sunnudagur, desember 22, 2002

Það var djammað í gær, ójá!!! Komst aldrei til Evu Aspar, -sorrý about that Eva. Fór ekki niðrí bæ fyrr en klukkan var að verða 3 held ég, sungum "Kætumst meðan kostur er/ knárra sveina flo o o kur...." aftur og aftur og aftur niður allan Laugarvegin, öðrum vegfarendum til ómældrar ánægju...

Eini gallinn var að það virtust flestir (a.m.k. þeir sem voru ekki í sama partýi og ég) vera að fara heim þegar við loksins komum niðrí bæ...

Vona að allir hafi skemmt sér hálft eins vel og ég, -þá mega menn telja kvöldið vel heppnað ;-)

Sjáumst við ekki á djamminu einhverntíman í jólafríinu???

Engin ummæli: