Dagurinn í dag er afar merkilegur dagur. Fyrir nákvæmlega tuttugu árum (upp á dag) fæddist lítið grettið skrípi með rauðar krullur.
Foreldrarnir þessa barns þau Ásthildur og Sigmundur vissu svosem hverju von væri á (enda erfitt að taka ekki eftir svona eins og einu stykki óléttu). En jafnvel þau fylltust undrun og örvæntingu þegar þau sáu þetta einstaka barn. Lítið krumpað og eldrautt í framan, orgaði það eins og það fengi borgað fyrir það. Með rautt hárstrýið út í loftið minnti það einna helst á lítið tröllabarn.
Með tíð og tíma lærðu Ásthildur og Sigmundur þó að elska litla rauðhærða gerpið, og þegar það óx úr grasi breyttist það smám saman í myndarlega unga stúlku sem þau skýrðu Eyrún.
Í dag minnir Eyrún ósköp lítið á litla umskiptinginn frá því fyrir tuttugu árum síðan, ef frá er talið eldrauður hármakkinn, sem hefur þó breyst í glæsilega krullur á liðnum árum. Í dag er Eyrún fjölskyldu sinni og vinum til sóma, og óska ég henni hjartanlega til hamingju með afmælið!!!
Hún lengi lifi HÚRRA! HÚRRA! HÚRRAAAA!!!!
P.S. allar gjafir afþakkaðar, -þeim sem vilja óska Eyrúnu til hamingju með afmælið er bent á að senda mér peninga.......múwahaHAHAHA!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli