þriðjudagur, janúar 23, 2007

Fyrsta brettaferð vetrarins um helgina.

Jafn undarlega og það kann að virðast þá hefur komið í ljós að ég er ekki jafn góð á bretti og mig minnti. Samt var ég að því er ég best veit ekki með neinar óraunhæfar minningar. Þetta var meira í ætt við það að ég dytti ekki í hverri ferð og gæti svigað (eða hvað það heitir á brettamáli þegar maður er ekki alltaf að bremsa heldur meira svona renna sér sikk sakk með sama fót fram) án þess að vera með hjartað í buxunum.

Eins minnti mig líka að ég væri með hinn fótinn fram. Hvernig maður ruglast á því hvaða löpp er ríkjandi er aftur á móti ofar mínum skilningi. Hef ákveðið að næst verð ég með báðar fram... þ.e. útskeif á báðum.

Og já, meðan ég man, brettið mitt er í henglum. Braut allar bindingarnar á sunnudaginn á einhvern stórundarlegan hátt.

Engin ummæli: