Þetta er allt Steinunni að kenna!!!
Það sem af er dags hef ég afrekað að hella vatni yfir heimilissímann, eina bók, tvær filmur og ljósmyndir, músina mína, tvö Andrés Önd blöð, tvær diskettur og einn geisladisk auk ýmislegs annars sem var á skrifborðinu þegar Steinunn fékk þessa líka snilldarhugmynd að fara chatta við mig á MSN.
Ég sat í sakleysi mínu við skrifborðið að lesa Andrés (hreinlega varð að taka breik frá eðlisfræðinni) þegar ég sé eitthvað blikka á tölvuskjánum mínum (það var semsagt hún Steinunn).
Í fátinu við að sjá hver þetta er og hvað viðkomandi hefur að segja sparkaði ég óvart vatnsglasinu mínu um koll.
Það var næstum FULLT.
Vatnið flæddi yfir borðið og bleytti allt sem í vegi þess varð, og olli eins og gefur að skilja miklum usla. Nærstaddir (ég) reyndu af veikum mætti að bjarga því sem bjargað varð, en náttúröflin létu ekki undan fyrr en eldhúsrúllan mætti á svæðið. Það tók HEILA eldhúsrúllu til að þurrka upp þetta mess.
Reyndar virðist tjónið vera minna en á horfðist í fyrstu og má einkum þakka það skjótum viðbrögðum viðstaddra (again, -me). Það eina sem eitthvað sér á er bókin og anað Andrésblaðið. Það er þó ekkert á við þegar ég missti eina af bókunum hans pabba ofaní baðkarið, þó svo ég minnist ekki á þegar önnur bók lenti (á einhvern óskiljanlegan hátt) í klósettinu....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli