Tilkynning!
Brotist hefur verið inn í bílinn hans Haffa þar sem hann (bíllin) stóð utan við heimili hans og geisladiskum og MP3 spilara stolið. Enginn ummerki sjást um að hurð hafi verið spennt upp og allar rúður eru heilar. Bílinn var læstur.
Það þykir þó lán í óláni að Haffi var nýbúinn að fjarlægja alla original diska úr bílnum þannig að þjófarnir fengu bara afrit (skrifað diska) en þjófarnir skildu PAT & MAT spóluna eftir (þar misstu þeir af sannkölluðum "menningarverðmætum") og geislaspilarinn er enn á sínum stað. Eða eins og Haffi sagði í viðtali við mig fyrir stundu "...fjárhjagslegt tjón [er] í lágmarki."
Þeir sem ekki vita hvað Pat og Mat er er bent á að tala við gamalt_tékkneskt_uppfyllingarefni deild Sjónvarpsins og spyrja um þættina með klaufabárðunum sem voru sýndir fyrir mörgum árum (durum dumm durum dumm duruduruduruduru durum dumm...) -tær schnilld!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli