Eva kom í bíó, hún er skemmtileg. Þið hin hafið verið downgrade-uð niðrí kunningja.... nei segi bara svona...
Annars kom svoldið skringilegt fyrir mig í dag. Ég var á leiðinni í tíma þegar ég mæti stelpu sem ég þekki. Vandamálið er bara að ég þekki hana ekkert vel, allavega get ég ómögulega munað hvað hún heitir og/eða hvaðan ég þekki hana...
Þetta er semsagt frekar vandræðalegt, því við köstum kveðju á hvor aðra þegar við mætumst, en í staðin fyrir að halda áfram í sitthvora áttina þá stoppar hún og virðist vilja spjalla aðeins við mig.
Samtalið fer hér á eftir:
Hún: "Hæ, hvað segirðu?"
Ég: "Bara allt fínt, en þú?"
Hún: "Já bara allt gott líka"
...hérna ákveð ég að nota The quick escape route og segi...
"Heyrðu ég verð að drífa mig, ég er að verða of sein í tíma"
Hún (frekar hissa) "Ha? Náðirðu inn? Til hamingju!"
...nú er ég farin að sjá að þetta samtal er ekki alveg að þróast eins og ég átti von á, svo ég segi varfærnislega:
"Ég er ekki í ..uhh... læknisfræði..."
Hún: "Ohh, hvað ertu þá að gera"
Ég: "Ég er í verkfræði"
Hún (með undrun og aðdáun í rómnum) : "Vá, þú skiptir bara alveg yfir í eitthvað allt annað!?!"
Ég: "...ehhh... heyrðu ég verð að þjóta, við sjáumst"
Hún: "Gangi þér vel"
Ég: "Sömuleiðis!"
Það versta er bara að ég man að ég hef alltaf kunnað virkilega vel við þessa stelpu, ég bara get ekki munað hvaðan!!!
laugardagur, janúar 11, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli