Ég hef komist að svolitlu merkilegu um sjálfa mig. Ég á bágt með að höndla að aðrir heiti sama nafni og ég. Samt er nafnið mitt ekki það sjaldgæft, það þekkja nú allir að minnsta kosti eina Hildi. Tvö nýleg dæmi þar sem ég var ekki að fatta að ekki væri verið að tala um mig:
Fyrra dæmi: Á heimasíðunni hans Benna
Já ég hitti hann eftir vísindaferð, já ég skemmti mér konunglega, ha? verkleg eðlisfræði, hvað er baukurinn að bulla??? Tók mig um korter að fatta að hann var að tala um hildue sem er btw með mér í jazzi og ég hitti hana líka þarna...
Seinna dæmi: Var í jazzi
Kennarinn var að taka fram hvernig ætti að bera sig að í dansinum og tók fram hverjir voru að gera þetta rétt. Svo að auðvitað þegar hún sagði Hildur þó ljómaði ég alveg af stolti og fór pínu hjá mér. Það var svo ekki fyrr en leið á upptalninguna sem hún bætti við "og Hildur Jóna". Ég varð alveg hvumsa, var hún ekki að tala um mig áðan. Hvað er að ske... daramm, hin Hildurin var náttúrulega hildure
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli