þriðjudagur, janúar 30, 2007

Skíðaferð á Akureyri lokið.

Eftir hrakfarir síðustu helgar með bindingar í molum fór ég í útilíf í síðustu viku og keypti nýjar. Þegar ég var svo að skrúfa þær á þá tók ég þá ákvörðun að vixla þeim. Þ.e. svissa svo ég væri með hægri fót fram en ekki vinstri.
Þetta reyndist ekki vera gáfuleg ákvörðun, ég neyddist til að brettast afturábak alla helgina. Svo í ofanálag bættist við að ykkar einlæg var með lepp fyrir öðru auga sökum sárs á hornhimnu...

Gleymdi svo náttúrulega líka að taka með mér sensible shoes, var bara með mín háhæluðu leðurstígvél (með pinnahæl og stálpinna) annarsvegar og snjóbrettaskóna hinsvegar. Þetta þýddi að mín mætti í snjóbrettagallanum og háhæluðum leðurstígvélum uppí fjall (þar sem snjóbrettaskórnir voru í hinum bílnum sem kom ekki fyrr en klukkutíma síðar).

Verð samt að viðurkenna eitt, mér fannst ég vera lúmskt töff :-)


Setning helgarinnar: "Ég veit hvað þú ert að hugsa"

Engin ummæli: