fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Bara verð að deila þessu með einhverjum.
Íslendingabókar lykilorðið mitt var að koma og svo virðist sem formóðir okkar Evu Hrundar hafi eignast tvo syni eingetna... og sömu sögu er að segja um forfaðir okkar Önnu, en hann virðist hafa fætt son og dóttur alveg aleinn í heiminn... Og enn og aftur þá hefur Ragnheiður Tómasdóttur einnig eignast tvö eingetin börn Jóhönnu Gottfreðlínu og Óla Viborg (hvurslags nöfn eru þetta???).
Það sem kemur samt kannski hvað mest á óvart er að langamma og langafi hennar Rúnu eru foreldrar langömmu minnar (ha, svo þú ert líka af Ófeigsfjarðarætt huh?!!) eða m.ö.o. afi Rúnu er bróðir langömmu minnar...

Þá liggur þetta allt ljóst fyrir, ég er augljóslega af guðlegum ættum (alveg eingetnir forfeður hægri vinstri) og þið ættuð öll að hefjast handa við að tilbiðja mig... NÚNA!!!

Engin ummæli: