föstudagur, janúar 03, 2003

Jæja, þá eru áramótin fyrri og hin síðari liðin, fjölskyldan virðist stefna í að gera tvöföld áramót að hefð, -ekkert nema gott um það að segja.

Á nýju ári er ég búin að gera, tja, nokkuð margt skemmtilegt;
ég sá "Two Towers" (núna rétt áðan),

ég fór í fyrsta skipti á ævinni í kapp um hver gæti rennt sér lengra á maganum út á hálffrosið Skorradalsvatn áður en ísinn brysti (það varð jafntefli = ég vann (vil bara ekki svekkja aðra keppendur)),

ég hef kastað mér yfir grindverk þegar ég sá að tívolíbomba myndi springa á jöriðinni í 1,5 metra fjarlægð (einhverjir voru ekki alveg með rétta stærð af hólkum, -ábyggilega ekki neinn sem ég þekki...neeeeei...),

ég hef unnið öll spil sem ég hef tekið þátt í (nema eitt Sequence og ég vann hin 4 -so that doesn´t count),

ég fékk einkunnir í tveimur fögum ég náði eðlisfræðinni með 6 og fékk 9 í stærðfræðimynstrum (til hamingju ég!!!)

og sitthvað fleira.


Þetta ár leggst bara vel í mig, júhú!!!

P.S. gleymdi þessu:
drakk krapabjór -svoldið eins og slush úr ísbúðunum en með bjórbragði (einhver gleymdi bjórnum mínum úti)
ætlaði að hrækja á jörðina en hitti ekki (*it´s so embarrassing*)

Engin ummæli: