Eftirfarandi símtal átti sér stað klukkan 18:02 í dag:
Ég: já, er þetta hjá Ríkinu?
Starfsmaður Vínbúðarinnar: já
Ég: eruð þið nokkuð að loka alveg núna?
Starfsmaður Vínbúðarinnar: já, við erum að loka núna klukkan 6
Ég: ég er hérna á leiðinni með rútu fulla af viðskiptavinum, er nokkuð séns að þið gætuð haldið opnu fyrir okkur?
Starfsmaður Vínbúðarinnar: hvar ertu nákvæmlega?
Ég: Tveimur götum í burtu
Starfsmaður Vínbúðarinnar: það ætti að nást
Ég: ok, takk fyrir, við erum á leiðinni
Starfsmaður Vínbúðarinnar: bless
4 mínútum seinna stökkvum við öll inn, það er nota bene búið að loka, en þau opna aftur tvo kassa fyrir okkur og við náum að versla.
Ég elska vínbúðina!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli