fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Landmannalaugar um síðustu helgi, algjör snilld þrátt fyrir að ég hafi gleymt dálítið stórum hluta af matnum fyrir 30 mann hóp og öllum diskum og hnífapörum heima. Held það sé orðin staðreynd að það þarf alltaf eitthvað eitt að klikka hjá mér í þessum ferðum:
  • Snæfellsnes -velti bílnum og eyðilagði og endaði á slysó ásamt öllum farþegunum
  • Esja -týndi tveimur útlendingum á toppnum
  • Bláa Lónið -gleymdi einum útlending og fattaði það ekki fyrr en ég var komin í bæinn
  • Þórsmörk -gekk vel enda kom ég ekki nálægt henni
  • Skaftafell -sama og Þórsmörk
  • Big North -huge mínus
  • Landmannalaugar -gleymdi áhöldum og hluta af matnum í bænum

Alltaf spennandi að fara með mér í útilegur

Er annars einhver sem vill koma með mér í hnífakastleikinn sem ég lærði? Takmarkið er að hitta ekki á lappirnar á andstæðingnum... any takers?

Engin ummæli: