Smá saga um tilgangsleysi lífs míns...
Dagurinn byrjaði ágætlega, ég svaf bara pínkulítið yfir mig og missti þar af leiðandi bara af fyrsta tímanum, sem er bara nokkuð gott, -á minn mælikvarða.
Það kom líka í ljós að kennarinn var veikur þannig að ég hefði ekkert grætt á að mæta. Ekki að það skipti máli, ég hefði ekki mætt hvort eð er.
Áfram hélt dagurinn ég mæti í tíma og annan, hitti fullt af fólki og skemmti mér vel. Það var ekki fyrr en um hálf fjögur leytið sem það fór að síga á ógæfuhliðina. Það byrjaði alveg nógu sakleysislega, tíminn var búinn tuttugu mínútum of snemma svo ég lagði af stað upp í FB til að hitta Eysu, við ætluðum í búðir.
Ég er komin hálftíma áður en tíminn hennar er búinn, það er nú ekkert til að stressa sig yfir, ég höndla alveg smá bið. Sendi henni samt SMS um leið og ég geng inn um aðaldyrnar,
“Tezla in da House. And I´m lost.”
algjör óþarfi að bíða ef það er nokkur séns á að hún sleppi snemma. Þegar ekkert svar berst ráfa ég um gangana í nokkrar mínútur þangað til ég finn sjoppu, þar sest ég niður og bý mig undir að drepa tímann með því að senda nokkur SMS. Það fyrsta er til Eysu
“Fann sjoppu, mun halda kyrru fyrir þar til hjálp berst”.
Enn ekkert svar. Ég læt það ekki á mig fá, stelpan sjálfsagt að vinna að einhverju verkefni og ekki með símann í höndunum. Svo bíð ég og bíð og bíð. Fjörtíu og fimm mínútum seinna er ég enn bíðandi og orðin aum í puttunum af öllum SMSunum sem ég er búin að senda henni.
Hvað haldiði að hafi gerst, já auðvitað, tíminn hennar féll niður eða einhver álíka vitleysa svo hún var búinn að bíða eftir mér HEIMA hjá sér síðan klukkan þrjú og síminn hennar var batteríislaus, BATTERÍISLAUS!!!!
Það versta er samt að ég get eiginlega ekki verið að væla yfir þessu þar sem síminn minn er oft batteríislaus vikum saman og ég er aldrei akkúrat þar sem ég á að vera...
....
þriðjudagur, nóvember 05, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli