sunnudagur, desember 15, 2002

Skúbb dagsins:

Þetta er kannski common knowledge, en ég var að frétta af því að Mountain dew ætti að koma á markaðinn á föstudaginn, eða var það í gær? Það eru nokkrir dagar síðan ég heyrði af þessu sko... -ekki alveg með dagsetninguna á tæru *vandræðalegt bros* hehehh...

Fyrir þá sem ekki vita það þá er Mountain Dew besti gosdrykkurinn í Ameríku (finnst mér) ég lifi alltaf á þessu þegar ég fer út. Veit samt ekki alveg hvort þetta verði gott á bragðið í kuldanum hérna. Maður er náttúrulega svo góðu vanur, úti er vatnið vont OG maður þarf að borga fyrir það, kókið er vont, djúsið er vont, pepsíið allt í læ, en allt annað yfirleitt frekar slæmt (a.m.k. finnst mér það). Svo við sjáum til, þið fáið að heyra hvað mér finnst um leið og ég kem höndum yfir flösku/dós.

Annað sem er svoldið gamalt líka (frétti það í vísó í nóv.) að það er að koma [er kominn?? -frekar langt síðan sumir fóru í Ríkið...] á markaðinn jólamaltbjór, sem sagt áfengt malt frá Egils... -er ekki bara málið að skella því útí appelsínið og hressa aðeins upp á jólin???

Engin ummæli: