föstudagur, nóvember 19, 2004

Eva franska, þetta er fyrir þig: Enginn Eiður, en 12 brauð sem voru bökuð af óskiljanlegum ástæðum og sett ofan í skúffu. Rámar óljóst í það hafi verið eitthvað meira, bara man það ómögulega :(

fimmtudagur, nóvember 11, 2004



Spurnig hver yrði fyrstur til að deyja í þessu paintball sessioni?

þriðjudagur, september 28, 2004

Er ég (net)dáin? Nei ég er ekki (net)dáin. Þá er það komið á hreint...

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Mikið helvíti voru Jagúar öflugir, ég var með "Do. You. Want. to become one of us" á heilanum alla James Brown tónleikana og á leiðinni í afmælið til Einars og í afmælinu og er ennþá sönglandi þennan bút.

mánudagur, ágúst 23, 2004

Hef komist að því mér til mikillar skelfingar að ég á ekki einn einasta Lou Reed disk, ekki einn! Hef sett innkaupastjórann í málið, vona að það rætist úr því bráðum. En tónleikarnir voru bráðskemmtilegir!
Vá hvað Bubbi var magnaður á laugardaginn!

Annars þykir mér best maðurinn á flugeldasýningunni sem bróðir minn sagði mér frá sem kvaðst þurfa að drífa sig heim, mamma sín væri að senda sér reykmerki!
Stuttu síðar (þegar flugeldasýningin stendur sem hæst) gellur í honum, að núna þurfi hann sko að drífa sig mamman sé orðin reið. Og eins og hann sagði "ég skil ekki afhverju hún gerir þetta alltaf, það er miklu ódýrara að hringja"...

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Fór á minn fyrsta fótboltaleik á ævinni í gær! Mikið gaman, Einar reddaði okkur stúkusætum á síðustu stundu, þannig að ég sat á bekk B (næst fremst), með Íslandssólgleraugu eins og Gunni keypti sér á íshokkýheimsmeistarakeppninni (29) í vor.

Spurning hvort ég eigi núna aldrei að fara á landsleik framar (þar sem Ísland hefur alltaf unnið þegar ég mæti) eða hvort ég verði að mæta á alla leiki til að hjálpa Íslandi að vinna. Gæti reyndar tekið þriðja kostinn og mætt bara þegar Ísland er nokkuð öruggt um sigur...
Mín alltaf fögur. Held að það sé til ein sillí mynd af mér á öllum myndavélum sem fóru með í ferðina :-)


Landmannalaugar um síðustu helgi, algjör snilld þrátt fyrir að ég hafi gleymt dálítið stórum hluta af matnum fyrir 30 mann hóp og öllum diskum og hnífapörum heima. Held það sé orðin staðreynd að það þarf alltaf eitthvað eitt að klikka hjá mér í þessum ferðum:
  • Snæfellsnes -velti bílnum og eyðilagði og endaði á slysó ásamt öllum farþegunum
  • Esja -týndi tveimur útlendingum á toppnum
  • Bláa Lónið -gleymdi einum útlending og fattaði það ekki fyrr en ég var komin í bæinn
  • Þórsmörk -gekk vel enda kom ég ekki nálægt henni
  • Skaftafell -sama og Þórsmörk
  • Big North -huge mínus
  • Landmannalaugar -gleymdi áhöldum og hluta af matnum í bænum

Alltaf spennandi að fara með mér í útilegur

Er annars einhver sem vill koma með mér í hnífakastleikinn sem ég lærði? Takmarkið er að hitta ekki á lappirnar á andstæðingnum... any takers?

mánudagur, júlí 26, 2004

Hvað ætla menn að gera um helgina?

sunnudagur, júlí 25, 2004

Dansi dansi Hildur mín
dæmalaust er stúlkan fín.
Voða fallegt krullað hár
fötin svört og augun blá

Svo er hún með strigaskó
og langar mikið útá sjó.
Heldurð´ekki' að hún sé fín
Dansi dansi Hildur sín.

 
Mikið gaman og mikið dansað um helgina.  Aftur aftur, meira meira!

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Öðruvísi mér áður brá.  Fór í útilegu í 5 daga og enginn virðist hafa saknað mín?  Ok, hluti af skýringunni er sjálfsagt að ég tók megnið af vinum mínum með fyrstu 3 dagana, en samt, smá sakn skaðar engann eða hvað?

mánudagur, júlí 12, 2004

Spáðu í því, að vera boðið í partý og taka með sér boðflennu og komast svo að því sér til skelfingar að boðflennan þekkir miklu fleiri í partýinu en þú sjálfur...

sunnudagur, júlí 11, 2004

laugardagur, júlí 10, 2004

Eftirfarandi símtal átti sér stað klukkan 18:02 í dag:

Ég: já, er þetta hjá Ríkinu?
Starfsmaður Vínbúðarinnar: já
Ég: eruð þið nokkuð að loka alveg núna?
Starfsmaður Vínbúðarinnar: já, við erum að loka núna klukkan 6
Ég: ég er hérna á leiðinni með rútu fulla af viðskiptavinum, er nokkuð séns að þið gætuð haldið opnu fyrir okkur?
Starfsmaður Vínbúðarinnar: hvar ertu nákvæmlega?
Ég: Tveimur götum í burtu
Starfsmaður Vínbúðarinnar: það ætti að nást
Ég: ok, takk fyrir, við erum á leiðinni
Starfsmaður Vínbúðarinnar: bless

4 mínútum seinna stökkvum við öll inn, það er nota bene búið að loka, en þau opna aftur tvo kassa fyrir okkur og við náum að versla.

Ég elska vínbúðina!
Magnaður dagur, týndi eitt stykki útlending í Bláa lóninu og bauð hátt í 30 manns í partý sem ég ætlaði ekki einu sinni að mæta sjálf í...

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Hversu lélegur smiður getur eitt stykki ég verið. IKEA húsgögnin brotna í höndunum á mér þegar ég reyna af veikum mætti að púsla þeim saman. Og núna nýjast, það eru ekki bara húsgögnin sem brotna heldur skrúfurnar, já ég segi og skrifa: SKRÚFURNAR!
Mér er hætt að standa á sama!
Tölvunni minni og skjánum (sem hafa átt í löngu og gjöfulu sambandi, þó að ég bíði enn eftir fyrsta baby-laptop afkvæmi þeirra) hafa greinilega ákveðið að veita smá birtu inní líf mitt. Þau hafa hreinlega tekið sig til og gert allt sem á skjánum birtist gult Gult GULT. Aðeins einn galli, allt verður með undarlegum rauðum blæ þegar ég hætti að horfa á skjáinn. Hvítir veggir verða bleikir, himininn er fjólublár, nett fönký!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Ef ég hefði ekki orðið bílnum mínum að aldurtila og meitt mig í leiðinni um þar síðustu helgi þá væri ég á leiðinni á æfingu á eftir að læra að dansa Cats dansa. Ég elska Cats, mig langar svo að geta mætt :(

mánudagur, júlí 05, 2004

Bara svona temporary, gæti samt alveg orðið varanlegt...
Reyni að smella inn commentakerfi við tækifæri... (vantar gömlu slóðina mína :( sniff sniff)
Helgin?
Mín var allavega alveg gjörsamlega æðisleg... kom uppí bústað á föstudagskvöldi, opnaði bjórinn, borðaði ótrúlega góðan grillmat, kenndi fjölskyldunni Catan og vann ekki Fór svo í pottinn og að sofa.
Vaknaði á laugardag, spilaði Catan, fékk mér morgunmat chillaði hressilega áður en við grilluðum nautalundir (NAMM og slurp) og spiluðum Catan í þetta skiptið vann ég! Pabbi vann í hin skiptin bæði, en eins og mamma sagði þá "hentar honum bara ekki að tapa".

Þetta var svo nice að mig langar aftur...

hmmm... ég gerði nú ýmislegt fleira en að spila Catan... man samt varla eftir því í svipinn... ehh jú, nýjasta artprojectið mitt fór í full swing (málaði þetta líka feikiflotta svín og krukku, orðin massíft góður málari -eða þannig) og svo svaf ég og svaf og svaf og buslaði í pottinum þess á milli.

Já, ég neyddi hundinn líka til að synda, kastaði spítu jafn langt útá vatn og ég gat og lét hana sækja, gekk samt ekki alveg nógu vel því ég gat eiginlega ekkert kastað langt (svoldið slöpp í hægri hendinni sko) svo að hundspottið botnaði eiginlega allan tímann... sem er svoldið mis ef tilgangurinn er að kenna henni að synda...

Er alveg að sturlast núna, mig langar svo að kroppa en nei skamm má ekki!

fimmtudagur, júlí 01, 2004

7 glerbrotið í dag... alltaf gaman að pikka þetta úr höfðinu á sér...

þriðjudagur, júní 29, 2004

IAESTE ferð um Snæfellsnes, alveg frábær, gott veður, valt á leiðinni heim, 1.5 hringur, bíllinn gjörónýtur, í lagi með alla, 2 neglur brotnar, 5 manns í bílnum, endar á þakinu, ótrúleg heppni, engin alvarleg slys á fólki, allir gátu gengið sjálfir í burtu, allir í beltum nema ég, límdi mig á stýrið og beyglaði það hressilega, fyrstir á slysstað: 2 læknanemar á lokaári í starfsnámi við slysadeildina í Fossvogi og 2 hjúkkur, leið ekki yfir mig, gott að koma heim.

laugardagur, júní 19, 2004

ok, work in progress...

þriðjudagur, júní 15, 2004

hmmmm... hengirúm... vegatálmi lögreglu... Tótan heim... brúðkaup... fatakaup... innkaup... hagkaup... kaupkaup... iaeste... aðalfundur... norræn ráðstefna... debetkort nörd... bandý... gaman... aumur háls...
The Thousanth Man
(Rudyard Kipling)


One man in a thousand, Solomon says,
Will stick more close than a brother.
And it's worth while seeking him half your days
If you find him befor the other.
Nine hundred and ninety-nine depend
On what the world sees in you
But the Thousanth Man will stand your friend
With the whole round world agin you.
'Tis neither promise nor prayer nor show
Will settle the finding for 'ee.
Nine hundred and ninety-nine of 'em go
By your looks, or your acts, or your glory.
But if he finds you and you find him,
The rest of the world don't matter;
For the Thousanth Man will sink or swim
With you in any water.


You can use his purse with no more talk
Than he uses yours for his spendings,
And laugh and meet in your daily walk
As if there had been no lendings.
Nine hundred and ninety-nine of 'em call
for silver and gold in their dealings;
But the Thousanth Man he's worth them all
Because you can show him your feelings.


His wrong's your wrong and his right's your right
In season or out of season.
Stand up and back it in all men's sight--
With that for your only reason!
Nine hundred and ninety-nine can't bide
The shame or mocking or laughter,
But the Thousanth Man will stand by your side
To the gallows-foot -- and after!

þriðjudagur, júní 01, 2004

Sjitt, maður póstar pósti og bloggið manns verður bara fubar! Hvað er í gangi hérna?
Þurfti að kíkja inní íbúð sem IAESTE er að leigja út, svona áður en ég skellti leigjandanum inní hana. Hvað er það fyrsta sem ég sé þegar ég loka dyrunum á eftir mér? Viðurkenningarskjal frá Bandýklúbbunum Barbie og Ken. Ég átti ekki til orð.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Hvað sagði ég um samsærið! Fann ég þetta á mér? Dagin eftir að ég kvarta þá er bara búið að breyta gjörsamlega öllu... tekur mig einhverja daga að skoða þetta allt...

þriðjudagur, maí 04, 2004

Samsæri?

Í hvert eitt og einasta skipti sem ég hef á undanförnum vikum ætlað að laumast til að blogga smá þá kemur Blogger með eitthvað nýtt gimmik sem ég neyðist til að skoða. Þetta þýðir allajafna að tveimur klukkutímum eftir að ég opna blogger.com átta ég mig á því að ég er stödd einhverstaðar lengst útí rassgati internetsins að skoða eitthvað sem ég hef takmarkaðan áhuga á, ekkert búin að blogga og orðin sein á æfingu.
Þetta náttúrulega gengur ekki lengur, héðan í frá mun ég skrifa allt sem mig langar til að blogga í textaskjal og copy/paste-a svo yfir.
Annars ef einhvern langar að senda mér gmail þá er slóðin tezlanATgmail.com :-)

og ef ykkur leiðist þá mæli ég með Nornunum, Óskímon og auðvitað Baggalúti

sjáumst

sunnudagur, apríl 04, 2004

Úlala... tímamótatala í teljara

föstudagur, apríl 02, 2004

Kosningar í kvöld... hvort á ég að bjóða mig fram sem ritara, féhirði, skorarfulltrúa, námsnefnd, kynningargutta eða íþróttagimp Nörd, félags tölvunarfræðinema?
Hef nefninlega mjög svo ágætan stuðning á bakvið mig, spurning hvort ég massi ekki bara öll embættin?

fimmtudagur, mars 18, 2004

Fór á Úlpu tónleika með Ellu í gærkvöldi, djöfull eru þeir rokkaðir og skemmtilegir!
Og það var keppt um helgina!!!

miðvikudagur, mars 17, 2004

sunnudagur, mars 14, 2004

Skelfilega erfið helgi liðin.

Föstudagur: fór á smá djamm með strákunum.

Laugardagur: Vaknaði snemma og fór að redda mörkum og kylfum fyrir bandýkeppnina. Fór svo að keppa í bandý, fótbolta, CounterStrike og Tekken með liðinu mínu (HÍ-2, einnig þekkt sem Dúbbi).
Urðum í þriðja sæti sem er nú eiginlega merkilega gott þar sem við duttum út í fyrsta leiknum okkar í bandý, skorðum ekkert mark í allri fótbolta keppninni og unnum ekki round í Counter... Það skal tekið fram að liðin voru aðeins fleiri en 3, eða 5 stykki...
Beint eftir þetta var farið heim, náð í bjórinn (alla sjö kassana) og brunað með þá niðrí salinn, skellt í sig nokkrum köldum, spjallað við stelpurnar og hitt liðið (mikið gaman), sungið karíókí og farið í bæinn og dansað fram á rauða nótt (til lokunar og aðeins meir).

Sunnudagur: vakin klukkan 10:15 "Hei Hildur, geturðu verið komin niðrí skóla klukkan 11? Það er nefninlega þessi Háskólakynning..."
Komin niðrí skóla klukkan 11, setja allt upp og græja stöffið. Átti ekki að vera nema til klukkan eitt, afleysingin mætti klukkan fjögur! Sótti bílinn útá nes frá því á laugardagskvöldið, keyri með drasl niðrí skóla. Hitti strákana þar, förum og sækjum hljóðkerfið og afgangsbjórinn útá nes. Heim. Skutla Bex í bíó. Borða eina vöflu (því mamma var ekki svöng og nennti ekki að elda). Skrifa þetta. Næst á dagskrá: klukkutíma langt bað.
Sjáumst ;-)

fimmtudagur, mars 11, 2004

Barnið sem fæddist akkúrat á eftir mér þann 22. maí fyrir 22 árum heitir Inga og er í einhverju efnafræðilegu stússi í HÍ... Merkilegt ekki satt?

mánudagur, mars 08, 2004

Jæja, ekki nóg með að maður kunni varla að skrifa ritgerðir, próf sem svara skal skriflega á blað í örrigerðarformi eru engu betri... hvar eru allar tölurnar? Ég kann að gera formúlur og útleiðslur og svoleiðis dót, en mini-ritgerðir? Gleymdu því.

laugardagur, mars 06, 2004

er eðlilegt að fá oft marblett á vinstra handarbakið án þess að hafa tekið eftir því að maður hafi meitt sig? Er nefninlega farin að hallast að því að það sé ekki í lagi með vinstra handarbakið mitt það er alltaf marið :-(

miðvikudagur, mars 03, 2004

þriðjudagur, mars 02, 2004

Hefur maður einhverntíman þurft að skrifa ritgerð eftir að maður byrjaði í háskóla? Ég hef allavega þurft að gera heilan helling af skýrslum, útdráttum og fyrirlestrum en ekki eina einustu ritgerð. Held hreinlega að ég kunni það ekki lengur, sem kemur sér helvíti illa þar sem ég á að skila einu stykki ritgerð á morgun...
Hef nýlega tekið eftir því að líf mitt er ein stór vinstri beygja. Ég tek alltaf feita vinstri beygju á planinu heima (og aldrei neitt hægri beygjubull) tek öll hringtorgin á vinstrinu (tek ekki einu sinni hægri beygju útúr þeim heldur fer svona beint...
Bruna svo beina leið í skólan, tek aftur feitt vinstra hringtorg hjá Hlöðunni, eina ponsu hægri beygju inná háskólan og svo vinstri hringsól þar til ég finn stæði... svo vinstri hringsóla ég á leiðinni heim og tek ennþá feitari vinstri hringtorg á þeirri leið (stærri hluti hringtorganna verður á leið minni núna og beygjan verður krappari og svakalegri)...

Ef einhver hefur áhuga á að vita afhverju ég fór að velta þessu fyrir mér þá er ástæðan sú að ég keypti mér ný dekk um helgina. Þessi gömlu voru öll orðin eydd í klessu vinstribeygjumeginn...

mánudagur, mars 01, 2004

Hvað er eðlilegt að fara oft í sturtu á dag?

laugardagur, febrúar 21, 2004

hehe kíkti á finna.is og fletti upp nafninu mínu, efsta niðurstaðan er einhver ógeðismynd af mér frá fyrstu vísindaferðinni sem ég fór í með Nörd...

föstudagur, febrúar 20, 2004

Verð að segja að hún lúkkar betur sem MSN mynd en hér... en hvað um það, leyfum henni að lafa inni

laugardagur, febrúar 14, 2004

ég kann ekki að vera pæja...
lakkaði á mér táneglurnar stóð svo upp og buxnaskálmarnar skullu beint á nýlökkuðum táslunum...

föstudagur, febrúar 13, 2004

Jei!! Það er óhappadagur í dag... skyldi ég halda meðvitund út daginn??

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Hata tölvur með asnaleg usb stykki... ætlaði svo að skella mörgum lögum á MP3 spilarann niðrí skóla, en neeei virkar ekki því tölvan er asnaleg í laginu og það er ekki pláss fyrir spilarann. Hata tölvur...

laugardagur, febrúar 07, 2004

Syngist:

Ég fór á árshátíð í gær með nörd og hjúkkum
og skyldi húsið eftir autt og ykkur hér
nú er ég glöð í lund og syng sko saman
stemmuna sem ég samdi hér og nú:

Nörd og hjúkkur nörd og hjúkkur
Nöhörd, já og hjúkkur...
hófu saman búskap hér og sjáááá...
jódílaríhí, jódílaríjúhú mjá mjá mjá mjá ahahaha...
jódílaríhí, jódílaríjúhú mjá mjá mjá mjá

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Fékk glæsilegt spark í ennið síðastliðinn þriðjudag... held ég sé alveg með far eftir hælinn á enninu miðju. Afleiðingar sparksins, vægur hristingur heila og óvæginn höfuðverkur auk þeirrar furðulegu áráttu að ýta á ennið til að gá hvort það sé hætt að vera vont...

Note to self: þetta er ekki hætt að vera vont!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Loksins loksins loksins... alvöru trommusett í kjallaranum... time to make the neighbours crazy!!! múwahaha...

mánudagur, febrúar 02, 2004

hmmm einhverja hluta vegna telur nýja kommentakerfið mitt ekki kommentin mín... kíki á það seinna

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Krapp!!! Svo póstast íslensku stafirnir allir vitlaust!!! ARRRRGGG
Fann loksins tölvu þar sem ég gat sett upp íslenskt lyklabord!!! Tekur örugglega smá stund að venjast því að þurfa ekki lengur ad víxla y og z og að æ-ið er ekki ö og svoleiðis svo að ef það eru furðulegar stafsetningarvillur héran á víð og dreif þá er það ekki mér að kenna...

Það er búið að vera alver rosalega gaman hérna í vín, stöðugir fundir og stöff á daginn og svo farið út að baroða ogþaðað farið að partýast öll kvöld og fram undir morgunn og sofið í þrjá tíma áður en maður þarf að fara á Conference session eða exchange session eða einhvern annan fund...
Reyndar er Ásdís óheppnari en ég því hún VERÐUR að vera á Conference sessionunum, en það er bara "heppilegra" að ég sé þar líka (á næsta ári (í Kólumbíu) verður það samt ég sem VERÐ að mæta á þau öll).

Ég er búin að vera svo mikil gella núna, keypti helling af nýjum fötum áður en ég fór og er búin að vera á háum hælum næstum allan tímann (Ásdís reyndar hlær og segir að þessir hælar séu ekki nógu stórir til að vera kallaðir "háir"...).

Kannski meira seinna, -við sjáum til...
We're sorry for the lateness of the trams and trains, but due to the bad weather conditions they will be late!!


Ég er ekki ad grínast, thad var ekki meiri snjór en thetta og their voru ad tala um slaem vedurskilyrdi...

mánudagur, janúar 19, 2004

hi, Austurríki er so far alveg aedislegt! (bara ad láta ykkur vita, fyllist thid ekki öfund núna?)

sunnudagur, janúar 18, 2004

Halló!!! Erekkiallirístudi? Alltaf jafn ótrúlega gaman ad vera í útlöndum og komast ekki í tölvupóstinn sinn thví ad hi.is er nidri... rosa gaman... eda ekki

laugardagur, janúar 17, 2004

Betra vedur hja mer en ykkur!!! Sökkers! ;-)

sunnudagur, janúar 11, 2004

Verð orðin rosa góð í karate eftir smá stund... eyddi gærdeginum í að bóna jeppann... wax on, wax off...

föstudagur, janúar 09, 2004

Bandýkylfan mín er svo að standa sig!!!

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Fyrsti skóladagurinn hálfnaður, 2 kók kláraðar... ekki nógu sniðugt...

mánudagur, janúar 05, 2004

Og svo af því að það er í tísku þessi mánaðarmót þá er hérna tilraun til að gera upp árið.

Árið 2003:
Janúar... man ekkert hvað gerðist. febrúar... hvernig á maður að muna svona langt aftur í tímann? mars... svoldið óljóst, -kynntist ég ekki fleiri skólafélögum??? apríl... afdrifaríkt fyllerí, leiddi af sér allt heila IAESTE klabbið

maí... hélt ekki upp á afmælið mitt. Kosin í skemmtinefnd og IAESTE fulltrúi. júní... fór í eitt besta ferðalag sumarsins! THERMAL HILL je beibí je!!! júlí... mörg fleiri ferðalög, mikið IAESTEAST, mörg partý, leiðinlegur vinnutími ágúst... Big North og Danmerkurferð með 2 daga stoppi í sveitinni í millitíðinni, gæti ekki hafa verið betra! Kem heim frá útlandinu og megnið af fjölskyldunni er stungið af til Noregs...

september... Byrja að spila bandý. Nánast allir IAESTE farnir heim *grát*. Fjölskyldan kemur heim frá Noregi og fer til Kanada. Nýti tækifærið og held partý og annað og gott ef ekki þriðja? október... er "still on top of things" í skólanum, man ekki til að það hafi gerst áður? Byrja að slida niðrá við í lok mánaðarins. But on the plus side þá skora ég fyrsta alvöru markið mitt í bandý! nóvember... fatta að það er ekki nógu sniðugt að missa svona tökin á skólanum, prófkvíðinn tekur sér bólsetu í vinstri hendi... kosin forseti IAESTE á Íslandi! desember... prófin skella á. Prófkvíðinn tekur yfirhöndina í hægri hendinni líka... Jólin og áramótin mæta á svæðið hress að vanda!

Auðvitað er ég að sleppa fullt. Allir sem ég þekki áttu afmæli á árinu. Kynntist glás af nýju fólki. Skemmti mér rosalega vel nánast allar helgar. Þóttist vera í stjórn nörd, tókst svo vel að mér er meira að segja boðið á stjórnarfundi ;-) Fór í leikhús og á danssýningar alveg hægri vinstri. Stofnaði Bimbó öðru nafni Annar hver miðvikudagur og Barbie með félögunum. Og var almennt bara í ljómandi góðu skapi og hafði það gott!
Hvað skal gera Þegar ömmur og afar vinkvenna þinna halda að þú sért strákur?
Að snúa sólarhringnum við.

Takið eitt stykki venjulegan sólarhring. Hefjið snúninginn á að vakna á venjulegum tíma (í flestum tilfellum vel eftir hádegi). Látið daginn líða á eðlilegum hraða til kvölds. Drepið tímann eins og venjulega fram til klukkan 4 (eða þess tíma sem þið vakið yfirleitt til). Takið nú einn þátt af Coupling eða annarri gamanþáttaseríu með álíka löngum þáttum. Horfið á þáttinn og endurtakið 4 sinnum (helst með nýjum þætti í hvert skipti).
Nú ætti klukkan að vera um 6 að morgni. Stillið nú vekjaraklukku á 2 tíma svefn og (og þetta er mikilvægt) farið á fætur innan við klukkutíma frá því að hún hringir.
Nú þarf ekkert að gera nema lifa dag tvö af, eða í það minnsta fram yfir kvöldmat, fara að sofa á eðlilegum tíma (19:30-00:00 eftir smekk) og voila, sólarhringnum hefur verið viðsnúið!