Þunglyndislegt leiðindaþrugl framundan, lesist á eigin ábyrgð, mælt með því að viðkvæmir hafi augun lokuð við lesturinn.
Mér leiðist alveg ótrúlega mikið. Ég á nákvæmlega 17 krónur í banka (og ekki eina einustu í vasa eða veski). Ég á ekki ökuskírteini. Herbergið mitt lítur út eins og sprengja hafi sprungið þar inni. Samt tók ég til í gær. Ég er ekki búin með heimadæmi í Hagverkfræði. Ég gerði ekki síðasta skiladæmi í Uppbyggingu. Mig kvíðir fyrir næstu önn. Sérstaklega Greiningunum og iðnaðartölfræði (sem ég er nota bene ekki einu sinni með rétta undanfara fyrir). Bíllinn minn er gjörsamlega bensín laus. Mér reiknast til að ég muni komast einn þriðja af leiðinni heim á eftir (ef miðað er við að gula ljósið taki að loga þegar 9 Lítrar bensíns eru í tanknum). Man samt ekki hvort ljósið kviknar þegar 8 lítrar eru eftir, frekar en 9. Gæti samt vel trúað því. Mér er illt í maganum. Ég þarf að klára Hagverkfræði verkefni í fyrramálið. Ég veit varla um hvað það verkefni snýst. Enginn af vinum mínum hefur haft samband að fyrra bragði nema Þórunn í gvuð má vita hvað langan tíma. Ég er ekki lengur fyndin. Ég á nánast engin föt til að vera í. Það er komið gat á uppáhaldsbuxurnar mínar. Báðar þeirra. Er með einhvern furðulega þurrk í auganu sem neitar að fara, þrátt fyrir tvo lyfseðla og nokkra þúsundkalla. Ég hef engan sjálfsaga og hef aldrei haft. Mér verður kalt á puttunum þegar ég skrifa á lyklaborð. Ég nota lyklaborð nánast allan daginn. Mér er alltaf kalt á puttunum. Ég skulda pening útum allan bæ. Það er varla möguleiki á að ég geti borgað það til baka fyrr en eftir einhverja mánuði. Það stefnir allt í að ég þurfi að fara að vinna með skóla. Ekki fræðilegur. Þarna kemur sjálfsagaleysið aftur. Ég þykist vera að fara til útlanda eftir mánuð. Get ekki borgað það. Hata peninga. Hata peningaleysi meira. Fínu skórnir mínir eru orðnir sjúskaðir. Það er dimmt úti. Alltaf. Afhverju eru allir í kringum mig alltaf svona glaðir. Helvítis. Ég þarf á klósettið. Best ég geri það núna. Bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli