þriðjudagur, janúar 14, 2003

Slæmur dagur
Dagurinn í dag er slæmur dagur.
Það er ekki nóg með að ég hafi verið í meira en hálfa klukkustund að komast í helvítis skólann, þegar ég kom í skólann eru náttúrulega engin stæði svo ég hringsóla á stæðinu eins og asni með Þórunni "growing steadily more pirred" í sætinu við hliðina á mér.
Á endanum gefst ég upp, legg útá götu og gef skít í þetta.
Þegar inn er komið blasir við fullur salur af fólki, einu mögulegu sætin eru einhversstaðar inn við miðju raðanna, þannig að maður þarf að ryðjast eins og fíll í flugvél og stíga á milljón tær, detta um þúsund skólatöskur og almennt fara í taugarnar á öllum til að komast þangað.
Ég gafst upp, henti inn handklæðinu og játaði mig sigraða.
Það var buguð mannvera sem staulaðist yfir í tæknigarð til að vara aðra við því ófremdarástandi sem ríkir við Háskóla Íslands.

Engin ummæli: