Hef nýlega tekið eftir því að líf mitt er ein stór vinstri beygja. Ég tek alltaf feita vinstri beygju á planinu heima (og aldrei neitt hægri beygjubull) tek öll hringtorgin á vinstrinu (tek ekki einu sinni hægri beygju útúr þeim heldur fer svona beint...
Bruna svo beina leið í skólan, tek aftur feitt vinstra hringtorg hjá Hlöðunni, eina ponsu hægri beygju inná háskólan og svo vinstri hringsól þar til ég finn stæði... svo vinstri hringsóla ég á leiðinni heim og tek ennþá feitari vinstri hringtorg á þeirri leið (stærri hluti hringtorganna verður á leið minni núna og beygjan verður krappari og svakalegri)...
Ef einhver hefur áhuga á að vita afhverju ég fór að velta þessu fyrir mér þá er ástæðan sú að ég keypti mér ný dekk um helgina. Þessi gömlu voru öll orðin eydd í klessu vinstribeygjumeginn...
þriðjudagur, mars 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli