fimmtudagur, október 23, 2003

Svo lofaði ég Rökkva að ég mundi plögga stand-upinu hans smá á heimasíðunni minni (en ég gaf honum ekki upp slóðina, nú heldur hann sjálfsagt að þetta sé ímynduð heimasíða sem sé aðeins til í furðulegum hugarheimi mínum (sem þegar ég hugsa betur um það gæti jafnvel vel verið)).

*scheise-þetta-var-löng-setning*

En hvað um það, Rökkvi sem er ekki fyndnasti maður Íslands þó hann vildi gjarnan vera það, er með Stand-Up á Stúdentakjallaranum annað kvöld (föstudagskvöld).

Það byrjar einhverntíman og er búið einhverntíman líka. Bjór kostar örugglega ekki mikið og þetta verður sennilega allavega pínulítið fyndið, kannski.

Á svo ekki bara að skella sér???

Það skal tekið fram að ég fæ borgaði í bjór fyrir að segja þetta. Allavega ef ég get sannfært hann um að þessi heimasíða sé til.

Engin ummæli: