. Allt af því að mér finnst bjór góður...

Engin ummæli: