sunnudagur, janúar 19, 2003

Dömur mínar og herrar, mig langar að segja nokkur orð:
Fyrst til allra þeirra sem áttu þátt í því að gera gærkvöldið/nóttina jafn skemmtilega og eftirminnilega og það/hún var. Kærar þakkir og þetta á sérstaklega við um þig Þórunn :-)
Til allra þeirra sem ég hitti í kvöld (nema þessara leiðinlegu sem voru ekkert skemmtilegir og gerðu ekkert annað en að reyna að sníkja bjór) takk kærlega!
Lögreglan í Reykjavík fær einstakar þakkir fyrir að setja upp 4 lögreglubíla vegatálma við Grensásveg í kvöld. Það er eins gott fyrir ykkur, löggimann minn góður, að þið hafið verið að eltast við hættulegan glæpamann, því annað eins og að stoppa fólk af handahófi (eða eftir andfýlu) minnir óneytanlega töluvert á misbeytingu valds. Er bara allt í lagi að lögreglan megi haga sér eins og henni sýnist? Þurfa ekki einhverjar reglur að gilda um hvar og hvenær lögreglan má stöðva menn. Á svona lagað bara að vera háð geðþótta ákvörðun fúllynds varðstjóra sem er illa við fólk á silfurgráum bílum, -ég bara spyr?!?!
Eyrún fær sérstakar þakkir fyrir að fara ekki beint heim (og þar af leiðandi fyrir að hafa ennþá verið í bænum þegar ég hringdi í hana), Eyrún mín, við verðum að endurtaka skápinn einhverntíman... "total eclypse of my heart...".
Þórunn og Finnur fá viðleitni verðlaunin fyrir að hafa gert heiðarlega tilraun til að TROÐA sér með okkur inn í skápinn. Og svo síðast en ekki síst Olga og Gústi fyrir að hafa a) kennt mér að blóta á þýsku og b) haldið partý!!!
I love you all!!!
Við gerum okkar gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta, en aðeins betur það er það sem þarf...

Engin ummæli: