Ég þoli ekki þegar fólk er dónalegt, yfirlætisfullt og frekt við mig. Hvað er málið, myndi smá kurteisi drepa það???
----
Vegna gífurlegra viðbragða (2) og krafna um að ég skýri betur mál mitt (1) þá hef ég ákveðið að endurskrifa þennan póst.
Ég þoli ekki fólk sem ræðst á mann með frekju dónaskap og yfirlæti þegar maður vanþekkingar sinnar vegna brýtur einhverja ósagða og óskrifaða reglu. Sérstaklega ef sama fólk byrjar að hóta manni með því að það muni hefna sín á einhverjum öðrum hópum samfélagsins.
Það væri bara eins og ef mamma þín myndi hóta því að taka vasapeningana af bróður þínum af því þú vaknaðir ekki klukkan 9 á sunnudegi. Þó að hún hafi ekki á nokkurn hátt gefið til kynna að hún vildi eða að þú þyrftir að vakna klukkan 9. Ég meina, það er bara bull!!!
Anyway, ekki koma nálægt Endurmenntunarstofnun eftir klukkan 22:00
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli