Ég er að fara í síðasta prófið á morgunn, tralalala (eða strangt til tekið í dag).
Ég var niðrí skóla að læra með Birnu, svo fórum við á Devitos og keyptum pizzu namm *slurp*.
Þegar við komum til baka niðrí skóla og erum sestar inní stofu þá fatta ég að ég hef gleymt skólatöskunni minni út í bíl. Ég nenni samt ekkert að vera að sækja hana, var með allt dótið sem ég þurfti í stofunni.
Þannig að það er ekki fyrr en ég er búin að skutla Birnu heim (um eittleytið) sem ég fatta að taskan er ekki í bílnum!!! Ég fer í panik, hvar hef ég getað týnt henni??? Dottið úr bílnum á Devítos? Gleymdi ég að læsa bílnum og notaði einhver tækifærið til að taka hana? Námu geimverur hana á brott?
Á endanum dettur mér í hug að ég gæti hafa gleymt henni í sjoppunni í VR (þar sem við borðuðum pizzuna), get samt ekkert tékkað á því, því skólinn er löngu búinn að loka (við þurftum að læsa á eftir okkur). Sá samt Helga Gunnar þar áður en ég fór heim, hringja í hann, -er ekki með númerið. Keyri heim, ræsi tölvuna, fletti honum upp í símaskránni, hringi, hann er farinn úr skólanum, en jú hann kannast við að hafa séð töskuna...
Taskan er því fundin, ég þarf bara að ná í hana sem fyrst í fyrramálið, allir geisladiskarnir mínir, ISIC kortið mitt og ofurgrafíski vasareiknirinn minn eru nefninleg í henni...úps...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli