fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Fór á minn fyrsta fótboltaleik á ævinni í gær! Mikið gaman, Einar reddaði okkur stúkusætum á síðustu stundu, þannig að ég sat á bekk B (næst fremst), með Íslandssólgleraugu eins og Gunni keypti sér á íshokkýheimsmeistarakeppninni (29) í vor.

Spurning hvort ég eigi núna aldrei að fara á landsleik framar (þar sem Ísland hefur alltaf unnið þegar ég mæti) eða hvort ég verði að mæta á alla leiki til að hjálpa Íslandi að vinna. Gæti reyndar tekið þriðja kostinn og mætt bara þegar Ísland er nokkuð öruggt um sigur...

Engin ummæli: