mánudagur, desember 02, 2002

Bara verð að deila þessu með einhverjum...

Litla systir mín var á leiklistaræfingu áðan (hún er í leiklist í Árbæjarskóla). Áður en þau byrjuðu að æfa leikritið sjálft þá tóku þau smá upphitun. Hver og einn fékk eina mynd af einhverjum einstaklingi og átti að leika viðkomandi útfrá myndinni. Flestir voru nokkuð vel þekktir, eins og Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddson, en á myndinni sem systir mín dró var (og þetta er punchline-ið) ....BRÓÐIR OKKAR. Þetta var víst ekkert smá fyndið, vinkonur hennar þekktu strax myndina og orguð af hlátri. Svo var víst einhver annar sem dró mynd af kærustunni hans!!!
Hvílík snilld, eða eins og bróðir minn orðaði það "...bara þotuliðið á Íslandi..."

Engin ummæli: