sunnudagur, desember 08, 2002

Uuhhh eitthvað hefur fólk verið að skjóta á mig (ég nefni engin nöfn, -ok ég nefndi nöfn en tók þau út) vegna þess að viðkomandi finnst ég ekki vera nógu öflug á blogginu.
Og þar sem ég er svona óörugg með sjálfa mig týpa, þá finn ég hjá mér alveg gífurlega þörf til að afsaka og réttlæta mig. Staðreynd málsins er sú að ég er í prófum!!!
Mér finnst það ekki gaman, en það er staðreynd. Og þar sem próf koma bara tvisvar á ári (sem er a.m.k. einu sinni of oft) þá er eins gott að standa sig!

Sem sagt, ég er lögst í próflestur, -þið heyrið örugglega í mér eftir 20. des

Þangað til, ekki láta jólastressið fara með ykkur *<(:-)
(ef einhver er ekki að skilja þennan broskall þá er hann með jólasveinahúfu...)

Engin ummæli: