sunnudagur, nóvember 24, 2002

Jæja, hvað er málið, er ég alveg hætt að blogga, er ég kannski dáin? Nei ég er enn á lífi og ekkert að hætta að blogga, ég bara hef nákvæmlega ekkert að skrifa um svo þetta verður sennilega leiðinlegasta bloggfærsla allra tíma...

Ég fór í bíó áðan, "Í skóm drekans" kom mér bara skemmtilega á óvart... mæli með henni. Varð næstum bensínlaus á leiðinni heim, ég trúi því eiginlega ekki ennþá að ég hafi komist alla leið niðrí Háskólabíó og aftur til baka (veit nefninlega að ljósið byrjaði að loga hjá bróður mínum einhverntíman í gær, -og hann er aldrei að spara bensínið). Þegar ég keyrði inn götuna mína þá var nálin komin niður fyrir neðsta strikið, -vill einhver veðja við mig um hvort ég drífi alla leið út á bensínstöð í fyrramálið?

Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill áttað sig á þá er klukkan orðin frekar margt og þegar klukkan er orðin frekar margt þá verða einföldustu hlutir óyfirstíganlegir.
Eins og til dæmis núna rétt áðan þegar ég ákvað að fá mér eitthvað smá að borða... Ekkert til nema brauð, -eða hvað... eru augu mín að svíkja mig?... eru þetta hamborgarar OG hamborgarabrauð??? Ég er svo aldeilis hissa, -það er þá til matur á þessu heimili!
Ég vippa fram pönnu og kveiki á hellu, skelli hamborgaranum á og krydda hann hressilega. Eftir smá stund fer ég að finna einhverja undarlega lykt, svona næstum eins og ...sniff...sniff... -brunalykt. Lyktin reynist koma af pönnunni, ég skúbba hamborgaranum yfir á hina hliðana og hvað haldiði að ég sjái? Hamborgarinn er allur svartur. Lækka strauminn á hellunni, skelli ostinum á, bíð. Aftur ræðst á mig þessi furðulega lykt... -hamborgarinn er að brenna á hinni hliðinni! Ég rykki upp allskonar-áhöld-sem-komast-ekki-í-aðra-skúffu skúffunni og gríp dótið-sem-maður-notar-til-að-snúa-hamborgurum-við og skelli borgaranum í brauðið. Spreða tómatsósu og hamborgarasósu ofaná. Fæ mér bita. Pfuff...pðe..bjakk...bö hann er hrár inní. BRENNDUR að utan en HRÁR innaní. Ojjjj.
Ég verð samt að viðurkenna að ég borðaði hann samt, -hamborgarasósan var búinn þannig að ég gat ekki gert nýjan...
Vona bara að það hafi ekki við nein Krautzfeld-Jakob belja í borgaranum...

Næst þegar ég fæ mér að borða, -pant ekki elda!!!

Engin ummæli: