sunnudagur, febrúar 16, 2003

Helgin búin að vera ein stór steik só far... er einhver með plön fyrir morgundaginn? Samt búið að vera skemmtilegt, mjög skemmtilegt.

Morgundagurinn stefnir í leiðinda lærdóm, hvað var ég að spá að fá Birnu til að samþykkja að hittast klukkan 9:30 í fyrramálið? Hvernig datt mér það í hug? Og hversvegna fór ég út í kvöld og hvað er ég að gera á netinu klukkan 5 að nóttu til???

Held ég sé orðin alltof steikt til að skrifa eitthvað að viti, gat ekki einu sinni sett símann minn í hleðslu (jújú ég setti hleðslutækið í samband, skellti símanum í docking station-ið, en gleymdi að tengja docking station-ið og hleðslutækið saman -döhh)

Góða nótt, og ekki gleyma að syngja í sturtu...

Engin ummæli: