fimmtudagur, janúar 16, 2003

Sumir dagar eru ekki góðir dagar...
Ætlaði á fætur í morgunn, en veggurinn við rúmið mitt þvældist eitthvað fyrir mér, búin að vera drepast úr hausverk í allan morgun. Líður aðeins betur núna. Mamma og pabbi skemmtu sér stórvel yfir óförum mínum, þau hlógu eins og vitleysingar í korter. Gott að vita að maður færi gleði og hamingju inn í líf einhvers...

Engin ummæli: