miðvikudagur, desember 04, 2002

Ég fór á James Bond um daginn, fannst hún svosem alltílæ...
Það er bara eitt sem böggar mig dálítið við hana. Hvað er málið með að myndin sé "að miklu leiti tekin upp á Íslandi" -er þetta ekki bara bull?? Ég meina ok, Ísland er nefnt töluvert oft á nafn, en ég fékk ekki séð að mikið af myndunum væri héðan. Það væri þá helst atriðið með hemlunarfallhlífinni og vélarhlífinni á Jökulsárlóni og það var búið að fiffa það ekkert smá.
Svo er líka annað, afhverju finnst okkur svona merkilegt að "Ísland" sé í James Bond. Að þetta sé svo góð landkynning út á við?? Hverjum er ekki sama??? Hugsar þú eitthvað jákvæðar til Kúbu eftir að hafa séð myndina, -nei ég hélt ekki

Og eitt enn, hvern andskotan er Kársneskirkja að gera þarna???

Engin ummæli: