sunnudagur, janúar 05, 2003

Plan kvöldsins var að kíkja til Gústa og drekka bjór. Fór svoldið úrskeiðis. Enginn til að skutla mér, sem þýddi að ég fór á bíl...and we all know what that means...
Á leiðinni út hrundi ég niður stigann, ég var ekki einu sinni að labba niður eða neitt, ég bara stóð kjurr í einni tröppunni og svo skyndilega stóð ég ekki lengur. Voðalega furðulegt. Anyway: ég hélt á poka með tveimur bjórum í þegar ég datt, fór svo með pokann og úlpuna mína útí bíl og skyldi þau þar eftir á meðan við skruppum aðeins niðrí bæ. Þegar ég kom heim (núna) fatta ég að annar bjórinn hafði sprungið og lekið útum allt. Góð lyktin í bílnum...eða þannig!

Eini ljósi punkturinn sem ég sé er að bjór er ekki jafn slæmur og olía, -Eva Hrund "I feel so sorry for you"!!!!

Engin ummæli: